Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 23

Frjáls verslun - 01.01.1971, Side 23
FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1971 23 GREIIVAR OG VIDTÖL Jóhann: Formaður Sjálfstæðis- flokksins næstu árin? Geir: Varaiormaour og um leið formannsefni í næstu framtíð. Gunnar: Formaður þingrmKiiS- ins næsta kjörtímabil? Stjórnmálaflokkarnir Jóhann Hafstein formaður áfram Eftir Ásmund Einarsson Nú má telja fullvíst að Jó- hann Hafstein, forsætisráð- herra, verði kjörinn formaður Sjálfstæðis'flokksins á lands- fundi í vor. Líklegt er að Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, verði 'kjörinn varaformaður. Eins og kunnugt er hafa þess- ir tveir forystumenn Sjálfstæð- isflokksins komið til greina í formannssætið í Sjálfstæðis- flakknum ásamt dr. Gunnari Thoroddsen, fyrrv. hæstaréttar- dómara. Dr. Gunnar mun ekki sækjast eftir formannsembætt- inu í vor, og þaðan af síður varaformannsembættinu. En á- litið er að hann kunni að sækj- ast eftir embætti formanns þingflokks Sjálfstæðismanna. Það mál mun tæpast verða á dagskrá fyrr en eftir alþingis- kosningar í sumar. Ókunnugir munu eflaust draga þær ályktanir af þessum niðurstöðum að kjör Jóhanns Hafstein muni eingöngu byggj- ast á samningum hans við borg- arstjórann, hverjir sem þeir eru annars, ef þeir eru þá ein- hverjir. Þetta er aðeins rétt svo langt sem það nær. Kosn- ing Jó'hanns Hafstein verður rökrétt afleiðing af ríkjandi hugarfari í Sjálfstæðisflokkn- um og styrkleikahlutföllum milli þremenninganna. Það hefur alltaf verið ósk og von Sjálfstæðisflo'kksins að sem víðtækust samstaða gæti náðst við formannskjörið í vor. Það er ekki aðeins eðlilegt að foringjavandamál í flokki eins og Sjálfstæðisflokknum leysist með víðtæku samkomulagi. Kosningarnar, sem framundan eru gera það beinlínis knýj- andi að þessu sinni. Óbreyttir floikksmenn voru famir að kvíða því að þurfa að gera út um málið í hörðum kosning- um á landsfundi. Fyrirsjáan- legt var að þær mundu frem- ur vei'kja en styrkja flokkinn, eins og á stóð. Það var því beinlínis orðin skylda þeirra manna, sem til greina komu í formannsembættið, að reyna að ná a.m.k. þegjandi samkomu lagi. Jóhann Hafstein vill ein- dregið halda áfram for- mennsku, og allt bendir til að Geir Hallgrímsson hafi ekki hag af styrjöld við hann. Viss samstaða Geirs Hall- grímssonar og Jóhanns Haf- stein var orðin til löngu áður en óbreyttir flokksmenn voru farnir að kvíða fyrir vorinu. Um forsendur þessar samstöðu er óþarfi að fjölyrða. En þrennt er óhjákvæmilegt að benda á. Jóhann Hafstein átti hefðbund- ið tilkall til formannsembættis- ins sem fyrrverandi varafor- maður, starfandi formaður og forsætisráðherra. Geir Hall- grímsson er hins vegar sterk-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.