Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 24
Sýnendur Okkar vörur eiga erindi til allra Rætt viö Björn hjá Sportveri hf. Sportver hf. á nú þrjár herra- fataverzlanir í Reykjavík, Herrabúðina, Herrahúsið og Adam. Fyrirtækið hefur verið í hröðum vexti. og þar vinna um 40 manns í verksmiðju fyr- ir utan starfsfólk verzlananna. Björn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sportvers segir, að markmiðið sé, að íslenzk fataframleiðsla sé fyllilega samkeppnisfær við hina er- lendu í verði og gæðum. „Það er þýðingarlaust fyrir okkur að stunda iðnað, nema við náum þeim árangri, að við stöndum jafnfætis erlendu keppinautunum,“ segir Björn. „Við megum ekki byggja á vernd. Þetta hefur verið við- horf okkar í Sportveri, enda er enginn efi á, að framleiðslunni fer stórlega fram.“ FV: Þið hafið vakið athygli með auglýsingum ykkar. Kem- ur þessi kostnaður til skila? Hagur að hagræðingum. BG: Við leggjum gífurlega mikið í auglýsingar, og það hefur borgað sig. Við höfum einnig lagt út á þá braut að fá hingað erlenda hagræðingar- ráðunauta. Við hófum á síðast- liðnu ári samvinnu við stóru dönsku fataverksmiðjurnar G Falbe-Hansen. Við framleiðum meðal annars nú eftir sama stærðakerfi og þeir og notum sams konar efni og þeir. Af þessu höfum við haft mikinn hag í framþróun framleiðslu okkar. í framhaldi af þessu samstarfi hafa komið til okkar hagræðingarráðunautar frá Hygens í Osló, og eru þeir nú að vinna að því að bæta enn betur um, bæði hvað snertir gæði og afköst. Norskir hag- ræðingarráðunautar ihafa ver- ið hér meira og minna síðan í vor. Okkar nýja framleiðsla er afleiðing af því starfi. Þetta miðar allt að því, að við verð- um betur búnir undir að keppa við hugsanlega innflytjendur, þegar þátttakan í EFTA verður orðin fullkomin og tollar úr sögunni. FV: Hvaða kosti hafa vöru- sýningar fyrir okkur? BG: Það er nauðsynlegt að taka þátt í sýningum til að kynna framleiðsluvörurnar og í þessu tilviki sérstaklega til þesE a« allur almenningur geti Björn: „Markmiðið er, að íslenzk fata- framleiðsla sé samkeppnis- fœr.” gert sér grein fyrir því, hver sé raunveruleg staða íslenzks iðnaðar gagnvart því vörufram- boði, sem fná samkeppnislönd- unum. Mér finnst, að æskilegt sé, að sýningar séu sem almenn- astar, þar sem mikill fjöldi kemur. Okkar vörur eiga erindi til flestra eða allra borgaranna, og við höfum tiltölulega fáa stóra kaupendur, svo að okkar hagur er að sem almennastri þátttöku. Sportver hf. sýnir fatnað með hinu kunna CORONA-merki, alfatnað herra, staka jakka og buxur. Grétar Franklínsson verzlunarstjóri í Herrabúðinni sér um og veitir upplýsingar í sýningardeildinni. Sá óheppni — verður veikur daginn áður en sumarleyfið byjari — gleymir lyklinum að íbúð- inni, þegar vinkonan er með! — er kosinn af samstarfsmönn- unum lil þess að tala við for- stjórann um léleg vinnuskil- yrði! 22 FV 8 1971 — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.