Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 5
Vörusýningar og kaupstefnur
Alþjóðleg vörusyning -
Reykjavík 1971 verður
sfærsta sýning fil
þessa
Fjórðungur landsmanna sækir að jafnaði sýningar í Laugardalshöllinni -
Það er heim&mef!
25% LANDSMANNA SÆKJA
SÝNINGARNAR í LAUGAR-
DALSHÖLLINNI
Alþjóðlega vörusýningin —
Reykjavík 1971 er fyrsta al-
þjóðlega vörusýningin hér á
landi og jafnframt stærsta
vörusýning, sem efnt hefur
verið til á landinu. Áætlað er,
að sýninguna heimsæki milli
40 og 60 þúsund gestir. Þetta
er jafnframt að sjálfsögðu
langstærsta verkefni fyrirtæk-
isins Kaupstefnan — Reykja-
vík h.f., sem gengst fyrir sýn-
ingunni.
Um heim allan taka sífellt
fleiri fyrirtæki þátt í vöru-
sýningum, enda er gildi þeirra
sem vettvangur kynningar og
viðskipta í vaxandi mæli viður-
kennt. Vörusýningar stuðla að
aukinni sölu, bættri vöru og
hvetja til nýjunga i framleiðslu
og kynningu.
íslendingar hafa alla tíð
sýnt mikinn áhuga á vörusýn-
ingum, og aðsókn verið meiri
en annars staðar gerist. Af
fyrri sýningum á landbúnaðar-
sýningin metið, en hana munu
hafa sótt um 70 þúsund manns.
Um 53 þúsund sáu síðustu stór-
sýninguna, sem haldin var í
Laugardalshöllinni, en það var
vörusýningin „Heimilið — Ver-
öld innan veggja“, sem Kaup-
stefnan — Reykjavík h.f.
gekkst fyrir í fyrra. Talið er,
að aðsókn að þeim sýningum,
sem efnt hefur verið til í Laug-
ardalshöllinni, nemi að meðal-
tali um 25% allra landsmanna
á hverja.
Vörusýningar nútímans eiga
rætur sínar í hinum fornu
„messum“, sem voru kaup-
stefnur, þar sem vörur voru
beinlínis keyptar og seldar.
Þeir, sem þangað komu án þess
að gera beinlínis kaup á staðn-
um, urðu að sjálísögðu fyrir
áhrifum af þeim vörum, sem
sýndar voru. Þróunin varð síð-
an smám saman í þá átt, að
auk þess, að vörusýningarnar
hafi mikið hlutverk sem vett-
vangur sölu og kaupa, þá hef-
ur auglýsingagildi þeirra vax-
ið langmest og mikilvægasta
hlutverk þeirra hefur orðið að
auglýsa og „skapa álit“ á vör-
um, sem þar eru sýndar. Vöru-
sýningar eru einhver bezti vett-
vangur fyrir hugsanlegan kaup-
anda til að kynna sér vörur
og bera saman verð og gæði.
Opinberar vörusýningar eru
beint frá gömlu „messunum"
runnar. Þær geta beinzt að
ákveðnu svæði eða landi eða
verið alþjóðlegar. Því stærri
sem vörusýning er, þeim mun
mikilvægara verður vörukynn-
ingarhlutverk hennar.
KAUPSTEFNAN — REYKJA-
VÍK H.F. BYGGIR Á 16 ÁRA
REYNSLU OG EYKUR NÚ
STARFSEMI SÍNA
Haukur Björnsson stórkaup-
maður stofnaði fyrirtækið
Kaupstefnan — Reykjavík ár-
ið 1955 og rak það einn fram
til ársins 1968, en þá var það
endurskipulagt, og Ragnar
Kjartansson framkv.stj. og
Gísli B. Björnsson auglýsinga-
teiknari gengu inn í það.
Kaupstefnan gekkst fyrir
vörusýningum árin 1955, 1957
og 1967. Þessar sýningar voru
byggðar upp með þátttöku
ríkja frá Austur-Evrópu og
tengdar nöfnum ríkjanna. A
þessu árabili voru haldnar
smærri sýningar, svo sem bóka-
sýning og sportvörusýning.
Eftir endurskipulagnmgrma
var hafinn undirbúningur stórr-
ar sýningar, „Heimilið — ver-
öld innan veggja“, sem haldin
var í maí-júní í fyrra. Sú sýn-
ing var sniðin eftir erlendum
fyrirmyndum og þótti gefa
góða raun. Milli tvö og þrjý
hundruð fyrirtæki tóku þátt í
sýningunni, og sýningardeildir
voru um áttatíu. Nú ræðst
Kaupstefnan h.f. í enn stór-
felldara verkefni og notfærir
sér reynslu og kunnáttu af
fyrri verkefnum.
Auk skipulagningar vöru-
sýninga hefur Kaupstefnan frá
upphafi haft umboð fyrir
vörusýninguna frægu í Leip-
zig, „Leipzigmessuna“, þar
sem tengjast viðskipti austurs
og vesturs. Kaupstefnan ann-
ast kynningu Leipzigsýningar-
innar hérlendis, aflar sýnenda,
og veitir þeim aðstoð, sem taka
vilja þátt í henni sem seljend-
ur eða kaupendur. Forráða-
menn fyrirtækisins stefna að
FV 8 1971 — FYLGIRIT
3