Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 3
DR. GYLFI Þ. GÍSLASON I VIÐTALI VIÐ FRJÁLSA VERZLUN: „Ausfur-Evrópu viðskiptin á grundvelli gagnkvæmra greiðslna í frjálsum gjaldeyrí" Fréttamaður Frjálsrar Verzlunar gekk nýlega á fund viðskiptamálaráðherra, dr, Gylfa Þ. Gíslasonar, og ræddi við hann um viðskiptamálefni. Ráðherrann kemur víða við í viðtali þessu og læt- ur m. a. í ljós þá skoðun, að æskilegt væri að viðskipti okkar við Austur-Evrópuþjóðirnar fari fram á grund- velli gagnkvæmra greiðslna í frjálsum gjaldeyri. Ennfremur að nauðsynlegt sé að efna til skipulegs samstarfs allra þeirra aðila, sem áhuga hafa á útflutn- ingi í því skyni að gera stórátak í markaðsöflun fyrir útflutningsafurðir okkar. Viðtalið fer hér á eftir. — Hvað viljið þér seg-ja, dr. Gylfi um þá stefnubreytingu, sem upp var tekin í viðskipta- málum 1960 og árangur hennar? — — Á undanförnum árum hafa orðið mjög víð- tækar breytingar á innflutningsverzluninni. Er kunnara en frá þurfi að segja, að fram til árs- ins 1960, var meginhluti innflutnings til lands- ins háður innflutnings- og gjaldeyrisleyfum og hafði það að sjálfsögðu gagnger áhrif á vöruúr- val í verzlunum og verðlag á erlendum vörum. En höfuðtilgangur hinnar gagngeru stefnubreyt- ingar í efnahagsmálum 1960 var einmitt að losa um þessi höft á innflutningnum, vegna þess að þriggja áratuga reynsla okkar sjálfra og ótví- ræð reynsla annarra þjóða hefur leitt í ljós, að jafnvel þótt höft á innflutningsverzlun og gjald- eyrisviðskiptum geti verið óhjákvæmileg og FR.TÁLS VERZLUN Dr Gylfi Þ. Gíslason gagnleg í skamman tíma til þess að ráða bót á tímabundnum erfiðleikum í gjaldeyris- og utan- ríkisviðskiptum, þá verða slík höft skaðleg, ef þau standa í langan tíma. Hér á landi hafa höftin í innflutningsverzl- uninni staðið í raun og veru í þrjá áratugi og voru fyrir löngu farin að hafa margs konar óheppileg áhrif. Ekki aðeins í formi lélegs vöru- úrvals heldur einnig í mynd óeðlilegs verðlags sökum skorts á samkeppni. Auk þess, áttu höft- in mikinn þátt í að beina fjárfestingunni inn á rangar brautir. En á undanförnum árum hefur í þessum efn- um orðið gagnger breyting. Einu höftin, sem enn eru á innflutningsverzluninni standa í raun og veru í sambandi við viðskipti okkar við Aust- ur-Evrópulöndin. Vegna mikilvægi viðskipta okkar við þau lönd hefur orðið að binda inn- flutning ýmissa vörutegunda við þau og er þar um að ræða 15—20% heildarinnflutningsins. Á það er þó rétt að leggja áherzlu, að innflutning- ur frá þessum löndum á þessum vörutegundum 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.