Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 44
FRÁ RITSTJÓRIXI Er Búnaðarfélagið allsherjar frystihús? Undanfarna mánuði hefur FV rætt við ýmsa aðila, scm vinna landbúnaðarafurðir, eða vinna úr þeim mat og í'atnað, og nú síð- ast einn af forsvarsmönnum Landverndar. Á sama tíma hefur birzt í Morgunblaðinu grein eftir Gunnar Bjarnason, kennara á Hvanneyri, þar sem fjallað er um landbún- aðarmálin almennt á undanförnum áratug- um. öllum þessum heimildum bcr saman um, að í fjölmörgum meginatriðum sé þörf algerrar stefnubreytingar, eigi íslenzkur landbúnaður að geta komið til móts við kröfur nútímans um afurðaframleiðslu inn- an hæfilegra marka á hverju sviði. 1 naut- griparækt er kjötframleiðsla hornreka, ein- nngis lögð áherzla á mjólkurframleiðslu, sem er góð svo langt sem hún nær, cn dreif- ingarkerfið er hins vegar löngu úrelt einok- un. 1 sauðfjárrækt cr í rauninni láið reka á reiðanum með allt, a. m. k. fást engar af- urðir fullnægjandi að gæðum til þess að unnt sé að gcra þær samkeppnishæfar á eðli- legum grundvelli. Um aðrar búgreinar má rekja svipuð dæmi, og ýmsar búgreinar, sem til skamms tíma hafa verið kallaðar auka- búgreinar, er nánast svo til ekkert að segja. Málin eru rædd, en þar við situr. Ekki stafar þetta ástand af leleysi, því enginn atvinnuvegur nýtur þvílíkrar velvild- ar stjórnvalda á hverjum tíma og landbún- aðurinn. Það eru mörg hundruð milljóna, sem renna á liverju ári til landbúnaðarins, t. d. um 25 milljónir lieint til Búnaðarfélags Islands, sem er eins konar miðstjórn land- búnaðarins. Að vonum vill fólkið í landinu, sem greiðir rekstur ríkisins, vita af því, að þessum stóru upphæðum sé vel varið. En svo virðist tæpast vera, hvað Búnaðar- félagið snertir, því um það virðast allir þræðir liggja í landbúnaðarmálunum, og þau eru ekki betur á vegi stödd en raun ber vitni. Það kemur fram æ ofan í æ í við- tölum við þá, sem hnútum eru kunnugir, að Búnaðarfélagið virki eins og citt allsherjar frystihús, þróunin hafi verið frvst í stirðn- aðri íhaldssemi. Þetta kemur berlegast í ljós, þegar Islendingar eru komnir í nánari tengsl við aðrar þjóðir á sviði viðskipta. Við erum aftastir á merinni í framleiðslu landbúnaðar- afurða, og lielzt slembilukka, sem ræður því, að við getum þó selt dálítið af gærum og ullarfatnaði. Sé litið á landbúnaðarstefnuna í heild, eins og hún hefur birzt i framkvæmd um ára- bil, hefur margt verið vel gert. En fram- leiðslustefnan situr á hakanum, sá þáttur, scm Búnaðarfélagið hefur haft nær einhliða undir sínum liandarjaðri. Og sjálf fram- leiðslan er vitanlega lokatakmark landbún- aðarins, þar kemur í ljós árangurinn og ábatinn, ef einhver er. En hvar cr hann svo, eða cr hann enginn? Það cr engum vafa undirorpið, að talca þarf landbúnaðarmálin nýjum tökum. Bænd- ur þurfa á ný að eignast sína stofnun, þeir eiga nú ekki annað cn máttvana Stéttarsam- band, sem Búnaðarfélagið situr á. Sú stofn- un bænda þarf að endurmeta stiiðu og mark mið landbúnaðarins og laga hann að mörk- uðum og kröfum neytenda, svo og nýj um möguleikum. Landbúnaðurinn á enn sín gullnu tækifæri til að spjara sig, en það verður ekki gert í frystiklefa fortíðarinnar. Sjálfstæð íslenzk framleiðsla Við munum herferðina gegn vantrú Is- lendinga á cigin framleiðslu. Hún bar að vissu marki mikinn árangur. Þó ckki meiri en svo, að þessi vantrú er enn fyrir hendi, og verður þess jafnvel vart hjá íslenzku verzlunarfólki, þegar spurt er um vörur, sem bæði eru til íslenzkar og erlendar. I sunnmi tilfellum er sú afstaða réttmæt, að mæla ekki með íslenzku framleiðslunni, hún er í einstaka tilfellum ennþá lakari en erlend. En ]iað scm c. t. v. veldur mestum vanda við kynningu íslenzkrar framlciðslu, er sú staðreynd, að sumt er í rauninni ekkert ís- lenzk nema að nafninu, og annað er ckki sett á markað með fullnægjandi kynningu, t. d. um efni, innihald eða mcðferð. Þarna virðast tiltölulega smávægileg vandamál vefjast fyrir framleiðendum hér á landi, at- riði, sem eru lítilsháttar liðir, en jafnframt mjög mikilvægir. Það má ])ví ætla, að enn þurfi áróðursherferð, nú til þess að reka endahnútinn á sjálfstraust framleiðendanna og traust þeirra á margvíslegum hjálpar- gögnum við frágang á markað og kynningu. Þcssi smáatriði gela ráðið úrslitum um sam- keppnishæfni og stöðu okkar Islendinga í harðandi samkcppni á eigin markaði, scm nú þcgar er orðinn stærri en Island eitt og verður innan tíðar markaður hundraða milljóna manna. 42 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.