Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 1

Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 1
FRJÁLS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzlun Utgáfufélag h/f Iiitstjóri: Iiuukur Hauksson Ritnejnd: Birgir Kjarun, formaður Gunnar Magnússon Þorvarður J. Júliusson í ÞESSU HEFTI: Verzlun og fjórfesting * HÖRÐUR SIGURGESTSSON: Fyrirgreiðsla og móttaka erlendra ferðamanna ★ Iceland Review — merkilegt brautryðjendastarf ★ MATTHÍAS IOHANNESSEN: Mynd í hiarta mínu ★ Höfðingleg gjöf til Verzlunarráðs ★ Páll Stefánsson frá Þverá — sérkennilegur dugnaðarmaður ★ Dr. IÓN GÍSLASON: Verzlunarskólinn sextugur ★ Þjóðaráætlun Wilsons ★ Kápumynd: Þessa fallegu mynd tók Ólafur K. Magnússon af Nikulásargjá á Þingvöllum. Stjóm útgáfufélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Sigurliði Kristjánsson Þorvarður Alfonsson Þorvarður J. Júlíusson Pósthólf 1193 Víkingsprent hf. Prentmót hf. FRJÁLS VERZL UN 24. ÁRGANGUR — 4.-5. HEFTI — 1965 Verzlun og fjárfesting Það er alkunna, að flest fyrirtæki þarfnast fjármagns til fjárfestingar og rekstrar. Fjárfesting á sér oftast stað við stofnun fyrirtækja og síðar við stækkun þeirra og endurbætur. A þetta við um hvers konar atvinnufyrirtœki, hvort lieldur þau eru stór eða smá. Nokkuð getur þó hlutfallið milli fjár- magnsþarfa til fjárfestingar og rekstrarfjár verið mism.unandi eftir atvinnugreinum og raunar líka stœrð fyrirtækja. Að svo miklu leyti sem ekki er um eigið fé atvinnurekenda að ræða, eru það lánastofnanimar, bankamir, sem reyna að leysa úr fjárþörfinni. Gengur það auðvitað oft misjafnlega, og margur telur sig þar ekki fá öllum þörfum fullnægt.. Mun svo lengst af verða. A síðari árum hafa bankar og löggjafarvaldið reynt að sjá betur fyrir fjárfestingarlánum til hinna ýmsu atvinnuvega en áður var. Hafa m. a. verið stofnaðir ýmsir sjóðir sem veita fjárfestingarlán til sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, til viðbótar almennri fyrirgreiðslu bankanna. Má þar nefna m. a. Fiskveiðasjóð, Byggingar- og landnámssjóð, Iðnlánasjóð, Hús- næðismálasjóð (sem svo mætti kalla) o. fl. Sumir þessara sjóða hafa mjög verið efldir á síðari árum, svo að jafnvel hefur heyrzt, að í ýmsum greinum kunni nú að vera fullt eins mikill skortur á rekstrarlánum og á fjárfestingarfé. Ein er sii atvinnugrein, sem átt hefur við noklcra örðug- leika að stríða einkum varðandi fjárfestingarlán, enda ekki get.að sótt eftir þeim í ákveðna sjóði. Það er verzlunin. Auð- vitað hafa bankarnir veitt. þar noklcra fyrirgreiðslu, sem verzlunin vafálaust metur, en þörf þykir þó úrbóta. Hefur máli þessu verið hreyft á aðalfundum Verzlunarbankans og einhver úrrœði þar ráðgerð eftir því, sem bolmagn verður fyrir hendi. Er vonandi, að það megi takast. Þá væri og æski- legt, að þegar bankamál verða næst almennt til endurskoð- unar og skipan fjárfestingarmála þá væntanlega ofarlega á baugi, verði fjárfestingarmálum verzlunarinnar gefinn verð- ugur gaumur og reynt að koma þeim. í fastara form og leysa þau á varanlegri veg en fram til þessa hefur verið gert.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.