Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 22
Skólauppsögn Yerzlunarskóía íslands 30. apríl 1964 (Úrdráttur úr ræ?u, sem formaður skólanefndar Magnús J. Brynjólfsson flutti við það tækifæri) Það hefur þótt viðeigandi að ég, sem formað- ur skólanefndar, flytti hér nokkurt yfirlit um byggingu nýja skólahússins, sem þó er aðeins fyrsti áfangi að væntanlegu fimm hæða húsi. Að því er ég bezt veit mun þetta vera 1 fyrsta sinn, sem skólauppsögn fer fram í eigin húsa- kynnum og er þar með glæsilegum áfanga náð á þessu 59. aldurs ári Verzlunarskóla íslands. Það háði nokkru, að framkvæmdir hæfust, að ekki voru allir ráðamen ásáttir um, hvort byggja skyldi á allri lóð skólans, eða í áföngum, en það varð ofaná að byggja í áföngum og hefur það áreiðanlega verið til láns fyrir skólann. Skólanefndina skipa nú sömu menn og þegar verkið var hafið, en skólanefnd hefur haft yfir- umsjón með öllum framkvæmdum frá byrjun, þótt mest hafi mætt á formanni og Gunnari Ás- geirssyni, stórkaupmanni. Aðrir skólanefndar- menn eru Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskatt- stjóri, Gunnar Magnússon, aðalbókari, og Þor- varður J. Júlíusson, framkvæmdarstjóri Verzlun- arráðs íslands. Skólabyggingin strandar á klöpp og var því ákveðið að hafa engan kjallara, enda má bygg- ingin vera fimm hæðir. Framkvæmdir hófust um vorið 1960 og byggingin orðin því næst fok- held um áramótin 1960—61. Vinna féll svo nið- ur í næstum því eitt ár vegna fjárskorts. Framkvæmdir hófust svo aftur af fullum krafti og efri hæðin fullgerð og tekin í notkun haustið 1962. Fjórar skólastofur, kennarastofa og snvrtiherbe^gi eru á hæðinni. Rúma þær sam- tals 112 nemendur. Samkomusalurinn var látinn mæta afgangi, bæði vegna þess að hann er lang dýrasti hluti hússins svo og þess, að koma húsinu sem fyrst í gagnið. Hér, sem áður, réði eingöngu fjárskort- ur. Hefur svo smátt og smátt verið unnið að því að fullgera salinn og er því nú að mestu lokið. Ennþá er þó eftir að ljúka við eldhús og kaffi- stofu í norðurenda hússins, en verður vonandi hægt að taka í notkun í haust. Byggingin stendur á lóð gamla Verzlunarskól- ans. Samþykkt hefur verið, að þessar tvær bygg- ingar verði sameinaðar í eina sjálfseignarstofn- un undir yfirstjórn Verzlunarráðs íslands. Kem- ur það til framkvæmda um næstu áramót. Öll lóðin er 1564,7 fermetrar að ummáli, en nýja skólahúsið tekur til ca. 500 fermetra. Ef fyrirhugað skipulag Hellusunds verður sam- þykkt í borgarráði, stækkar lóðin um nær helm- ing og þarf þá ekki að kvíða því, að stækkunar möguleikar verði ekki fyrir höndum. Neðri hæð hússins, samkomusalurinn ásamt leikpalli (sem hringstigi tengir við þrjú búnings- herbergi, W. C., loftræstingarvél og geymslu) kaffistofu, eldhúsi, miðstöðvarherbergi, fata- geymslu og W. C. er 487,33 fermetrar að rúm- máli. Efri hæðin, skólastofurnar eru 330,6 fer- metrar. Þær eru fjórar, hver um sig 6,40x6,50 metrar. Öll er byggingin 3,833 kúbik metrar og er kostnaðarverð hennar kr. 7.300.000,00, þar í innifalið öll húsgögn og annað þar að lútandi. Kúbik- eða rúmmetrinn kemur því uppá ca. kr. 1850,00 og má telja það mjög vel sloppið. Eftir er að ganga frá lóðinni og bílastæðum, en verður vonandi búið fyrir haustið. Ennfremur á skólinn 250 fermetra lóð við Grundarstíg, aust- anvert við gamla skólahúsið, og er fyrirhugað að taka hana líka undir bílastæði. Þór Sandholt arkitekt og skólastjóri Iðnskól- ans hefur teiknað húsið. Ólafur Pálsson, bygg- ingarmeistari og Ingimar Haraldsson húsasmíða- meistari hafa séð um byggingu hússins. Vil ég þakka þeim öllum ágæta samvinnu, lipurð og ráðleggingar. Valtýr Lúðvígsson, rafvirkjameist- ari, hefur séð um allar raflagnir, Sverrir um allar ljósateikningar o,. fl., Guðmundur Finn- bogason, pípulagningameistari, allar pípu- og skólpleiðslulagnir, Kristján Flygering og Pétur Pálsson, verkfræðingur, allar miðstöðva- og loft- ræstingateikningar, Valur Einarsson, veggfóðra- meistari, allar flísalagnir á loft, gólf og veggi, Hákon Jónsson, málarameistari, alla málningu. 22 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.