Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 20
UR BREZKUM BLAÐAHEIMI: BARIZT f FLEET STREET - upp á líf og dauða Ástandið í Fleet Street, London, er eðlilegt. Brezku blöðin heyja baráttu upp á líf og dauða. Þannig hefur það verið síðan iðnbyltingin skóp gífurlegan fjölda fréttaþyrstra blaðalesenda. Það sem hins vegar er óvenjulegt við þá bar- áttu, sem nú er háð 1 Fleet Street er það, að harðasta samkeppnin er milli hinna betri sunnu- dagsblaða. Fyrir tveimur árum hóf Sunday Times útgáfu litprentaðs tímarits, sem afhent er ókeypis með hinni venjulegu sunnudagsút- gáfu blaðsins. Nú í október tilkynnti aðalkeppi- nautur þess, Observer að það hefði einnig hafið útgáfu slíks tímarits og loks hafa nokkur dag- blöð fylgt í fótspor þessara vikublaða. Segja má að núverandi óróatímabil í Fleet Street hafi hafizt 1953 þegar kanadiskur blaða- kóngur, Roy Thomson kom til Bretlands og hóf að safna dagblöðum eins og sumir safna frí- merkjum. Thomson keypti Sunday Times árið 1959 og hefur á þeim tíma sem liðinn er tvö- faldað útbreiðslu þess og er það nú helmingi útbreiddara en Observer, aðalkeppinautur þess. Með útgáfu fyrrnefnds tímarits, The Sunday Times Colour Magazine náði Thomson mikil- vægu forskoti fram yfir keppinauta sína. Auk Observer hafa nú þrjú dagblöð tilkynnt fyrir- hugaða útgáfu slíkra tímarita en það eru Daily Telegraph, sem mun gefa sitt rit út á föstudög- um og Daily Express og Daily Mail sem hafa sameinast um útgáfu litprentaðs tímarits. Thomson hefur sem fyrr segir safnað blöðum í stórum stíl bæði í Bretlandi og annars staðar. Eini slagurinn sem hann hefur tapað var þeg- ar honum mistókst að komast yfir útgáfufyrir- tækið Odhams Press, sem m. a. sá um útgáfu Daily Herald. Þar bar Cecil King aðalútgefandi Daily Mirror og forstjóri stærsta blaðahrings Bretlands sigurorð af Thomson. 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.