Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 23
Eins og ég sagði í upphafi þessa máls þá bera oddvitar st.iórnarflokkanna þunga á- byrgð. Þeir héldu niðri öllum hreyfingum innan flokka sinna, reyndu ekki að vekia neitt nýtt og svo var komið að þeir voru búnir að leggja óbreytta flokks- menn niður. Sjálfstæðisflokkur- inn gat upp að vissu marki þol- að þetta, og þó ekki betur en svo að fylgi hans í landinu er í algjöru iágmarki. Smáflokkur eins og Alþýðuflokkurinn gat auðvitað ekki þolað svona vinnubrögð leiðtoganna. Sá ein- staklingurinn, sem beið mestan persónulegan ósigurinn í þess- um kosningum, er tvímælalaust Gylfi Þ. Gíslason. Það er raun- ar talandi dæmi um ástandið í Alþýðuflokknum og oflæfti ráðherrans að hann skuli ekki hafa boðizt til að segja af sér formennsku Alþýðuflokksins. Hinn rétti arftaki mundi vera Benedikt Gröndal, sem nú er sterkasti áróðu.rsmaður flokks- ins. G.ylfi Þ. Gíslason hefur siálfur fengið fleiri tækifæri en sennilega nokkur annar ráð- herra ríkisstjórnarinnar til að afla sjálfum sér fylgis og vin- sælda. Hann hefur verið meira í sviðsljósinu en þeir nokkrir til samans, hann stjórnar ráðu- neyti, sem dreifir peningum út um allt land, hann naut orðið verulegra valda í hinni marg- frægu samvinnu við Bjarna Benediktsson, og ekkert dugir. Þegar á reynir er ekkert á bak við Gylfa, algjört tóm, fram- hliðin eins og hún er. Ég hélt lengi vel að bað væri meira spunnið í Gylfa Þ. Gíslason, en þetta, sem nú er komið í ljós og nánast öll þjóðin finnur á sér. Maðurinn er blekking. I framhaldi af þessu þykir mér rétt að benda á að ég er ekki trúaður á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði staðið sig bet- ur þótt Bjarna heitins Bene- diktssonar hefði notið við. Hann var af þeirri tegund stjórnvitringa, sem gera allt sjálfir, leggja alla^ menn í kringum sig niður. í riti sínu um hnignun Vesturlanda telur Osvald Spengler slíka menn til annars flokks stjórnvitringa og hann tekur Bismarck sem dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn þjáður af þessari þróun, ég leyfi mér að fullyrða að hann hafi verið að því kom- inn að ,,springa“, ekki klofna, heldur springa. Lengi vel virt- ist Biarni Benediktsson vera andví^ur því að leysa þann vanda, sem flokkur hans var kominn í og bar með stjórnin öll, en fullyrt er að hann hafi verið farinn að hallast að kosn- ingum fyrir lok kjörtímabilsins, sem lausn á vanda flokks og stjórnar, Arftaki hans, Jóhann Hafstein, brást að ýmsu leyti rétt við innanflokksástandinu, en bæði of seint og ekki af nægilegri festu. Sjálfstæðimenn trúðu því að ég hygg almennt ekki. að staða þeirra væri orðin slík sem hún fylgislega reyndist vera í kosn- ingunum. Samt átti hún að vera augljós ef menn aðeins vildu fylgjast með. En það þjónaði ákveðnum tilgangi valdamanna og þjóna þeirra að stinga höfðinu í sandinn og þeir gátu blekkt flokksmenn. Þar sem ég hafði árangurslaust varað við þeirri þróun, sem var að eiga sér stað í Reykja- vík, gerði ég vissum hópi þeirra sem vissulega bera stóra ábyrgð á niðurstöðunum í Reykjavík, það t.il háðungar nokkrum dög- um fyrir kcsningar, þegar ekki þýddi lengur að ræða málin, að reikna