Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.11.1961, Blaðsíða 30
Saltað til útQutnings Hagnýting síldaraflans var nokkuð með öðrum hætti á þessum árum en nú gerist. Síldin var öll söltuð til útflutnings, nema það lítilræði, sem notað var til beitu. Frysting beitusíldar hófst ekki fyrr en haustið 1894, en ])á tók til starfa fyrsta frysti- húsið, sem reist var hér á landi, að Brekku í Mjóa- firði, byggt fyrir Konráð Iljálmarsson, síðar kaup- mann á Norðfirði. Tilkoma frystihúsanna, sem mörg risu upp á Austfjörðum á næstu árum, varð alveg ómetanlcg Ivftistöng fyrir fiskveiðarnar, og kem ég betur að því síðar. 1 nýútkominni bók eftir merkan mann er lítillega minnzt á síldveiðarnar á Austfjörðum og sagt að Norðmennirnir hafi aus- ið síldinni upp í tunnur. Svo einfalt var þetta nú ekki, enda varla af þekkingarleysi mælt, heldur komizt svo að orði til að leggja áherzlu á það mikla síldarmagn, sem barst á land úr fjörðunum mestu síldarárin. Ég hef lítillega áður getið þess hvernig síldin var tekin úi' lásunum með úrkastsnót. Nótabátarnir voru notaðir við síldarupptökuna, og varð því að handháfa síldina upp í þá, þar sem engin tök voru á að beita annarri tækni. Háfarnir voru skaftháfar, skaftið 3—4 rnetra langt á þeim stærstu. Á enda skaftsins var hringur eða gjörð úr járni eða tré og á hann festur poki úr sterkri nót, sem tók 3—4 tunnur af síld. Minni háfar voru þó til. Þegar háfað var, hélt einn maður skaftinu, en 2—4 menn gripu um pokann og steyptu síldinni inn fyrir borðstokkinn. Háfunin var erfitt verk, og þegar báturinn tók að fyllast, stóðu menn upp undir hcndur í síldarkösinni og var þá betra að vera vel verjaður eins og reyndar alltaf, hvað sem unnið var við þessar veiðar. Þegar búið var að fylla bát- inn, var róið að landi, þar sem salta átti síldina. Stampar með tveim hönkum voru notaðir við lönd- unina. Á bryggjunum var oftast útbúnaður til ]>ess að létta verkið, það var vippan. Þetta var einfalt tæki, þannig gert, að upp úr bryggjunni framarlega stóð nokkuð hár staur. Á honum hékk þvertré í sterkri járnkeðju. í annan enda þvertrésins var festur kaðall, en í hinn endann tveir kaðlar með krókum á endurn til að krækja í hankana á stömp- unum. Tveir mcnn gengu svo á vippukaðalinn og lyftu stömpunum upp á bryggjuna með því að toga til sín vipputréð, en aðrir menn tóku svo stampana og drógu þá að síldarrennunum. Til þess voru not- aðir tréhakar með spotta í enda, og var spottanum oft brugðið um öxl ef dráttur var erfiður. Síldar- rennurnar voru svipaðar og enn gerist, nema hvað ekki var notað rennandi vatn til þess að flytja úr- ganginn frá þeim, sem söltuðu. Varð því að moka honum upp í stampa og draga hann burtu. Verk- unaraðferð var nokkuð á annan veg en nú gerist almennt. Síldin var öll kverkuð, en ekki hausskorin. Kverkunin var framkvæmd með hníf eingöngu lengi vel. Iínífsblaðið var vafið fram fyrir miðju, cn al- gengast var að nota stóra, tréskefta vasahnífa, svo- kallaða fiskihnífa. Seinna komu til sögunnar síldar- klippurnar alkunnu, en konur, sem vanar voru hníf- unum, voru ekki allar hrifnar af þeirri nýbreytni. Síldin var flokkuð í salt eftir stærð, „sorteruð“ sem kallað var. Tunnur voru af svipaðri stærð og enn gerist, en á þessum tímum voru þær yfirleitt tré- bentar nema á endum, þar voru járngjarðir, það er að segja, gjarðir voru úr trésveigum, sem læst var saman á sérstakan hátt, sveigendarnir lagðir á mis- víxl og brugðið hvorum um annan, en hök skorin í endana á ská til festu. Það var vandasamt að vera síldarbeykir í þá daga og munu þeir flestir hafa verið Norðmenn, lengi vel, en íslendingar lærðu þetta verk fljótlega eins og önnur verk, sem þessum atvinnuvegi tilheyrðu. Söltun síldarinnar var mikil vinna, og þá, eins og nú, var það aðallcga kven- fólk, sem saltaði. Saltað var í ákvæðisvinnu og kapp- ið mikið að salta sem mest og liafa sem mest upp úr sér. Vegna fólksfæðar gengu margar konur til verka þótt komnar væru til ára sinna, og í miklum aflahrotum urðu allir að vinna, sem vettlingi gátu valdið og að heiman komust. Ys og þys síldar- bryggjunnar var tvímælalaust ein örasta slagæð í íslenzku athafnalífi á ]>essum tímum, eins og reyndar enn í dag í norðlenzkum og austfirzkum síldarhöfnum á sumrin, Jiegar vel veiðist. Hróp og köll síldarstúlknánna eru ennþá hin sömu: „Taka tunnu, tóma tunnu, vantar salt“, og svo mun cnn verða, á meðan hinn silfurgljáandi fiskur er dreginn að Iandi, þótt veiðiaðferðin hafi breytzt og ný tækni komið til sögunnar með sína kraftblökk, nælon- nætur og vélknúna veiðiflota. Og eflaust kemur aldrei aftur sú tíð, að menn eltist við síldartorf- urnar uppi við landsteina, undir þungum árum. Útróður Það er svo ekki úr vegi að gefa stuttorða lýsingu á einum útróðri til að varpa nokkru ljósi á veiði- aðferðina og vinnubrögðin. Nótin hefur verið lögð í bátinn, og allt er tilbúið. Iíver maður er kominn ú sinn stað. Bassarnir eru komnir í báta sína og róa 30 FR.TÁLS VF.UZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.