Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1971, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.01.1971, Qupperneq 34
34 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 1 1371 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins ámmm Nýr eindagi: 1. febrúar 1971, vegna nýrra lánsumsókna. HtJSNÆÐISMÁLASTOFNUNIN VEKUR ATHYGLI HLUTAÐEIGANDI AÐILA Á NEÐANGREINDUM ATRIÐUM: I. EINSTAKLINGAR, er hyggjast hefja byggingu íbúða eða festa kaup á nýjum íbúðum (íbúðum í smíðum) á næsta ári, 1971, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á því ári, skulu senda láns- umsóknir sínar með tilgreindum veðstað og tilskild- um gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1971. II. FRAMKVÆMDAAÐILAR í BYGGINGARIÐNAÐ- INUM, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til íbúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1971, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður að berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1971, enda hafi þeir ekki áður sótt um slíkt lán til sömu íbúða. III. SVEITARFÉLÖG, FÉLAGASAMTÖK, EINSTAKL- INGAR OG FYRIRTÆKI, er hyggjast sækja um lán til byggingar leiguíbúða á næsta ári í kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipulagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1971. IV. Þeir, sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stonuninni, þurfa ekki að endurnýja þær. V. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1971, verða ekki teknar til meðferðar við veitingu lánsloforða á næsta ári, Reykjavík, 5. nóvember 1970. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 FYRIR FUNDI OG VEIZLUR Leigjum út sali fyrir fundi og veizlur í LINDARBÆ við Lindargötu. Uppl. ísíma 21971 kl. 14—16 daglega. Sportið var að ná í vöruna og hún seldist jafnóðum, sama hvað maður náði í. Þetta gamla að þurfa að mæla með vöru og sannfæra viðskiptavininn um að hann væri að _ kaupa það bezta var búið. Ég var oft býsna heppin með að næla mér í varning, sérstaklega í sam- bandi við Hjálmar Finnsson. Ég pantaði einu sinni hundrað hraðsaumavélar á einu bretti og það þótti býsna djarft gert. Svo kom gengisfelling stuttu síðar og þetta seldist eins og skot! PFAFF AFTUR 1951. FRJÁLS VIÐSKIPTI LOKS 1961. Það fer fyrst að færast svo- lítið líf í þetta þegar blessuð viðreisnarstjórnin kemur — þegar við förum að fá frjálsar hendur. Ég hafði áður stundum þrjú til fjögur hundruð pant- anir á hendi fyrir vélum, sem ekki var hægt að ná í. Á sama tíma verður bylting í gerð saumavéla tæknilega séð. Þú hefur aldrei orðið fyrir viðskiptalegu áfalli í stríðinu. Nei. Ég fékk allt með skil- um. Þegar stríðinu lauk var ég fyrsti erlendi umboðsmaður PFAFF, _ sem hafði samband við þá. Ég var á fex-ð 1946 til Sviss og fór þá í gegnum Þýzkaland. Þá náði ég sam- bandi við forstjóra Pfaff á landamærum Sviss og Þýzka- lands og við sátum þarna und- ir eftirliti svissnesku landa- mæravarðanna og þeirra frönsku, en Pfaff verksmiðj- urnar voru á franska hernáms- svæðinu í Þýzkalandi. Þá gátu þeir ekkert gert — Frakkarnir búnir að taka alla framleiðslu þeirra, og við náðum ekki eðli- legu viðskiptasambandi við verksmiðjurnar fyrr en árið 1951. Það kemur sem sagt engin Pfaff vél hingað frá árinu 1939 til 1951. Það er rétt. Á meðan verzl- aði ég með Singer, ítalskar vélar og jafnvel tékkneskar, en það gerði ég ekki nema einu sinni. Varstu umboðsmaður fyrir Singer á þessum tíma? MEÐ UMBOÐ FYRIR ÖLL LEIÐANDI FYRIRTÆKI MEÐ PRJÓNA- OG SAUMAVÉLAR FYRIR IÐNAÐINN. Nei, þeir veittu ekki um-

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.