Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Side 19

Frjáls verslun - 01.01.1964, Side 19
sín störf af hendi af miklum dugnaði og hjaðnaði ])ví fljótt niður sá styr, sem staðið hafði um stofnun embættisins. Sparnaðarandinn var þó ríkjandi á Alþingi og scndiherraembættið byggðist eingöngu á fjárveit- ingu á fjárlögum. Stjórnin beitti sér fyrir því fyrir lögfestingu á embættinu á Alþingi 1921. Sveinn Björnsson hafði lofað að gegna sendiherraembættinu í tvö ár, og að þeim liðnum féllst hann á, fyrir áskorun forsætisráðherra, að vera í því eitt til tvö ár til viðbótar. Alþingi sýndi þann skilning á em- bættisstarfinu að hækka árið 1922 fjárveitinguna til þess upp í 28000 krónur, enda hafði ómögulegt reynzt að komast af með 12000 króna fjárveitinguna frá 1919, svo sem augljóst var. En nú tók fjárhagur ríkissjóðs að þrengjast og komu þá upp háværar raddir á ný um sendiherra- embættið og sum blöð í Reykjavík fóru um það háðulegum orðum. Á Alþingi 1924 reis sparnaðar- andinn hátt. og kom þá fram frumvarp af hálfu Framsóknarflokksins um afnám sendiherraembætt- isins og fleiri embætta. Urðu um málið miklar deil- ur. Flutningsmaður frumvarpsins hélt því fram, að embættið hefði verið stofnað 1919 af því að það hefði verið einhver sjálfstæðisvíma á mönnum. Að öðru leyti taldi hann embættið alltof dýrt. Bæði þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Eggerz, og Bjarni Jónsson frá Yogi andmæltu þessu frumvarpi. Allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis taldi kostn- aðinn of mikinn af embættinu með tilliti til þess hve fjárhagur ríkissjóðs væri þröngur og meiri hluti nefndarinnar taldi, að það hefði verið misráðið, að embættið skyldi hafa verið lögfest 1921. Nefndin í heild vildi þó ekki láta afnema það alveg með því að fella lögin úr gildi, heldur vildi hún láta em- bættið vera háð því, að fé væri veitt til þess á fjárlögum. Eftir töluverðar umræður og karp fór málið þannig til efri deildar. En nú breyttist við- horfið. Sveinn Björnsson vildi losna úr sendiherra- embættinu; hann sagði því lausu og flutti heim þetta vor, enda var sá tími liðinn, sem hann hafði lofað að gegna embættinu. Þá voru sparnaðarfor- sendurnar fyrir afnámi laganna úr sögunni og málið fór svo í þinginu að það varð aldrei útrætt. Hins- vegar samþykkti Alþingi á fjárlögum eingöngu fjár- veitingu til skrifstofunnar í Kaupmannahöfn og tók Jón Krabbe að sér að veita henni forstöðu. Stóð svo í tvö ár til 1926. Þá var ákveðið að endurreisa embættið og tók Sveinn Björnsson við því á ný. Hvorki þá né síðar stóð neinn styr, sem orð var á gerandi, um tilverurétt þessa sendiherraembættis. Þessi tvö ár, sem það lá niðri, sýndu svo glögg- lega hversu mikið gagn var að því fyrir land og þjóð, að frekari vitna ])urfti ekki við. Vafalítið Sveinn Björnsson — iyrsti sendiherrcnn — lofaði að gegna ssndiherraembætti í tvö ár. Hann fékk nóg að starfa og sendi- herraferill hans varð miklu lengri. mátti fyrst og fremst þakka það hversu vel sendi- herrann Sveinn Björnsson hafði haldið þar á málum. Ég vík nú að öðrum málum. Bjarni Jónsson frá Vogi var mjög áhugasamur um utanríkismálin, og á þessum árum gerði hann þau hvað eftir annað að umtalsefni á Alþingi. Þegar ríkisstjórnin var endurskipulögð í febrúar 1920, tók hann utanríkis- málin sérstaklega fyrir. Hann taldi nauðsynlegt, að einn ráðherranna væri utanríkisráðherra, svo að öllum væri ljóst, að það ráðherrastarf væri til og sá ráðherra gæti ætíð sagt formanni umboðsmanna- sveitarinnar, eins og hann nefndi utanríkisráðherra Dana við þetta tækifæri, hvers við óskuðum af þeim samningsbundnu starfsmönnum okkar. Hann óttaðist að annars mundu ókunnar þjóðir villast á sambandslögunum og halda, að ísland hefði eigi vald utanríkismála sinna. Þá lagði hann mikla áherzlu á, að skipaður yrði sendiherra í Kaup- mannahöfn, og hefi ég þegar skýrt frá því, hversu fór um það mál. í þriðja lagi var hann því fylgj- andi, að sendur yrði ræðismaður til Miðjarðarhafs- landanna, því það taldi hann mundu margborga sig. I því sambandi skoraði liann á stjórnina að láta 7. grein sambandslaganna ekki ónotaða að öðru leyti, heldur senda unga fulltrúa til sendi- sveita þeirra, er sitja í helztu viðskiptalöndum okkar, til þess að þar yrði unnið af þekkingu næstu áratugina íslandi til hags og til þess, að við hefð- um æfða unga menn með nægri þekkingu, er við FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.