Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 21
Thomson lávarður af Fleet Street
Cecil King hefur nú sem kunugt er ráðizt í
það mikla ævintýri að hefja útgáfu nýs dag-
blaðs í Bretlandi en það hefur ekki gerzt í ára-
tugi. The Sun hóf göngu sína um leið og Daily
Herald hætti útkomu. The Sun höfðar fyrst og
fremst til kynslóðar atómaldarinnar, það segist
Cecil King
vera blað hins nýja tíma. Of snemmt er enn að
meta það hvort þetta áhættusama fyrirtæki
Kings heppnast eður ekki en eitt er víst: bar-
áttan í Fleet Street fer harðnandi með hverju
ári sem líður og það verður sífellt erfiðara að
halda sér á floti.
r--------------------------------------------n
Gamalt útgáfufyrirtæki á heljarþröm
Eitt elzta og virtasta útgáfufyrirtæki í
Bandaríkjunum er Curtis Publishing Co.,
sem gefur m. a. út vikublaðið Saturday
Evening Post, sem töluvert er lesið hér á
íslandi og er stofnað af Beniamin Frank-
lin, Ladies’ Home Journal, American Home,
Holiday og barnablaðið Jack & Jill.
Curtis Publishing Co. hefur á síðustu ár-
um átt við vaxandi fjárhagsörðugleika að
etja og hefur frá árinu 1961 tapað 34.5
milljónum dala. Á árinu 1963 var fyrirtæk-
ið nær orðið gjaldþrota en var á elleftu
stund bjargað með stórláni frá sex bönk-
um í Bandaríkjunum. Ein afleiðing þess
ástands var m. a. það að Post hætti að koma
út vikulega en kemur nú út 45 sinnum á
ári.
Árið 1962 var hinn eineygði Matthew
J. Culligan, auglýsingamaður frá Madison
Avenue, ráðinn aðalforstjóri fyrirtækisins
og til þess settur að bjarga því frá yfirvof-
andi falli. í fyrstu virtist sem Culligan ætl-
aði að takast þetta en upp á síðkastið hef-
ur aftur sigið á ógæfuhliðina og nú fyrir
stuttu gerðist það sem þótti stórtíðindi í
Bandaríkjunum að nokkrir samstarfsmenn
Culligans gerðu uppreisn gegn honum og
kröfðust þess að hann yrði settur frá. Culli-
gan svaraði með því að leysa þá frá störf-
um fyrst um sinn og var þeirra á meðal
aðalritstjóri Saturday Evening Post, Clay
Blair.
Ætlunin hafði verið að halda þessum
miklu deilum leyndum en New York Times
tókst að komast yfir fréttina og birti hana
á fyrstu síðu.
Erfitt er að segia um endalok þessara
átaka en vissulega væri hryggilegt ef þessu
gamalkunna útgáfufyrirtæki tækist ekki
að komast á réttan kjöl á ný.
FRJÁLS VERZLUN
21