Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Side 40

Frjáls verslun - 01.07.1971, Side 40
Ferodo: Með gamla og nýja laginu. Nú gengur allt viðstöðulaust. Hagræðing Hóptækni, það hafa lært af sem kapítalistar kommúnistum ! IVIargfaldar afköst og fjármagnsnýtingu við meiriháttar framleiðslu Hóptækni er bein þýðing úr rússnesku, og hún er nokkuð sem kommúnistar geta kennt kapitalistikum framleiðendum. Henni er ætlað að gera tvennt: 1) Að skera niður þær gríð- arlegu þirgðir (og það fjár- magn) sem þundið er hverju sinni í hinu dæmigerða fram- leiðsluþjóðfélagi. (Hlutfallstöl- urnar í þessu efni hafa verið sérstaklega óhagstæðar í Sovét- ríkjunum, og rússneskir skipu- leggjarar hafa lengi glímt við að bæta það ástand). 2) Að stytta tímann frá því pöntun er gerð og þar til hún er afgreidd, eða með öðrum orð- um að stytta afgreiðslutíma. Bretland stendur illa í báð- um tilfellum, og birgðastjórn- un þar er t.d. mikið lélegri en í Þýzkalandi og Japan. Árið 1969 voru birgðaverðmæti brezkra framleiðenda hvorki meira né minna en 7.295 millj- ónir sterlingspunda, rúmlega hehningur bess hluta sem fram- leiðendur áttu af heildarfram- leiðslu þjóðarinnar. 2.713 milljónir punda voru svo bundnar í verkefnum sem verið var að vinna í augnablik- inu. Langur og oft ótryggur afgreiðslutími gerði svo að verkum að vélahlutar og ýmsar fullunnar vörur voru keyptar erlendis frá, þótt þær væru framleiddar í Bretlandi fyrir sama verð. Fjöldaframleiðsla er sú grein sem á hvað mest við þessi vandamál að stríða. Þegar fram- leiðslumagnið er lítið, fara efn- ið og hálfgerðir hlutir ótrúleg- ar vegalengdir milli ýmis kon- ar véla. Eilífð líður frá því byrjað er á hráefninu og þar til varan fer á markað. Vanda- málið margfaldast þegar fram- leiðandinn þarf að fást við markaðsbreytingar sem breyta um leið pöntunum til fyrirtæk- is hans. Þetta er vel þekkt úr bifreiðaiðnaðinum, þar sem al- gengt er að kaupæðið skiptist frá einni tegund yfir á aðra, mjöv skyndilega, en hað kallar á skjóta afgreiðslu hluta í þá bifreið. Svo einfalt? Grundvallarkenning hóp- tækni er ótrúlega einföld. Framleiðandinn gerir lista yfir alla fjöldaframleidda hluti, sem oft skipta þúsundum. Hann leit- ar svo að einhverju sem þeir eiga sameiginlegt, og skiptir beim niður í fjölskyldur (lang- irog gildir, stuttir og mjóir, eða öfugt). Fjölskyldurnar, eða hóp- arnir, fá svo nafnnúmer sem gefur til kynna hvers eðlis þeir eru. Þegar þetta er sagt í svona einföldu máli, virðist það jaín- vel of augljóst. Því þá að gefa því sérstakt nafn? Við höfum gert þetta í mörg ár, segja sum- ir. En reynzlan sýnir, hve víða er úrbóta þörf. Margir liðir stjórnunartækni eru í rauninni e.kki annað en heilbrigð skyn- semi. Reynzlan sýnir að bezta leiðin til að koma skynsamleg- um hugmyndum á framfæri við önnum kafna verzlunarmenn, er að safna beim saman í snotr- an pakka, og gefa honum s;:enn- andi nafn. En forstjórarnir verða að gera sér grein fyrir, að þetta er engin galdraformúla sem hægt er að láta framleiðslu- stjórann hafa, og hugsa svo ekki meira um það. Það verður að byrja efst og fara niðureít- ir, og allir verða að taka þátt í starfinu.. Sem dæmi um hagkvæmnina skulum við taka Rank Taylor Hobson fyrirtækið. Þar voru framleiddir tólf þúsund mis- munandi hlutir. Þeir voru tekn- ir og flokkaðir og gefin númer. Það kom í ljós, að í þessum fjölda voru 430 mjög einfaldir hlutir sem voru eins í laginu. Meðal þeirra voru 30 hlutir sem voru jafn langir og höfðu sama þvermál. Þeir voru hann- aðir hver í sínu lagi og til mis- mu.nandi þarfa, og enginn hafði 38 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.