Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 2

Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 2
Hörður Sigurgestsson, viðsldptafræðingur: Fyrirgreiðsla og móttaka erlendra ferðamanna Ein er sú atvinnugrein, sem haft hefur sívaxandi þýðingu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar beggja vegna Atlantsála, og reyndar teygt arma sína víðar. Er hér um að ræða móttöku og fyrirgreiðslu ferða- manna, sér í lagi erlendra ferðamanna. Verður í þessu yfirliti drepið á nokkra þætti, sem að þessu lúta, og haft í huga Norður-Atlantshafssvæðið, og einkum þýðing erlendra ferðamanna fyrir tsland. Ástæðurnar fyrir auknum ferðalögum fólks eru margar og samtvinnaðar. Itefur hugur mannsins löngum staðið til að kanna ókunna stigu og bregða sér í gervi ævintýramannsins og könnuðarins, en ýmislegt orðið til hindrunar. Ymsum þeim stærstu hefur hins vegar verið rutt úr vegi á síðustu ára- tugum. Þýðingarmestur þáttur þar í er hin aukna velmegun í formi aukinna tekna og aukins frítíma. Það hefur leitt af sér það, sem nefnt hefur verið „demokratisering í ferðamálum“, þar sem það er ekki lengur aðeins á færi hinna fáu hamingjusömu að gera víðreist heldur líka alls fjöldans. Gífur- legar framfarir í samgöngumálum, einkum á sviði flugsins, skipta hér miklu máli, gera ferðalög ódýr- ari og færa löndin saman. Alþjóðahyggja á hér hlut að máli með vaxandi áhuga á öðrum löndum en heimalandi, og má það að nokkru rekja til orsaka og afleiðinga styrjaldarinnar. Samhliða þessu hefur verið ríkjandi frjálslyndari stefna í viðskipta- og gjaldeyrismálum. llíkisvaldið í mörgum löndum hefur stutt þessa þróun m. a. með því, að afnema hömlur á gjaldeyri til ferðalaga, með afnámi vega- bréfaáritana, og með einfaldari reglum um vega- brófa- og tollskoðun, sem í raun fellur víða niður. Einnig er þessi þróun studd með efnahagslegri að- stoð m. a. með lánum til að byggja upp aðstöðu til að veita ferðamönnum þjónustu og öflugri auglýs- ingastarfsemi. Hverjir eru erlendir ferðamenn? Þegar hér er rætt um ferðamenn er átt við erlenda ferðamenn. Rétt er að benda á það, samt sem áður, að innlendir ferðamenn hafa víða verulega efna- hagslega þýðingu. Þýðing hinna erlendu ferða- manna er hins vegar meiri, ef litið er á efnahagslega starfsemi landanna, því líta má á þessa atvinnu- grein, sem meið af útflutningi, þar sem í stað þess að flytja framleiðsluna út, kemur neytandinn og neytir hennar þar sem hún er framleidd. Eru af þessu ýmsir augljósir kostir, og stuðlar að aukinni atvinnustarfsemi. En hvað er erlendur ferðamaður? í munni almennings mun það hugtak nokkuð á reiki. En til að taka af allan vafa, hafa þeir, sem saman vinna að þessum málum komið sér niður á skilgreiningu á hugtakinu. Var hún fundin af nefnd tölfræðinga, er vann á vegum Þjóðabanda- lagsins árið 1937 og hljóðar svo: Erlendur ferðamaður er sá, sem kemur í heim- sókn til lands, annars en þess er hann venjulega hefur aðsetur í og dvelur þar einn sólarhring eða Icngur. Eftirtalda aðila skal telja ferðamenn: Þá, sem ferðast í sumarleyfi, ferðast af fjölskylduástæð- um eða af heilbrigðisástæðum. Þá, sem ferðast til að taka þátt í fundum eða gegna erindrekstri (t. d. vísindalegum, stjórnunarlegum, diplomatiskum, trú- arlegum, til þáttöku í íþróttum). Sá sem ferðast í viðskiptaerindum. Gesti, sem heimsækja land í skemmtiferðasiglingu, jafnvel þó dvölin sé skemmri en 24 stundir. Ekki skal telja erlenda ferðamenn: a) Þá sem koma til lands til að taka upp störf eða embætti eða eru í leit að slíku. b) Aðra þá, sem koma til búsetu í landi. c) Námsmenn af einhverju tagi. d) Þá, sem bua í landamærasvæðum og búa í öðru landi, en starfa í hinu. * FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.