Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 21

Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 21
Af erlendum vettvangi; Þjóðaráætlun Wilsons — var hún dauðadaemd frá upphafi? Eftir 11 mánaða starf lagði brezka efnahags- málaráðuneytið fram um miðjan septembermánuð einhverja þá umfangsmestu Hvítu bók, sem nokkru sinni hefur út komið þar í landi, en í henni var að finna hina margumtöluðu Þjóðaráætlun Verka- mannaflokksstjórnar Wilsons. Áætlunin gerir ráð fyrir því á 500 blaðsíðum hversu brczka efnahags- kerfið skal starfa á næstu fimm árum, en að sjálf- sögðu ber liæst í áætluninni að nauðsyn sé á að Bretland geti greitt fyrir veru sína í hciminum. Kemur það ekki á óvart þótt sérstök áherzla sé á þetta lögð, þar eð vexti efnahagslífsins hefur mjög verið liamlað vegna vandræða, scm sprottið hafa af mjög óhagstæðum greiðslujöfnuði við útlönd. Aðalniðurstaða og áform þessarar miklu áætlunar er, að árið 1970 hafi vöxtur efnahagsins numið 25%, og ættu Bretar þá að hafa handa á milli 8.000 millj. sterlingspnnd til eyðslu, umfram það, sem er í dag. Ráðgert er, að greiðslujöfnuðurinn við útlönd vex-ði þá orðinn hagstæður um 250 millj. punda. Samkvæmt áætluninni á að ná þessum ár- angi-i með aukningu x'x útflutningi er nemi 5%% ái’lega. Hin aukna fi-amleiðsla, sem ráð er fyrir gert í þessum tölurn, á að koma til með aukinni fjár- festingu í iðnaðinum, en sú aukning er ráðgerð 7% árlega, og framleiðniaukning er i-áðgerð 3,4%. Þessi alhliða vöxtur, sem þjóðaráætlunin gerir ráð fyrir, er að ýmsra dórni mjög vafasamur. Bent er á, að vinnuafl í Bretlandi muni ekki aukast nógu hratt til þess að geta mætt kröfum áætlunarinnar, og talið er að 1970 muni landið skorta urn 400.000 menn í vinnu, til þess að geta uppfyllt þessar kröfur. Vera má, að þessa tölu megi lækka, ef það tekst að flytja vinnuafl frá héruðum, þar sem at- vinnuleysi er tiltölulega mikið, og nýta það annars staðar, eða jafnvel með því að nýta vinnuaflið á þessum stöðum með því að flytja þangað verkefni. En þetta byggist á árangursríkari meðhöndlun á málefnum einstakra héraða landsins, en hingað til hefur tekizt, og í hinni miklu áætlun er engar nýjar hugmyndir eða áætlanir um þetta að finna. Og það er raunar einmitt vegna skorts á nýjurn hugmyndum, að menn hafa orðið fyrir vonbrigðum með þjóðaráætlun Wilsons. Aðgei-ðir stjórnarinnar, eins og þær eru fyrirhug- aðar samkvæmt þessari Ilvítu bók, eru raunar ekki annað en framhald á aðgerðum, sem þegar hafa verið hafnar í einni eða annarri mvnd. í stað þess að segja hvaða ákveðnar breytingar eigi að gera eða hvernig auka skuli franxleiðni, talar áætlunin um „grund vallarbreytingar í viðhorfum“, sem nauð- syn sé á. En það stoðar lítt að gera áætlanir, ef menn hafa ckkert í höndum til að framkvæma þær. Það, sem Bretland hefur nú fengið, er síður áætlun um aðgerðir, heldur fremur yfii-Iýsing um lxvað æskilegt væri, og hvernig efnahagslífið ætti á hug- sjónalegan hátt að haga sér, ef levsa á vanda þann, sem steðjar að landinu. En það skortir þrátt fyrir þetta ekki á að ráðizt hafi verið á þessa áætlun, rétt eins og hún væri fullkomin. íhaldsmenn, sem ef til vill óttuðust að áætlunin myndi auka aftur vinsældir Verka- mannaflokksins, senx farið hafa dvínandi, kalla á- ætlunina pólitískt hei-bragð. En engu að síður er áætlunin gersneydd pólitískum skoðunum, og verð- ur því e. t. v. bezt lýst með fyrirsögn kommúnista- blaðsins Daily Worker, er hún var lögð fram: „Non-Socialist Non-Plan.“ í áætluninni sjálfri segir orði-étt að „þess verði gætt að eyðileggja ekki hinn flókna grundvöll mark- aðanna“, og afstaða hennar til þjóðnýtingar stál- iðnaðarins er vægast sagt óljós. Jo Grimmond, leið- FRJÁLS VER2LDR 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.