Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 19

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 19
stúdenta, sem brautskráðist frá skólanum vorið 1964. Var þess minnzt við hátíðlega brautskrán- ingu stúdenta hér þá, að viðstöddum ýmsum helztu forystumönnum þjóðarinnar og höfuðborgarinnar. Fyrstu árin, sem skólinn starfaði, var tala nem- enda löngum langt innan við eitt hundrað og stund- um jafnvel aðeins um 50. En upp úr 1926 fer að- sókn grcinilega vaxandi. Síðasta árið, sem skólinn starfaði á Vesturgötu 10, 1930—31, var tala nem- enda orðin 119. En eftir að skólinn flutti í hús sitt við Grundarstíg 24, fór nemendafjöldinn sívaxandi. Rak brátt að því, að skipta varð nemendum í ár- degis- og síðdegisdeildir. Hefur sú skipting Iialdizt fram á þennan dag. Skólastjórar Verzlunarskóla íslands hafa frá upp- hafi verið fjórir: Ólafur G. Eyjólfsson, 1905—1915, Jón Sívertsen, 1915—1931, Vilhjálmur Þ. Gíslason, 1931—1953, og síðan sá, sem þessar línur skrifar. Undirrritaður byrjaði að kenna við Verzlunarskóla íslands haustið 1935 og hefur því starfað óslitið við skólann í þrjátíu ár, fyrst sem stundakennari, síðan (frá 18. ágúst 1941) fastakennari, hinn fyrsti í sögu skólans, og loks sem skólastjóri, frá 9. febrúar 1953. Er því óhætt að fullyrða, að helmingur sextíu ára starfsferils skólans sé honum allvel kunnur. Allt til þess tíma, er skólinn flutti i núverandi húsnæði sitt að Grundarstíg 24, hafði hann löng- um verið á hrakhólum í ófullnægjandi leiguhúsnæði. Mega því kaup hússins og lóðarinnar teljast til hinna mestu heillaspora í sögu skólans. Mun eng- inn hafa átt drýgri þátt í þeirri framkvæmd en Garðar Gíslason, stórkaupmaður, sem og bæði fvrr og síðar lét sér rnjög annt um velferð skólans. Ráðning fastakennara hefur einnig átt ómetan- legan þátt í því að efla hag og gengi skólans síð- ustu áratugina. Fyrstu 36 árin var skólastjóri eini fastráðni starfsmaður skólans. Megnið af fræðslu- starfi skólans var því í höndum stundakennara. Mannaskipti voru afartíð, því að flestir litu á kennsluna sem algert aukastarf til bráðabirgða. Á þessum annmarka hefur nú verið ráðin mikil og góð bót. Eru fastakennarar skólans nú 16, að skóla- stjóra meðtöldum. Stundakcnnarar eru 15. Réttindi skólans til að brautskrá stúdenta hafa reynzt honum mikil lyftistöng. Nemendur og kenn- arar hafa viljað leggjast á eitt með að sýna það og sanna, að skólinn væri vandanum vaxinn. Tveir menn gcngu bezt fram í því að afla skólanum þessara réttinda, dr. Magnús Jónsson, þáverandi menntamálaráðherra, og Vilhjáímur Þ. Gíslason, þáverandi skólastjóri. Af því, sem unnið hefur verið skólanum til hags- bóta í tíð núverandi skólastjóra, skal þrennt talið, þó að hann vilji engan veginn þakka sér heiðurinn af því: Fjölgun fastakennara, endurnýjun gamla skólahússins frá kjallara til rishæðar og loks bygg- ing nýja skólahússins á lóðinni við Þingholtsstræti. Er óhætt að fullyrða, að ávallt hafi verið unnið af fremsta megni að velferð skólans, cftir því sem fjárhagur og aðrar aðstæður leyfðu hverju sinni. Ilafa skólanefndir og formenn þeirra, sem undir- ritaður hefur unnið með, átt mikið lof skilið fyrir gott og óeigingjarnt starf í skólans þágu. Fyrsti skólanefndarformaður, sem undirritaður starfaði með, var Egill Guttormsson, stórkaupmaður, sem þá var búinn að eiga sæti í skólanefnd mjög lengi. Átti skólinn þar jafnan hauk í horni, sem Egill var, og á enn. Við forystu af Agli Guttormssyni í skóla- nefndinni tók Hjörtur Jónsson, kaupmaður. Hafði liann mestan veg og vanda af endurnýjun gamla skólahússins og áti ríkan þátt í því, að fimmtugs- afmælis skólans var minnzt höfðinglega. Frá 1955, eða í sl. 10 ár, hefur Magnús J. Brynjólfsson, kaup- maður verið formaður skólanefndar. Hefur hann ásamt meðnefndarmönnum sínum einkum beitt sér fyrir byggingu nýja skólahússins. Annað velferðar- mál, sem lengi var búið að vinna að, hefur tekizt að leysa í formannstíð Magnúsar J. Brynjólfssonar, aðild kennara skólans að lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Hve mikilvægt þetta mál var, eigi aðeins fyrir viðkomandi starfsmenn, heldur fyrir sjálfan skólann, má bezt af því marka, að þá fyrst, er því var borgið, stóð Verzlunarskólinn jafnt að vígi opinberum skólum í samkeppni um hina hæf- ustu kennara. Þó hér sé fátt eitt talið af öllu því fjölmarga, sem unnið hefur verið skólanum til heilla og far- sældar á undanförnum árum, þá býst ég við, að allir sanngjarnir menn, sem bezt til þekkja, verði að viðurkenna, að hvorki skólanefndarmenn né aðr- ir, sem málefni skólans höfðu með höndum, hafi legið á liði sínu. Á kennsluefni hafa engar stórbreytingar orðið, síðan skólinn öðlaðist rétt til að brautskrá stúdenta. í stórnm dráttum er kennsluefnið ákveðið í reglu- gerð þeirri, er birt var 1942. Þarf auðvitað leyfi þings og stjórnar til róttækra breytinga á því. Lær- dómsdeild skólans heyrir eins og aðrir skólar, sem stúdcntsmenntun veita, undir menntamálaráðherra. FRJÁLS VERZLTJN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.