Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 6
Horft yfir Akranes til Akrafjalls. málið og í hana voru kjörnir, Arnljótur Ólafs- son, þingm. Borgfirðinga, Benedikt Sveinsson, konungkjörinn varaþingmaður, og Halldór Frið- riksson, þingm. Reykjavíkur. Meirihluti nefnd- arinnar, þeir Arnljótur og Benedikt, gefa út langt og ítarlegt álit um málið, þar er m. a. rak- in í stórum dráttum þróunarsaga verzlunarinn- ar allt frá 17. öld, og bent á hina hægfara breyt- ingu til batnaðar. í þessu áliti meirihlutans kemur ennfremur fram, að nú séu kaupstaðir í öllum sýslum lands- ins nema þremur, Rangarvallasýslu, en þar er engin höfn til, Dalasýslu, sem er mjög lítil, og þaðan er stutt og greið leið til Stykkishólms, og 1 Borgarfjarðarsýslu, þótt þaðan sé langur og næsta erfiður landvegur til Reykjavíkur, og eins þótt sjóveg sé farið, en ofan á þann kostnað all- an, sem því er samfara, bætist nú oftlega stór skaði, er menn fá hrakninga á leiðinni, og sjór gengur á bátinn, svo öll matvara, kaffi, sykur, salt, o. s. frv. skemmist mjög eður ónýtist. Þetta nefndarálit er allt, all ítarlegt, og í því eru færð fram mörg rök fyrir nauðsyn málsins og í lok þess mælir svo meirihlutinn eindregið með því, að konungi verði send svofelld bænar- skrá: 1. að hans hátign allra mildilegast vildi lög- gilda kauptún við Lambhússund á Skipa- skaga í Borgarfjarðarsýslu, og til vara: 2. Að öllum búsettum fasakaupmönnum á íslandi sé leyft að reisa sölubúð og verzl- un við Lambhússund á Skipaskaga í Borg- arfjarðarsýslu, með þeim rétti og skilmál- um er segir í opnu bréfi 28. febr. 1836. Halldór Kr. Friðriksson, sem skipaði minni- hlutann, gerði hins vegar svofellda grein fyrir afstöðu sinni til málsins: „Ég get með engu móti verið samnefndarmönnum mínum samdóma í skoðun sinni á þessu máli, enda finnst mér ljóst, að ástæður þeirra eru næsta veikar, þegar þær eru rétt og hlutdrægnislaust skoðaðar, og málið er auk þess af þeim skoðað á eina leið, en alls ekki á það litið, hvort verzluninni yfir höfuð, muni til eflingar verða. Það er óþarft fyrir mig, að fara mörgum orð- um um þetta mál, enda býst ég eigi við, að geta talið þinginu hughvarf, ef það á annað borð hef- ur það hugfast, að setja kauptún á hverja vík 6 FKJÁLS VEliZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.