Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.05.1965, Qupperneq 15
Páll Stefánsson — sérkennilegur dugnaðarmaður Spjallað við Björn Þorgrímsson og Egil Guttormsson Vegna hinnar stórhöfðinglegu dánargjafar Páls Stefánsson frá Þverá og konu hans, sera hér er að framan lýst, átti Frjáls verzlun stutt viðtöl við tvo menn, sem þekktu Pál heitinn vel, en hann var um margt maður sérkennilegur, og setti á sínum tíma svip sinn á Reykjavík. Mennirnir eru Björn Þorgrímsson, sem starfaði hjá Páli Stefánssyni í liðlega þrjá áratugi og var hans hægri hönd, og Egill Guttormsson, stórkaupmaður, sem var vel kunnugur Páli. 32 óra starf — Ég vann hjá Páli Stefánssyni í 32 ár, eða frá 3. september 1919 til ársins 1951, er Páll seldi fyrir- tæki sitt nokkrum mönnum, sagði Björn Þorgríms- son, er við hittum hann að máli á heimili hans að Grettisgötu 67. — Árið 1951 gerðist Kristján Karls- son, fyrrum bankastjóri íslandsbanka, verzlunar- stjóri við fyrirtækið og gegndi þeirri stöðu í eitt ár, en þá seldu hinir nýju eigendur fyrirtæ.kið aftur, og keypti þá Sigfús Bjarnason, forstjóri í Heklu, fyrirtækið að Hverfisgötu 103. Sigfús er einn bezti maður, sem ég hefi þekkt um dagana, framkvæmda- maður mikill og hamhleypa til allra verka. — Það var fyrir milligöngu Vilhjálms Knudsens, föður Ósvaldar Knudsen og móðurbróður míns, að ég fékk vinnu hjá Páli Stefánssyni, en Vilhjálmur var vel kunnugur Páli. Páll kom svo suður til Keflavíkur, þar sem ég var þá, til þess að líta á gripinn og ræða við mig. Talaðist svo um að ég hæfi hjá honum vinnu þá um haustið, og úr þessu varð hin langa dvöl mín hjá Páli Stefánssyni. — Ég var lengst af fulltrúi hjá Páli, en hann fór oft utan i verzlunarerindum og þurfti þá að hafa mann fyrir sig við fyrirtækið. Einn starfsmaður var fyrir hjá Páli, er ég hóf starf mitt hjá honum. Var það Sigurður Sigurz, og hafði hann byrjað að vinna hjá Páli nokkru áður en ég kom. Sigurður hætti störfum hjá Páli nokkru eftir að ég réðist til fyrirtækisins. — Árið 1920 réðist til Páls Bjarni Bjarnason, og vorum við Bjarni samstarfsmenn hjá Páli í rúm 30 ár. Bjarni er nú að verða áttræður, en ég á 80. aldursári. Ég hef verið blindur sl. 10 ár, en segja má að svo megi illu venjast að gott þyki. — Páll StefáiMson var ákaflega hreinn og beinn maður. Iíann sagði sínar skoðanir hreint út, var maður greindur og tryggur mjög. En hinsvegar gat hann verið harður í horn að taka, og þá sérstaklega í pólitík. Á því sviði var hann ákafamaður hinn mesti. — Honurn var mjög illa við Framsóknarmenn, og kom það oft fram í bréfum hans til kunningja norður í Þingeyjarsýslu, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Páll samdi bréfin en i minn hlut kom að vélrita þau. — Ég man að ég var nýkominn til Páls, er til hans kom maður, og imprað var á pólitík. Jós Páll þá úr skálum reiði sinnar yfir pólitíkinni, og það svo, að maðurinn spurði mig á eftir: „Er þessi mað- ur með öllum mjalla?“ Ég svaraði því til að það væri hann, nema hvað helzt gæti það varla talizt, er rætt væri um pólitík Páll varð oft mjög æstur í samræðum um pólitík, og kaupfélög og samvinnu- félög voru honum mikill þyrnir í augum. En hann var framúrskarandi hreinskilinn og sagði blátt áfram það sem hann taldi. — Þegar ég hóf störf hjá Páli var fyrirtæki hans til húsa í Lækjargötu 1, í svokölluðu Melsteðshúsi. Það var Iágt og gamalt timburhús, sem þekkti sögu bæjarins. Húsið sneri að Kolasundi og þar á bakvið hafði Páll bílaverkstæði. 15 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.