Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 13
sjóðnum samkvæmt því, er segir hér á eftir, en styrkveitingar skulu fara fram 18. maí það ár, sem styrkur er veittur í fyrsta sinn 18. maí 1969. Tilgangur sjóðsins skal vera að efla hag hinnar íslenzku verzlunarstéttar,vernda rétt hennar í hví- vetna, efla frjálsa verzlun í landinu og vinna gegn hvers konar verzlunarófrelsi, ríkiseinkasölu og sér- réttindum einstakra verzlunarfyrirtækja, sem njóta skattafrelsis eða annarra hlunninda um fram kaup- menn, þar á meðal samvinnufélaga og kaupfélaga, sem reka jöfnum höndum innflutning og útflutning eða vöruskiptaverzlun. Til þess að ná þessu markmiði, sem sjóðnum er samkvæmt framanskráðu ætlað, má Verzlunarráðið verja árlega allt að helmingi tekna sjóðsins gegn jöfnu framlagi frá hinni íslenzku verzlunarstétt. Af þessu fé má á ári hverju veita 1—2 ungum mönn- um úr verzlunarstéttinni styrk til framhaldsnáms í verzlunarfræði í enskum eða amerískum verzlun- arháskóla. Það er skilyrði fyrir styrkveitingunni, að styrkþegi hafi gengið í Verzlunarskóla íslands og útskrifazt þaðan með fyrstu einkunn. Ennfrem- ur verður hann að hafa starfað við eina af stærri verzlununum cða heildverzlunum hér á landi eða að minnsta kosti 1—2 ár, og hafi hann góð meðmæli fyrir reglusemi og áhuga fyrir starfinu og ætli sér og liafi skilyrði til þess að starfa hér á landi og í þarfir hinnar frjálsu íslenzku verzlunarstéttar á eigin á- byrgð eða hjá öðrum, en ekki í samvinnufélögum, sem hafa sameinaðan innflutning og útflutning eða njóta skattfrelsis eða annarra hlunninda umfram kaupmenn landsins. Gangi styrkþegi síðar í þjón- ustu einhvers slíks samvinnufélags eða einkasölu, skal hann skyldur að endurgreiða styrkinn og skuld- binda sig til þess um leið og styrkurinn er honum veittur. Sá helmingur árstekna sjóðsins, sem ekki verður notaður árlega samkvæmt þessari málsgrein, leggst við liöfuðstól hans. Verði eitthvert ár ekki helm- ingur árstekna sjóðsins notaður svo sem að framan er fyrirmælt, leggjast allar ónotaðar árstekjur við höfuðstólinn. Frá andláti arfleifanda þess, er lengur lifir, ber Verzlunarráðinu að sjá starfsmanni verzlunarinnar, Jóni Proppé og konu hans, fyrir lífvænlegri at- vinnu eða lífeyri meðan lifa, ef þau lifa arfleifendur bæði. Leggist Verzlunarráð íslands niður vegna póli- tískts ofbeldis og kúgunar eða af öðrum ástæðum svo sem þeim að öll verzlun í landinu verði einokun ríkis eða samvinnufélags með sérréttindum umfram kaupmenn, þannig að frjáls verzlun líði undir lok, skal framangreindur sjóður óskiptur falla undir um- ráð búnaðardeildar Háskólans eða Búnaðarháskóla íslands, verði hann stofnaður sem sérstök deild við Háskólann. Skal þá helming vaxta sjóðsins árlega varið til þess að styrkja efnilega kandidata frá téðri búnaðardeild eða búnaðarháskóla til fram- haldsnáms við erlendan búnaðarháskóla aðallega á Norðurlöndum, en þó ekki í Þýzkalandi. Háskóla- ráð veitir styrkinn eftir sömu reglum og að framan segir um verzlunarstyrkinn eftir því sem við getur átt, og er skylt að endurgreiða stvrk, sem veittur er samkvæmt þessari málsgrein, í sömu tilfellum og skylt er að endurgreiða verzlunarnámsstyrki. Það okkar hjóna, sem lengur lifir, má ekki með FRJÁLS VERZLUN 18

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.