Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 11
arhúss hans, þaðan sem sér út yfir Skagann og
höfnina og upp til fjalla.
— Faðir minn var ekki kominn nema rétt um
fermingu, víst 12—14 ára, þegar hann fór fyrst
að vinna við verzlun, eða læra verzlunarstörf,
og það var í Reykjavík árið eftir að verzlun var
gefin frjáls hér á Skipaskaga. Hann lærði fyrst
verzlunarstörf hjá dönskum kaupmönnum í
Reykjavík og stundaði þau þar til ársins 1875,
en þá sigldi hann til Kaupmannahafnar og gekk
á verzlunarskóla þar. Að lokinni skólagöngu
hélt hann til Noregs að kynna sér verzlunar-
störf, staðnæmdist í Bergen. Þar voru þá fjórir
eða fimm íslenzkir kaupsýslumenn og höfðu
bækistöð allir 1 sama húsi, sem gekk undir nafn-
inu „Den islandske Börs“ (íslenzka kauphöllin).
Ekki leið á löngu að faðir minn réðst í það stór-
ræ?i að leigja skip til millilandasiglinga, 40—50
tonna skútu, sem hét eftir skáldinu norska Hen-
rik Wergeland. Skip þetta var notað til vöru-
flutninga milli Noregs og íslands, og rak faðir
minn það í félagi við norskan kaupmann, Lange,
sem þá hafði verzlunarútibú í Borgarnesi. Ekki
hafði faðir minn nema skaða af samskiptunum
og batt enda á þau. Reyndi hann þá næst félags-
skap við danska stórkaupmenn, um áframhald-
andi millilandasiglingar, en þeir reyndust lítið
betur, hugsaði hver um að skara eld að sinni
köku og var lítt hægt að treysta þeim. Þetta
skip var ekki sérlega hraðskreytt, og minnist
ég þess, að foreldrar mínir fóru einu sinni með
því milli landanna og voru sex vikur á leiðinni.
— Hvaða vörur voru það helzt, sem skipið
flutti milli landanna?
— Faðir minn keypti og flutti út alls konar
íslenzkar afurðir,, kjöt, slátur, gærur og svo
framvegis, og má einkum nefna það, sem þá var
mikil útflutningsvara en engin í seinni tíð, ís-
lenzkar rjúpur, sem þá var feikilega mikið af hér
og voru fluttar út í stórum stíl. Ég man, að einu
sinni fóru með skipi milli landa, tíu þúsund
rjúpur í lestinni. Aðalkorntegundirnar, sem þá
fluttust til landsins, voru rúgur og bankabygg,
sem var flutt hingað í tunnum, sömu tunnun-
um sem kjötið var flutt í til útlanda. Þar var
1 þær hellt korni. Þegar þeim svo hafði verið
skipað í land á Akranesi, voru þær fluttar að
vörugeymsluhúsi föður míns og hellt úr þeim í
bása, bankabyggið og rúgurinn og hver tegund
hafði sinn bás og sótt í hann úr búðinni.
— En hverjir voru aðrir, sem ráku verzlun
hér á Akranesi fyrir aldamótin?
— Fyrstur setti á stofn verzlun Þorsteinn Guð-
mundsson, og þó gerðist það ekki fyrr en rösk-
um tíu árum eftir að verzlun var gefin hér
frjáls. Nokkru síðar fór Snæbiörn Þorvaldsson
föðurbróðir minn að verzla hér, um 1875, og
1881 byrjar faðir minn. Þeir áttu sín verzlunar-
hús og bryggjur út frá þeim við Lambhúsasund,
sem lengi var höfnin hér. Thor Jensen kom
hingað og keypti húsin og bryggjurnar af Snæ-
birni frænda mínum og rak mikla verzlun í fimm
ár. En þá seldi hann og fluttist til Hafnafjarð-
ar og má kannski heimfæra upp á það, sem sagt
hefur verið, að hann hafi verið „of stór fiskur
fyrir svo lítinn poll“. Þá höfðu verzlanirnar
stóru í Reykiavík útibú hér á þessum árum,
Edinborg og Thomsensverzlun, sem líka lét
smíða bryggju, og voru þær þrjár um tíma, ein
fyrir framan hverja verzlun við Lambhúsasund-
ið. Þeir ráku líka þilskipaútgerð þessir fyrstu
kaupmenn hér, og gerði faðir minn út tvo kútt-
era fyrr á árum, en verzlun rak hann fram að
áttræðisaldri og hafði þá gert það í hálfa öld.
— Fóruð þér ekki ungur að vinna verzlunar-
sörf?
— Ætli ég hafi verið nema 8—9 ára gamall,
þegar ég byrjaði að snúast í pakkhúsinu hjá
pabba. Ég byriaði í Sandgerði og hóf þar útgerð
og verzlun árið 1914. En hún varð nú að skrif-
ast á nafn pabba þangað til ég yrði myndugur.
Fjárhaldsmaður minn í Sandgerði var Ólafur
heitinn Johnson stórkaupmaður og var ég und-
ir hans umsjón í hálft ár. Fyrsta útgerðarskipið
var opinn árabátur, sexæringur, en eftir tvö ár
keypti ég fyrsta vélbátinn, Höfrungur hét hann
og var nú ekki nema átta tonn og hafði 8 hest-
afla vél.
— Kynntust þér siómennsku af eigin raun?
— Já, reyndar. Það minnir mig á, að ég var
sumarvertíð á skozkum togara 1904, bá var ég
15 ára, ég hausaði allan fiskinn um borð og í
kaup fékk ég 150 krónur fyrir allan tímann, þrjá
mánuði, og það þótti feikna mikið kaup.
Fenguzt þér við útgerð eingöngu frá því þér
keyptuð sexæringinn á Akranesi unz þér sett-
uzt aftur að á Akranesi?
— Nei, árið eftir að ég kvæntist, 1916, stofn-
ég heildverzlun í Bergen ásamt nokkrum Norð-
mönnum, og nefndist hún Haraldur Böðvarsson
11
FRJÁLS VERZLUN