Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 2
Það virðist nú fullkomlega tímabœrt, að slík- um almennum, íslenzkum útflutningssamtök- um verði ýtt úr vór. Vœri ekki óeðlilegt, að ým- is hin stærri sölusamtök og önnur atvinnusam- tök stéttanna riðu á vaðið og kæmu á fót sam- starfsnefnd um þetta verkefni. Líklegir aðiljar til þess að eiga sl'ikt frumkvæði gætu verið: Sölu- samband hraðfrystihúsanna, Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda, Skreiðarsambandið, Sildarverksmiðjur ríkisins og aðrar síldar- og fiskimjölsverksmiðjur, sildarútvegsnefnd, sam- tök síldarsaltenda, niðursuðuverksmiðjurnar, Sementsverksmiðjan, Verzlunarráð íslands, Fé- lag isl. iðnrekenda o. fl., svo að nokkuð sé nefnt af handahófi. Hin almennu útflutningssamtök ættu hins vegar ekki að vera neinn lokaður klúbbur þessara sérfélaga, heldur opin öllum, sem áhuga hefðu á þessum málum, hagsmuna ættu að gæta og vildu taka þátt l sameiginlegum kostnaði þessarar stofnunar. Stofnun þessi yrði að hafa nokkuð fjármagn til ráðstöfunar og kostnaðurinn þá auðvitað fyrst og fremst að berast uppi af félagsmönnum. Þó gæti það ekki talizt óeðlilegt, að það opinbera legði sinn skerf af mörkum úr sameiginlegum sjóði borgaranna, svo mjög sem öll afkoma landsmanna er komin undir velfarnaði útflutningsverzlunarinar. — Stofnun þessi þyrfti að koma á fót miðstöð fyrir starfsemi s'ma, og þangað yrði safnað öll- um nauðsynlegum upplýsingum um íslenzka útflutningsframleiðslu til miðlunar kaupendum íslenzkra afurða. Það þyrftu þarna að vera fyrir hendi skýrslur og tölulegar upplýsingar um út- flutningsverzlun samkeppnisþjóða okkar sem og vœntanlegar sölu- og verðlagshorfur á hinum ýmsu mörkuðum fyrir tslenzkar útflutningsaf- urðir. Þegar frá liði væri nauðsynlegt að gerðir yrðu út af örkinni erindrekar til þess að leita markaðsupplýsinga og kynna íslenzkar afurðir. Síðar væri hugsanlegt að í samraði við utannkis- þjónustuna yrði komið á fót föstum viðskipta- fulltrúastöðum við hin stærri sendiráð. Samtök- in þyrftu að gefa út tímarit á íslenzku, þar sem birtar væru þær upplýsingar, sem islenzkum út- flytjendum mættu koma að haldi, en sömuleiðis væri nauðsynlegt að gefa út timarit á heimsmál- unum, einu eða fleirum, til þess að kynna is- lenzka frameiðslu. — Eðlilegt væri þá lika, að samtök þessi hefðu forgöngu um og skipulegðu þátttöku Islendinga í erlendum vörusýningum, og þegar tímar liðu fram reyndu að koma hér á laggirnar vísi að islenzkum vörusýningum. — I þessari frumreifan svo viðamikils máls hefur auðvitað aðeins verið tæpt á stóru dráttunum, en ef til vill geta þessar linur þó orðið til þess að koma mjög timabærri hugsun á framfæri, og er þá penna ekki til ónýtis stungið niður. t----------------------------------N KVIKMYNDASÝNINGAR í FLUGVÉLUM í hinni gífurlegu hörðu baráttu sem háð er milli flugfélaganna í heiminum er margt reynt til þess að laða að farþega. Um nokk- urt skeið hefur bandríska flugfélagið TWA boðið farþegum sínum upp á kvik- myndasýningar í flugvélum sínum. Hefur þetta reynzt mjög vinsælt og gefið góða raun. Önnur flugfélög hafa nú fylgt á eftir og á fundi IATA í Aþenu nú fyrir nokkru var eitt aðalumræðuefnið það hvernig hægt væri að halda þeirri þróun í skefjum að flugfélögin færu að sjá farþegum sínum fyrir ýmiskonar skemmtunum meðan á flugferðinni stendur. Ennþá eru það aðeins bandarísku flugfélögin svo og Pakistan Airlines sem bjóða upp á þessa þjónustu, en vafalaust verður þess ekki langt að bíða að önnur fylgi í fótspor þeirra. ------------------—______t 2 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.