Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 16

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 16
Pál). Jón Pioppé, mágur hans, og Björn. — Myndin er tekin í Þjórsárdal á ierða- lagi 1935 — Síðar lét Páll rífa Melsteðshús, og byggði stórhýsi á þeirra tíma mælikvarða við Lækjartorg. Var það verzlun og tvær hæðir fyrir ofan, og voru skrifstofurnar þar til húsa. Páll seldi Útvegsbank- anum eignina árið 1935, að mig minnir, og keypti þá stóra lóð að Hverfisgötu 103. Þar byggði Iiann hús fyrir skrifstofur og varahlutaverzlun. — Páll var eins og margir vita fyrsti umboðs- maður Ford-verksmiðjanna á íslandi, en síðar hætti hann því umboði. Við seldum marga Fordbíla og varahluti til þeirra. — Páll gat oft verið hnyttinn, og fór oft sögum af tiltektum hans. Páli var þannig mjög í nöp við templara og stórstúkuna. Ég man í janúar 1924 kom ég utanúr bæ eftir að hafa verið í innheimtu, og rakst ég þá á mann með fregnmiða, sem Páll hafði látið prenta sérstaklega. Stúkan átti um þess- ar mundir stórafmæli, og voru mikil hátíðahöld um land allt, m. a. í Reykjavík. Fór þá skrúð- ganga um bæinn, og samtök voru um að kaup- menn lokuðu þennan dag. — Á þessum fregnmiða Páls voru ýmis vel valin orð um stúkuna og templara, og jafnframt yfir- lýsing um að hann myndi ekki loka verzlun sinni ie FRJÁL.8 VBRZLTJN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.