Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 18
Arftaki Tafts Barry Goldwater var fyrst kjörinn öldunga- deildarmaður árið 1952 og hafði lítt haft af- skipti af stjómmálum áður. Hann hefur síðan notið vaxandi álits og fylgis meðal hægri sinn- aðri kjósenda í Bandaríkjunum og er löngu orð- inn óumdeildur leiðtogi hægri arms Repúblik- anaflokksins, tók við þeirri stöðu af Robert Taft, einum virtasta stjórnmálamanni Bandaríkjanna um áratuga skeið. Skoðanir Goldwaters hafa verið mjög um- deildar en jafnframt rangsnúnar úr hófi. Og það er alveg ljóst öllum þeim sem gert hafa tilraun til þess að kynna sér stefnu hans í innan- og ut- anríkismálum, að hún á lítið skylt við þá pólitík, sem blöð og fréttastofnanir um heim allan hafa eignað honum nú á síðustu mánuðum. Og það er vissulega ljótur blettur á þessum aðilum hversu þeir hafa augljóslega reynt að sverta Goldwater og gera úr honum öfgasinnaðan æs- ingamann. í þessum efnum hafa blöð og útvarp á íslandi ekki reynzt barnanna bezt. í utanríkismálum má segja, að meginlínan í stefnu Goldwaters sé sú að hinn frjálsi heimur eigi að stefna að fullum sigri yfir kommúnista- ríkjunum en ekki láta sér nægja status quo eða „friðsamlega sambúð“ við þessi ríki. Meginröksemd þeirra, sem halda fram þessari skoðun er auðvitað sú, að frjálsar þjóðir muni aldrei geta treyst því, að kommúnistaríkin haldi gerða samninga, þau verða aldrei „bona fide“ aðilar að varanlegu samkomulagi milli austurs og vesturs. Þá mundi Goldwater verða mun harðari í horn að taka 1 samningum við bandamenn sína og ekki láta hlut Bandaríkjanna í þeim að nokkru ráði. Hann mundi í stuttu máli krefjast þess að Bandaríkin fengju eitthvað verulegt fyrir sinn snúð. í innanlandsmálum mundi Goldwater leitast við að draga úr áhrifum Sambandsstjórnarinnar í Washington, en efla hin einstöku fylki Banda- ríkjanna á ný. Hann mundi berjast gegn veru- legum afskiptum Sambandsstjórnarinnar af fé- lagslegum málum og umbótum á því sviði en leitast við að koma þeim á með frjálsu samstarfi borgaranna. Hverjir eru sigurmögnleikar Goldwaters? En hverjir eru möguleikar Barry Goldwaters til að sigra Lyndon B. Johnson í kosningunum. Flestir þeir sem um það hafa skrifað, hafa talið Johnson algjörlega öruggan um að ná kosningu og skoðanakannanir hafa bent til hins sama. Þess ber þó að gæta að skoðanakannanir eru ekki mikils virði svo löngu fyrir kosningar og efalaust eiga þær eftir að breytast til muna Goldwater í vil þegar nær dregur kosningum. í rauninni renna menn algjörlega blint í sjó- inn með það, hverja möguleika Goldwater hef- ur til þess að ná kjöri. Það byggist t. d. mikið á framvindu kynþáttamálanna fram að kosning- um, ástandinu í Suður-Vietnam og Laos, Kúbu o. fl. Á þeim mánuði sem eftir er til kosninga getur margt gerzt í heiminum, sem aukið get- ur sigurmöguleika Goldwaters. Hitt er þó alveg ljóst, að kosningabaráttan verður mjög hörð og úrslit hennar tvísýnni en haldið var í fyrstu. Lyndon Johnson hefur ýmsar veikar hliðar, sem vafalaust verða notaðar til hins ýtrasta í kosningabaráttunni. Margir óttast afleiðingar þess, ef Barry Gold- water nær kjöri. Mér er nær að halda að það fari fyrir honum, sem um svo marga aðra, að skoðanir hans breytast, þegar og ef hann fær tækifæri til þess að glíma við vandamálin og ber ábyrgð á lausn þeirra. Forsetaembættið í Banda- ríkjunum hefur breytt meiri mönnum en öld- ungadeildarmanninum frá Arizona. S. G. „Ég er orðinn dauðleiður á því að fá sand í augun í hvert sinn, sem ég þarf að fela mig.“ 18 FRJÁLS VEKZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.