Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 37
Telex: Einfcdt, handhœgt — og ódýrt; ómetanleg tcekni. einhverja vöru, sem þú vilt selja. Þú fréttir af einhverju fyrirtæki úti í heimi, sem vant- ar þessa vöru, jafnvel fyrir- tæki, sem þú hefur ekki átt nein viðskipti við. Þú getur á augabragði náð telex sambandi við það og boðið því vöruna. Eða ef þú þarft að panta eitt- hvað. Þú ert alltaf í beinu sam- bandi við það fyrirtæki, sem þú skiptir við. KOSTNAÐARHLIÐIN Póstur og sími hefur einka- leyfi á telex og leigir það fyr- irtækjum og sér um þjónustu. Aðalsteinn Norberg ritsíma- stjóri gaf okkur upplýsingar um kostnaðarhliðina. Stofngjaldi má halda niðri í 32.500 krónum. Það er fyrir hverja venjulega fjarritvél, tengigjald við telexstöð og bæjarlínu. Flestir taka þó inn- byggðan endurgata og inn- byggðan sendi með, og stofn- gjald er kr. 3.700 og 2.500 fyr- ir þá. Þarmeð erum við komn- ir upp i 38.700 krónur. Árs- fjórðungslegt afnotagjald er svo rétt rúmar 12000 krónur með línuleigunni. Ef við förum út í notkunar- kostnað eru tölurnar þó tölu- vert skemmtilegri fyrir þann, sem hefur tækið. Við getum t. d. gert samanburð á kostn- aði við símtöl og telex skeyti. í símtali við Danmörku kostar mínútan kr. 133 og lágmarks- viðtalsbil er þrjár mínútur, þannig að lágmarkskostnaður við símtalið er 399 krónur. Ef svo kvaðning bætist við, þ. e. ef beðið er um ákveðinn mann, bætist ein mínúta við og þá er kostnaðurinn orðinn 532 krón- ur. Þegar telex er notað þarf hins vegar ekki að greiða nema fyrir þann tíma, sem tækið er notað, hvort sem það er ein mínúta eða tíu. Og lágmarks- gjald er 29 krónur. Ef oft og mikið þarf að hafa samband við Danmörku, eða raunar hvaða annað land sem er, er augljóst hver sparnaðurinn er. Hvað eru margir telex not- endur á íslandi? Þeir eru eitthvað rúmlega eitt hundrað, og fjölgar stöð- ugt. Við höfum átt í dálitlum erfiðleikum með að fá tæki, eftirspurnin er mikil, en í árs- lok fáum við sendingu og þá fjölgar nokkuð. FERÐIZT ÓDÝRT FERÐIZT 1. FLOKKS MEÐ ÚTSÝN TIL ANNARRA LA NDA Þe'mi fjölgar stöövgt, sevi láta ÚTSÝN sjá um feröalagiö. REYNSLA OICKAR OG SAM- BÖND ER YÐAR HAGUR. Allir ferseölar og hótel á lægsta veröi. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN, Austurstræti 17 (Hús Silla & Valda) Simar: 20100/23510/21680 TRYGGING ONNUMST ALLSKONAR TRYGGINGAVIÐSKIPTI FV 7 1971 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.