komandi fylgi Sjálf- stæðismanna í Reykjavík út fyrir þá á blaði. Það var eng- in hepnni að ég varð aðeins 34 atkvæðum frá hinni réttu tölu. Það er nóg að fylgjast með sínu fólki og hafa samband við það. Væntanlega verða úrslitin í alþingiskosningunum til þess að Sjálfstæðismenn taka að hugsa sitt mál vendilegar en þeir hafa gert hingað til. Þeir hafa möguleika til endurnýjun- ar, sem Framsóknarflokkurinn hefur ekki. Sjálfstæðisflokkur- inn er í eðli sínu frumkvöðull, Framsóknarflokkurinn vinnur úr hu.gmyndum annarra flokka. Hann verður bví alltaf skrefi á eftir flokkum eins og Sjálf- stæðiflokknum, Alþýðubanda- laginu og Alþýðuflokknum, sem hver um sig hafa auk alls annars nokkrar grunnmúraðar kennisetningar til að byggja starf sitt á. Ég gat þess að mér virtist Gylfi Þ. Gíslason hafa beðið mestan einstaklingsbundinn ó- sigur í þessum kosningum. Hannibal Valdimarsson vann á hinn bóginn stærstan persónu- sigurinn. Eftir á að hyggja virð- ist forsenda þessa mikla sigurs hafa verið sú ákvörðun hans að skipta um kjördæmi. Hann verður í einu vettfangi mest um- talaði stjórnmálamaður lands- ins og kemst á þá ferð, sem stundum fylgir velheppnuðum sprengiframboðum. Sprengi- framboð koma snöggt og óvænt, það er ferð á þeim, og sé eitt- hvert vit og úthald í slíkum framboðum eykst ferðin til síð- ustu stundar, hún stendur a.m.k. sjaldnast óbreytt. Fram- boð Hannibals á Vestfjörðum var ekki sprengiframboð, en það hafði mörg einkenni sprengiframboðs. Það var vit í framboðinu og miklir mögu- leikar. Það hefur Hannibal vit- að bezt sjálfur. Hannibal heldur nú á l.ykl- inum að næstu stjórn landsins. Hann getur einnig haft úrslita- áhrif á það hvort kosningar verða fljótlega eða ekki. Þegar þetta er ritað er ómögulegt að segja hvað Hannibal ætlast fyr- ir og verður engum getum að því leitt. enda hugsanlegt að þá verði fyrirætlanir hans kcmnar í ljós, þegar þessi skrif birtast. Aður en ég skilst við þessa þanka get ég ekki stillt mig um að víkja nokkrum orðum að þætti fjölmiðla í kosninga- baráttunni. Menn segja að kosningabaráttan hafi byrjað seint.Það er ekki nema að vissu marki rétt. Þjóðviljinn var til að m.ynda byrjaður mjög snemma og viða gætti kosninga- hugar í efni blaðanna löngu áður en sjálf rimman hófst. Sterkasti einstaklingurinn í baráttu blaðanna var tvimæla- laust Magnús Kjartansson. Hann hagnýtti sjálfum sér, blaði sínu og flokki vinstri þró- unina út í yztu æsar. Að sumu leyti hjálpar honum sú stað- reynd að borgarablöðin, einkum Vísir, eru smituð af þeirri vinstri hreyfingu, sem hefur verið í gangi síðustu árin, sömu- leiðis sjónvarpið og útvarpið, og kannske aðeins óhjákvæmi- lega og eðlilega, þótt vissulega ss það ekkert gleðiefni. Maður hefur horft með sívax- andi virðingu á Magnús Kjart- ansson gefa útslitnum flokki nýtt málefnalegt innihald og raunverulegt gildi á vinstri væng íslenzkra stjórnmála. Þess vegna rak mig í roga- stans, begar ég sá hann æða yfir strikið í máli dr. Braga Jósefssonar, máli, sem alltof fá- ir hafa séð réttum augum. Það var a.m.k. mál, sem varð þess valdandi, að ég tók að draga í Framh. á síðu 36. FV 7 1971 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.