Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1964, Síða 20

Frjáls verslun - 01.01.1964, Síða 20
að sjálfsögðu tækjum utanríkismálin í okkar hend- ur 1940, ef það yrði eigi fyrr. ITann skoraði enn- fremur á stjórnina að leggja allan liug á, að fulltrúar þeir, sem aðrar þjóðir hefðu hér, væru þess kyns erindrekar, að sending þeirra fæli í sér viðurkenn- ing sendanda á fullveldi Islands, að þeir yrðu með öðium orðuin fullgildir diplómatiskir fulltrúar að þjóðarétti, og taldi hann víst eða líklegt, að stjórn- in hefði í hendi sér, að slíkir fulltrúar kæinu hing- að frá flestum okkar nágrannalöndum. Þá vildi hann láta umboðsmenn okkar erlendis, þ. e. dönsk sendiráð og ræðismannsskrifstofur, fá íslenzkan fána og skjaldarmerki á húsveggi sína, og ennfremur lét hann þess getið, að æskilegt væri, að íslenzkir embættismenn bæru ekki lengur danska hnappa á einkennisbúningum sínum, úr því íslenzkir væru fengnir um síðir. Þessari ræðu svaraði forsætisráðherra, Jón Magn- ússon, stuttlega og taldi, að hann og þingmaðurinn mundu ekki vera mjög ósammála um utanríkismál- in né þá þýðingu, er ytri merki sjálfstæðisins gæti haft. Enda þótt það mætti telja smávægilegt, er þingmaðurinn væri að tala um hnappana, sagði ráðherrann, að honum hefði þótt seint ganga hjá embættismönnum að útvega sér þá, og hefði hann því látið kaupa þá á ríkissjóðs kostnað. Ilefði em- bættismönnum síðan verið tilkynnt, að þeir gætu fengið hnappana ókeypis og bætti síðan við, að ef Alþingi óskaði, væri hægt að senda saumakonu út um land. Ekki mun Bjarni Jónsson frá Vogi hafa verið ánægður með afskipti ríkisstjórnarinnar af utan- ríkismálum Islands, þrátt fyrir þessar aðgerðir sín- ar, því þegar AlJ)ingi kom næst saman í febrúar Ejarni Jónsson Jrá Vogi haíði meiri áhuga á ut- cnríklsmálum en flestir þingmenn aðrir. 1921, bar hann fram þingsályktunartillögu um fram- kvæmd 7. gr. sambandslaganna, og var hún í sex liðum. Var þar aftur skorað á stjórnina að láta einn ráðherrann vera og heita utanríkisráðherra, í (iðru lagi að halda fast fram þeim skilningi, að Jjeir menn séu íslenzkir embættismenn, sem sendir eru þangað, sem engir danskir sendiherrar eða sendi- ræðismenn eru fyrir, og að sama skuli gilda um ráðunauta, í Jrriðja lagi að láta J)á menn hafa ern- bættisheitið sendiherra um stundarsakir, sem stjórn- in sendir til sérstakra samninga eftir 8. mgr. 7. gr. sambandslaganna, í fjórða lagi að láta þessa sendi- herra um stundarsakir gera alla samninga fyrir is- land og láta utanríkisráðherra okkar undirrita stað- festing þeirra með konungi, í fimmta lagi að sjá um að sendiherra okkar í Kaupmannahöfn gangi þar að öllu til jafns við sendiherra annarra þjóða, ef svo er eigi áður, og í sjötta lagi að sjá um, að einkaritari konungs yfir íslandi hafi rétt embættis- heiti, en kallast eigi lengur „Kabinetssekretær for de islandske anliggender“. Umræður um þessa þingsályktunartillögu urðu miklar í þinginu og voru bæði fróðlegar og fjörugar. Afgreiðslunni í Jnnginu lauk þannig, að málinu var vísað frá með rökstuddri dagskrá í trausti þess, að st.jórnih héldi fast fram rétti Islands samkvæmt sambandslögunum. Hafði flutningsmaður þá tekið aftur tvo síðustu liðina um stöðu sendiherrans í Kaupmannahöfn, sem var í rauninni eins og hann hafði óskað eftir, og fyrirspurnin um konungsrit- arann. Um aðra liði má taka fram, að ekki var neinn utanríkisráðherra skipaður sérstaklega, en afgreiðsla utanríkismála var falin forsætisráðherra með konungsúrskurði frá 29. desember 1924, en hann hafði raunar haft afgreiðslu þessara mála frá upphafi. Skilningurinn á því hvort hinir íslenzku sendimenn samkvæmt 3. mgr. 7. gr. sambandslag- anna ættu að teljast íslenzkir eða danskir embætt- ismenn var ræddur í sambandslaganefndinni án |>ess að samkomulag næðist þar að lútandi. Liðirnir um sendiherra um stundarsakir fengu ekki neina þýðingu í sambandi við framkvæmd sainbands- laganna. Bjarni Jónsson hélt áfram að sinna utanríkis- málunum. Hann bar fram fyrirspurn um þau á Al- þingi 1923, en hún kom ekki til umræðu, en á síð- asta þinginu, sem hann sat, árið 1925, kom hann enn fram með fyrirspurn, og nú í fimmtán liðum, og svaraði forsætisraðherra Jón Magnússon þeim skilmerkilega. Bjarni vildi enn, að einn ráðherranna 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.