Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 7

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 7
TAFLA III. Gjaldeyristekjur og útgjöld vegna jerðamanna Öll árin reiknað á því gegni sem gilt hefur eftir 4/8 1961 T E K J U R GJÖLD Samtals % af telcjum T ekjuhlid Samials Ár í millj. lcr. af vörum viðskiptaj. i millj. kr. og ]>jón í millj. kr. 1956 5,5 0,15 3968,3 94,2 1957 13,0 0,35 3659,2 104,3 1958 7,9 0,20 4056,5 103,3 1959 16,6 0,39 4109,3 120,7 1960 27,3 0,63 4282,9 122,7 1961 35,0 0,76 4598,6 118,3 1962 49,6 0,87 5611,5 151,8 1963 63,9 1,06 6137,2 233,0 19641) 95,0 1,40 7000,0 Taflan nær yfir tímabilið frá 1956—1963 og eru allar upphæðirnar reiknaðar á núverandi gengi. í upphafi tímabilsins voru tekjurnar 5,5 millj. ísl. krónur, en 1963 63,9 milljónir. Nokkrar sveiflur eru fyrri árin, sem má rekja til mismunandi hagstæðs kaupgengis bankanna. Síðan 1960 hefur verið sam- felldur vöxtur og skráðar gjaldeyristekjur hækkað úr 27,3 millj. í 63,9 millj. 1963 eða tekjurnar rúm- lega tvöfaldazt á fjórum árum. Ollu forvitnilegra er þó að bera saman hve tekjurnar af erlendum ferðamönnum er stór hluti af tekjum af vörum og þjónustu (viðskiptajöfnuður). Árið 1956 eru þær 0,15% 1959 eru þær 0,39% 1960 eru þær 0,63% 1962 eru þær 0,87% 1963 eru þær 1,06% og 1964 eru þær 1,40% Fullvíst má telja að þessar tölur séu sambærilegar fyrir síðustu fjögur árin. Má af þeim bezt sjá hina vaxandi þýðingu erlendra ferðamanna. Annar sam- anburður skal einnig gerður hér til hliðsjónar, en með nokkrum fyrirvara, er sýnir gjaldeyrisöflunina per ferðamann. Á r Tckjur í gjaldeyri Fjöldi ferðam. Tekjurámann 1957 13,0 millj. 9.279 1.400 kr. 1960 27,3 — 12.806 2.630 — 1961 35,0 — 13.516 2.880 — Tölur um gjaldeyristekjur 1964 eru áætlaðar. 1962 49,6 — 17.250 2.870 — 1963 69,9 — 17.575 3.600 — 1964 95,0 — 22.969 4.130 — Þó að áðurgreindar tölur um gjaldeyristekjurnar gefi ekki mynd af heildartekjunum má af þeim rekja þróunina. Tilraun hefur hins vegar verið gerð til að meta tekjurnar í heild. Var það gera síðast 1961 af Ferðaskrifstofu ríkisins. Það ár voru skráð- ar gjaldeyristckjur af ferðamönnum 35,0 millj. Nið- urstaða ferðaskrifstofunnar var hins vegar 114,5 millj. Nokkurn samanburð á þýðingu erlendra ferða- manna hér á landi og í öðrum löndum má fá með því að bera saman hlutfallið af gjaldeyristekjum fyrir vörur og þjónustu í einstökum löndum. Nýj- ustu upplýsingar um slíkt fyrir O.E.C.D löndin eru frá 1962. TAFLA IV. Telcjur af ferðamönnum, sem hundraðshluti af heildartekjum af vörum og þjónustu í O.E.C.D. löndum 1962. 1 Austurríki 19,0 11. Holland 3,2 2. Beneluxlöndin 2,7 12. Noregur 2,9 3. Kanada 6,7 13. Portúgal 4. Danmörk 6,0 14. Spánn 31,3 5. Frakkland 7,8 15. Svíþjóð 2,0 6. V.-Þýzkaland 3,3 16. Sviss 14,4 7. Grikkland 11,6 17. Tyrkland 1,5 8. ísland 0,8 18. Bretland 3,4 9. Irland 16,1 19. Bandaríkin 3,1 10. Ítalía 11,6 Verður ísland þar neðst á blaði með 0,8%, en næst kemur Tyrkland með 1,5% og síðan allar götur upp í 31,3% hjá Spánverjum. Myndi enn frekari aukning á atvinnu af ferðamönnum hér stuðla að fjölbreytni atvinnulífsins og veita með því frekara öryggi. Eru möguleikar á því að auka enn ferðamanna- strauminn? Hér að framan hefur verið gerð grcin fyrir þróun og stöðu ferðamála í nágrannalöndum okkar og sérstaklega vikið að ferðamálunum á íslandi og gerður á þeim samanburður. Er að því loknu rétt að rýna fram í tímann um stund og íhuga hverju horfir. Er í því sambandi gagnlegt að leggja fyrir sig þrjár spurningar. Þær hljóða svo: FRJÁLS VERZLTJN 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.