Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 11
Matthías Johannessen: Eins og vornótt vefji landið værðarmjúku dropakasti eða hvísli hljótt við grasið hafsins svala morgungola — eins og lítill lækur beri ljúfa þrá af fjöllum ofan, brosi hlýtt við bakka grænum bregði á leik við stein og klappir — eins og komi kul af jökli kyssi hrími varir landsins eða syngi sumarkvæði við svalan vanga dals og heiðar — eins og næði napur gustur við naktar hlíðar þröngra fjarða skilji eftir skaflaförin skammdegis á langri vöku — Mynd eins og bliki á heiðum himni r 1 hláturmildar stjörnur vorsins eða brosi sól í suðri sumarhvít á júnídegi — hjarta eins og fold úr hafi hefjist mínu hljóð og blá úr jökulmóðu yljuð geislum dags og drauma dularfull með svipinn bjarta — þannig vakir þú í mínu þögla hjarta. FRJÁLS VERZLT7N 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.