Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 16
ýmiskonar á Akranesi, innan bæjar, úti í sveit- inni og að kaupstaðnum og frá. Að staðaldri flutti hann mjólkina af sveitabæjum utan Skarðsheiðar og inn á Akranes. Næsta skrefið í bílakaupum var það, að Þórður keypti fyrsta fólksbílinn skömmu síðar í félagi við Harald Böðvarsson. Það var 1929, og bíllinn Ford frá sama ári. En aðalvinna Þórðar áratuginn fyrir stríð var með vörubílinn og þá helzt mjólkur- flutningar utan úr sveitinni, það stundaði hann í fjórtán ár. Rétt um stríðsbyrjun hóf hann svo ferðir sínar milli Akraness og Reykjavíkur, fyrir Hvalfjörð, leið sem í þann tíð var æði ill yfir- ferðar og hreinasta vegleysa á köflum. Fyrst notaði Þórður til þeirra ferða hálfkassabíl og flutti með honum bæði fólk og varning. Alltaf jókst flutningurinn jafnt og þétt, Þórður fjölg- aði bílum sínum. Nú er svo komið, að hann á 5 stóra vöruflutningabíla og 2 minni, 1 fólksbíl af venjulegri stærð og 6 langferðabifreiðir af nýrri gerð. Einn þeirra mun tvímælalaust vera dýrasta bifreið, sem til landsins hefur verið keypt, kostaði 1,6 milljón króna. Þetta er Mer- cedes-Benz bifreið, sem Þórður fékk frá Þýzka- landi í júlí 1963. Bíllinn hefur sæti fyrir 42 far- þega, en hægt að skjóta inn aukasætum og kom- ast þá 53 farþegar í bílinn. Yfirbyggingu bíls- ins lét Þórður smíða í annarri verksmiðju, eða hjá Fetter, svo vandaða vildi hann fá hana, og það þótt þetta yrði honum 400 þúsundum króna dýrara en ef húsið hefði verið smíðað í Merce- des-Benz-verksmiðjunum. Þessari miklu bifreið ekur Þórður sonur hans nú milli Akraness og Reykjavíkur. Kona Þórðar Þ. Þórðarsonar er Sigríður Guð- mundsdóttir af Akranesi og eiga þau fimm upp- komin börn. GYLFI Þ. GÍSLASON fyrst og fremst á útflutningi efna reglulega til útflutningsherferðar „exnort drive“ — svo sem t. d. Bretar. Hafa íslenzk stjórnarvöld nokkuð slíkt í huga til þess að efla og auka útflutning okkar? — — Útflutningur hér er fyrst og fremst í hönd- um samtaka framleiðenda sjálfra, og ríkisvaldið hefur yfirleitt ekki skoðað það sem verkefni sitt að hafa forgöngu um markaðsleit eða markaðs- öflun. Hins vegar er hér um svo geysilega brýnt verkefni að ræða, að ég er persónulega þeirrar skoðunar að efna ætti til skipulegs samstarfs allra þeirra aðila, sem áhuga hafa á útflutnings- verzlun og ríkisvaldsins í því skyni að gera stór- átak á þessu sviði og beina þá athyglinni hverju sinni að tilteknum vörutegundum og tilteknum markaði til þess að árangur verði sem mestur. En eins og kunnugt er má gera ráð fyrir því, að þeim mun meira gagn verði af fé og fyrirhöfn, ef því er beint í eina átt í takmarkaðan tíma. — — Og að lokum viðskiptamálaráðherra, hvað viljið þér segja um möguleika okkar til gjald- eyrisöflunar með öðru en fiskútflutningi? — — Enginn vafi er á því, að það veldur nokk- urri óvissu um afkomu þjóðarinnar og stöðugri hættu á nokkurri röskun í þjóðarbúskapnum að 90—95% af útflutningstekjum íslendinga skuli vera andvirði sjávarafurða. Bæði vegna þess hve sjálfur sjávaraflinn er miklum breytingum undirorpinn og vegna hins að skyndilegar verð- breytingar geta orðið á ýmsum afurðum. Það mundi því án efa verða til aukins örygg- is um afkomu þjóðarinnar og bæta skilyrði okk- ar til að varðveita heilbrigt jafnvægi í þjóðar- búskapnum, ef við gætum í vaxandi mæli afl- að okkur gjaldeyristekna með öðru móti svo sem framleiðslu iðnaðarvara til útflutnings og aukn- um siglingum og flugferðum. Að því ætti tví- mælalaust að vinna. — S. G. ★ „Þakka yður fyrir, herra forseti." 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.