Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 10
Gerði íyrst út sexærmg - nu sérstæðasta fiskiskip veraldar Rætt við Harald Böðvarsson um útgerð heiman og heima og verzlun feðga á Akranesi í 80 ár. í ýmsum bæjum og byggðarlögum hér á landi er nafn eins manns öðrum fremur tengt við at- hafnalíf og framtakssemi á staðnum. En að ólöst- uðum mörgum dugmiklum Akurnesingum, sem átt hafa sinn þátt í að auka framfarir og velmeg- un í heimabæ sínum, held ég helzt að farsælt atvinnulíf og viðskipti eigi tæpast nokkurs stað- ar jafnmikið að þakka einum manni síðustu ára- tugina sem Haraldi Böðvarssyni á Akranesi né nokkur maður á landinu, sem gefið hefur heima- bæ sínum af jafnstórmannlegri rausn og hann. Beinn atvinnurekstur og verzlun Haraldar á Akranesi er yngri en ætla mætti, hann byrjar þar ekki að ráði fyrr en eftir 1930, og tók Har- aldur svo til orða við mig, að hann hafi ekki kunnað við að hefja samkeppni við gömlu menn- ina, föður sinn og tengdaföður, meðan þeir enn ráku þar viðskipti. Og nú, þegar minnzt er hundr- að ára afmælis verzlunarinnar á Akranesi, er ekkert sjálfsagðara en að Frjáls verzlun sæki Harald Böðvarsson heim til að spjalla við hann í tilefni afmælisins, því að á þessari öld og hinni fyrri hafa þeir komið mest við sögu viðskipta og útgerðar, Haraldur Böðvarsson og faðir hans, Böðvar Þorvaldsson, sem segja má, að verzlun á Akranesi hafi byrjað með upp úr 1880, þótt aðrir stunduðu verzlun þar um skeið áður, en hann rak síðan verzlun óslitið í meira en hálfa öld. — Byrjaði faðir yðar að fást við verzlunar- störf á Akranesi? spurði ég Harald, þegar við vorum seztir 1 skrifstofuna á efstu hæð verzlun- 10 FBJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.