Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 15
Þórður 1». Þórðarson hjá ein jm af nýju langferðabílunum.
ATHAFNAMENN OG FRJÁLST FRAMTAK
Þórður Þ. Þórðarson
b ifi~e id'astöðva rstjó?~i
Hann gengur undir ýmsum nöfnum manna
á meðal. Utan héraðs er talað um hann sem
„bílakónginn á Akranesi", eða „þrjú Þ á Akra-
nesi“ eða „ÞÞÞ“, eins og raunar allir bílarnir
hans eru auðkenndir. Akurnesingar nefna hann
í sínum hópi sjaldnast annað en Steina í Hvíta-
nesi eða Steina bílakóng, en við ókunnuga Þórð
Þ. Þeir, sem ekki þeþkkja nægilega til, segja
Þórður Þórðarson, en það getur verið villandi,
því það er fullt nafn eins sonar hans (einn hinna
frægu knattspyrnumanna Akurnesinga, sem
fyrstir urðu til að taka íslndsmeistaratitilinn af
Reykvíkingum). Bílakóngurinn á Akranesi heit-
ir í símaskránni Þórður Þ. Þórðarson (og stend-
ur milli-þornið fyrir Þorsteinsson, sem er annað
skírnarnafn hans). Bílakóngsheitið hefur hann
fengið af því að enginn þar efra hefur um dag-
ana flutt eins marga mjólkurbrúsa, mannfólk
og annan varning í bílum og Þórður Þ. hann
var eiginlega brautryðiandi í landsamgöngum
Akurnesinga, byrjaði sem Fordvörubílseigandi
fyrir nærri fiörutíu árum, á nú bílastöð með
öllum tegundum bíla, 14 alls, og þar á meðal
dýrasta bíl, sem nokkur íslendingur hefur keypt
til landsins.
Þórður Þ(orsteinsson) Þórðarson er fæddur að
Leirá í Leirársveit árið 1899, þar sem foreldrar
hans bjuggu, Þórður bóndi Þórðarson og Guðný
Stefánsdóttir. En frá fimm ára ladri hefur Þórð-
ur Þ. átt heima á Akranesi. Upphafið að ævi-
starfi hans var það, að hann tók bílpróf hjá
Sveini Egilssyni bifreiðakaupmanni í Reykjavík
og festi síðan kaup á fyrsta bílnum, sem var
Ford-vörubíll, árgerð 1927, og hóf vöruflutninga
FRJÁLS VERZLUN
15