Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 3

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 3
e) Ferðamenn, sem fara í gegnum land án dvalar jafnvel þó ferðin tekin langri tíma en 24 stundir. Þessi skilgreining er sú sem notuð er af Efna- liags- og framfarastofnun Evrópu, O.E.C.D., en hún safnar saman á hverju ári upplýsingum um ferða- mál í þeim löndum, sem eiga aðild að henni, og dreg- ur af þeim ályktanir um þá þróun, sem átt hefur sér stað, og metur framtíðarhorfurnar. Þó öll þátttöku- lönd hennar viðurkenni ofangreindar reglur, er samt ekki komiiít hjá því í raun, að víkja nokkuð frá þeim. Er framkvæmdin almennt þannig, að það, sem talið er, er ekki fjöldi ferðamanna heldur „komufjöldi" (,,arrivals“), „brottfarir“ („depart- ures“) eða „gistinætur“. Að þeim reglum, sem hér á landi gilda er vikið siðar. í því, sem hér fer á eftir er miðað við O.E.C.D. löndin eingöngu ásamt Júgóslavíu. Gildi ferðamannastraumsins í O.E.C.D. löndunum Ferðamannastraumnum frá stríðslokum má skipta í tvær bylgjur. Hin fyrri rís þegar eftir styrjöldina og felst í hinum mikla fjölda Banda- ríkjamanna sem heimsækir Evrópu. Þar voru þeir kærkomnir sem sigurvegarar og hjálparhellur í styrjöldinni, en ekki síður fyrir það að þeir komu með dýrmætan gjaldeyri, sem mikill skortur var á. Á sama tíma eru flestar Evrópuþjóðir lokaðar inni innan sinna eigin landamæra vegna gjaldeyris- skorts og lágra tekna. Hin síðari bylgjan rís um 1950, þegar Evrópubúarnir byrja sjálfir að eiga þátt í ferða ferðamannastraumnum ásamt Bandaríkja- mönnum. í heild sinni hefur ferðamannastraumur- inn síðan farið hraðvaxandi og er í dag þýðingar- mikil atvinnugrein í fjölmörgum löndum, sem lögð hefur verið mikil áhrezla á að efla. Þannig var skráður komufjöldi i áðurgreindum löndum árið 1950 12.657.000, árið 1957 34.837.000 og árið 1963 cr hann orðinn 54.675.000. Er aukning frá 1950— 1963 samtals 330%, en tímabilið 1957—1963 60%. Fyrri hluta þessa tímabils eða framtil 1956 voru verulegar sveiflur á ferðamannastraumnum frá ári til árs. Nam aukningin frá 10% til 16%. Voru þess- ar sveiflur raktar til ótryggs ástands í efnahags- og stjórnmálum. Þrátt fyrir það að þessir sveifluvaldar séu enn fyrir hendi, hefur vöxturinn í fjölda ferða- manna hin síðari ár hcldur lækkað, en verið mun jafnari eða 6—10%. Að sjálfsögðu hefur aukningin hjá einstökum löndum orðið mjög mismunandi. Sé miðað við tíma- bilið 1950—1959 eingöngu þá nær tífaldaðist fjöldi ferðamanna í Grikklandi, meir en fjórfaldaðist i Austurríki, Þýzkalandi, Portúgal og Tyrklandi, meir en þrefaldaðist í Hollandi og meir en tvöfaldaðist í Belgíu, Italíu, Sviss, Bretlandi og íslandi. Rétt er að minna á það, sem komið er fram áður, að þessar tölur eru grundvallaðar á „komufjölda“. Fjöldi ferðamanna er að sjálfsögðu ekki svo mikill því sami ferðamaðurinn kemur venjulegast til fleiri en eins lands á för sinni. Hins vegar er þetta mæli- kvarði, sem gerður er upp eins öll árin. Komufjöldi er einn mælikvarði á þýðingu ferða- mannastraumsins. Annar mælikvarði og sá, sem meira mun metinn af einstökum löndum mun hins vegar vera, hve mikinn gjaldeyri skilja ferðamenn- irnir eftir fyrir þá þjónustu, sem þeim er veitt. Arið 1950 nam sú upphæð í O.E.C.D. löndum jafngildi $: 800 millj. (upphæðin er áætluð og Spánn er ekki meðtalinn), árið 1959 er hún orðin $2.700 millj. og 1963 er hún orðin $: 6.900 milljónir. Sú upphæð, sem O.E.C.D. löndin notuðu í sama skyni árið 1963 nam $:6.100 milljónum. Var þannig hagstæður greiðslujöfnuður á þessu sviði fyrir áðurgreind lönd um $: 400 milljónir. Ef litið er á Evrópulöndin í O.E.C.D. eingöngu, en Bandaríkjunum, Kanada og Japan sleppt, verður myndin enn skýrari. Tekjur af ferðamönnum í þeim voru 1963 um $: 5.400 millj., samsvarandi útgjöld $: 3.900 milljónir, eða hag- stæður jöfnuður um $: 1500 milljónir, sem að lang- mestu leyti er til kominn vegna eyðslu Bandaríkja- manna. Hefur fjöldi þeirra vaxið jafnt og þétt, hann var 1950 302 þús., 1957 556 þús. og 1963 er hann orðinn 1.102 þús. Gleggsti mælikvarðinn til að meta gildi ferða- mannastraumsins fyrir þjóðarbúskapinn, er ef til vill sá, að meta tekjurnar af ferðamönnum sem hlutfall af greiðslujöfnuðinum fyrir vörur og þjón- ustu. Fyrir einstök lönd var hlutfallið mjög mis- munandi. Það var hæst á Spáni, rúmlega 30%, en milli 10 og 20% í Ansturríki, írlandi, Sviss, Ítalíu og Grikklandi. Erlendir ferðamenn á íslandi Eftir að hafa gert nokkra grein og almenna fyrir þýðingu og áhrifum ferðamannastraumsins um- hverfis okkur, er rétt að líta til íslands og kanna hver þróunin hefur orðið hér á landi. Til þess að gera ítarlega grein fyrir henni skortir verulega upp- lýsingar um ýmis þýðingarmikil atriði. Þýðingar- mestu gögnin, sem hægt er að afla í dag eru skýrsl- ur útlendingaeftirlitsins um farþega til og frá land- FR.TÁLS VEBZIUN 3

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.