Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 38

Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 38
STJÓRNMÁLAFLOKKAR — Framh. af síðu 21. efa karakter sonar K.iartans Olafssonar heitins. Það átti að drepa mann. Ekki er með öllu unnt að kenna Tímanum um ófarir Framsóknarflokksins. enda þótt blaðið skorti mýkt og frjóleik í áróðri sínum, einkum á út- síðum blaðsins, þegar áróður- inn var sem mestur. Vinstri menn flokksins brugðust hon- um að þessu sinni og aðallega til að fá betri höggstað á ríkis- stjórninni en einnig til að hefna harma sinna innan flokksins. Hvað sem þessum vangavelt- um líður þá er augljóst af úr- slitunum og hefur raunar alltaf verið vitað af þeim sem hafa viijað vita það, að kosningaúr- slit byggjast ekki nema að mjög takmörkuðu leyti á blaða- kosti stjórnmálaflokka. Þetta er reynzlan erlendis og hún á eftir að koma betur í ljós hér- lendis. Það er til dæmis ekkert samræmi milli fylgis kommún- ista og Framsóknarmanna og útbreiðslu málgagna þeirra. Þá er vandséð að blaðakostur Sam- taka frjálslyndra hafi skipt nokkru minnsta máli í kosn- ingabaráttunni. Frambjóðendur samtakanna unnu aðallega á framboðsfundum og persónuleg- um samböndum. Þá er einnig vandséð að sjónvarpið hafi haft úrslitaáhrif í þessari kosninga- baráttu. Einn maður vann þó stöðugt á í sjónvarpinu og ger- ir enn. Það er Jóhann Hafstein, sem varð öruggari og léttari eftir því sem nær dró kosning- um og kannske beztur eftir þær. Sú þróun til vinstri, sem kom í ljós í þessum kosningum, kann að vera varanleg og þó því aðeins að vinstri flokkarnir nái að mynda ríkisstjórn með skaplegum hætti og hafi úthald til að vinna saman langleiðina út eitt kjörtímabil. Vinstri menn hafa nú fengið langþráð tækifæri og það ber vott um hreina flónsku, ef flokkum þeirra tekst ekki að koma sam- an stjórn. Auðvitað er ekki víst að Hannibal Valdimarsson sjái sér hag í myndun slíkrar stjórn- ar. En fari svo að slík stjórnar- myndun takist ekki virðist alv- eg eðlilegt að efnt verði til nýrra kosninga, fremur en að forsetinn beiti sér fyrir mynd- un minnihlutastjórnar eða ut- anþingsstjórnar. Það getur alls ekki verið eðlilegt hlutverk né hagur Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir myndun nýrrar stjórnar án undangenginna kosninga. FATNAÐUR — Framh. af síðu 33. grein fyrir því hve barna liggur mikil vinna að baki. En burt séð frá mínum málum, þá teldi ég langeðlilegast að í framtíð- inni settu hönnuðir ekki upp hátt verð þegar þeir skiluðu verki sínu heldur fengju þeir ákveðnar prósentur af seldri vöru. Yrði bað til þess að hönn- uðurinn legði meira áherzlu á að skapa fallega og seljanlega vöru og framleiðandinn fengi meira fyrir snúð sinn. Ef þessu fyrirkomuiagi yrði komið á hlytu framleiðendurnir að not- færa sér þjónustu hönnuðanna, þar sem þeir fengju auðseldari vöru en ella. og bar með traust- ari grundvöll í fataiðnaðinum. FV: Þar sem Fanný hefur fengizt mjög mikið við föt spurðum við hana að lokum hvaða álit hún hefði á tízkunni í dag og klæðaburði ungra stúlkna hér. FJ: Mér finnst tízkan í dag djörf og mjög skemmtileg. Stúlkurnar geta klætt sig í kjól af ömmu sinni og verið klæddar samkvæmt tízkunni, þær geta verið í stuttbuxum, pokabuxum, síðbuxum, hnébux- um og sem sagt öllu sem nöfn- um tjáir að nefna cg verið samt sem áður í fullu samræmi við tízkuna. Hvað klæðnaði ís- lenzkra kvenna viðkemur, hef ég það helzt að segja að mér finnst þær yngri ekki hugsa nógu mikið um það að klæða sig í samstæð föt. Þær kaupa blússu, sem þeim þykir falleg, jafnvel bó þær eigi ekkert sem fer vel við hana. Þetta er lýtir á klæðnaði þessa aldursstigs, sem minna verður vart við hjá þeim eldri. 30 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.