Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 5
JÓN ÁRNASON, alþm. 100 ára verzlunarafmæli Akraness Þann 16. júní 1964 minntust Akurnesingar merkra tímamóta í sögu byggðarlagsins, — 100 ár voru liðin frá því að heimilað var að byggja kauptún á Skipaskaga við Lambhússund á Akra- nesi. Áður en málið náði fram að ganga, hafði um langan tíma og á mörgum þingum, eða allt frá því á fyrsta þingi eftir að Alþingi var endur- reist, verið bornar fram bænarskrár um löggild- ingu verzlunarstaðar á Akranesi, var þá jafn- an beðið um að löggilda Krossvík sem höfn fyr- ir kauptúnið. Árið 1863 er enn hafinn sterkur áróður fyrir málinu í öllu Borgarfjarðarhéraði og hinn 13. júní það ár er haldinn svo kallaður ,,frjáls“ fundur, að Höfn í Helasveit, og þar samið bænar- skjal til Alþingis, undirritað af 228 mönnum, um að löggilda Akranes sem verzlunarstað, en að þessu sinni er vísað á Lambhússund sem höfn fyrir kauptúnið. Um svipað leiti og þessu fór fram í Borgar- f jarðarhéraði, semja Mýramenn annað skjal, sem gengur mjög í sömu átt. — Undir það rita 59 búendur nöfn sín, þar á meðal sýslumaður, pró- fastur og hreppstjórar, en þeir benda enn sem fyrr á Krossavík sem hafnarstæði. í öðru bindi af sögu Akraness, eftir Ólaf B. Björnsson, er rituð og rakin ítarlega gangur þessa máls, segir þar m. a. um aðalefni bænar- skrárinnar, sem samin var á Hafnarfundinum: „Fyrst er talað um að langt sé síðan menn fundu til erfiðleikana af að sækja út á Akranes, þar sem leigja þurfi bæði skip og menn til Reykja- víkurferða, og legast oft beggja megin, en að auki kaupa haga og vörzlu fyrir hestana. Svo er talað um hið ágæta kauptúnsstæði á Skipa- skaga, þar sem landslagið sé eitthvert fegursta kring um allan Faxaflóa. Höfnin á Lambhús- sundi er trygg og áreiðanleg, svo óhult virðist eftir sögn þeirra, sem þar eru kunnugastir, að liggja þar á hafskipum í hvaða átt sem er, hversu mikil stormur eða sjávargangur sem er fyrir utan sundið. Á staðnum sjálfum er talsvert vöru- magn, því á Akranesi mun mega telja eitt bezta fiskiver kring um allan flóann, á hverjum tíma árs sem er. Hér má og heita fjölmennt, þar sem í Garðasókn einungis mun vera um 700 manns, svo er talað um hið frjósama ræktanlega land, og um hve Borgarfirðinum og Mýramönnum næst Hvítá, sé auðvelt að sækja þangað verzl- un,“ og einmitt þetta er grundvallar ástæðan, eftir réttum verzlunarreglum, sem samkvæmt anda hinnar frjálsu verzlunar, hlýur að ráða því hvar kaupstaðirnir skulu setjast, ekki einasta hjá oss, heldur meðal allra upplýstra þjóða, því leggja menn járnbrautir, grafa skurði skip- genga, þar sem því verður við komið, með ærn- um kostnaði og fyrirhöfn, til þess að vöruaflinn geti streymt með sem mestum hraða á markað- inn, og þaðan aftur út um allan heim. Þá er látin í ljós undrun yfir því, hve þetta mál, svo sjálfsagt sem það sé, hafi átt örðugt uppdráttar, að oss virðist einna helzt þess vegna, að það væri „ísjárvert“ vegna Reykjavíkur, að fjölga kauptúnum kring um hana að svo stöddu, en þetta þykir þeim fráleitar ástæður og fara um það nokkrum orðum. Að lokum segir svo: Annars virðist oss í slíku máli og hér ræðir um, að hagnaður margra lands- manna, ætti þó að setja í fyrirrúmi fyrir mjög óverulegum ábata fárra fastakaupmanna í Reykjavík ef hann annars getur átt sér stað, sem er gagnstætt voru áliti. Á Alþingi var kosin þriggja manna nefnd í FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.