Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 37
SVERRIR BERNHOFT H.F. heildverzlun, Garðastræti 13a Sýnir ensk teppi á sýningunni. T. HANNESSON & COMPANY h.f. Ármúla 7 Sýnir eftirtaldar vörur: Frá D. Anderson & Son Ltd.: Þakpappa, þakþéttiefni, niður- föll, loftrúður o. fl. ásamt módeli, sem sýnir fullkominn þakfrágang á pappaþaki. Frá Hannover Flooring GmbH, Wunstorf, Þýzkalandi: Vinyl-asbest gólfflísar, gólfdúk, plastrennur, nýia tegund vegg- klæðningar úr hörðu plasti (P.V.G.). Frá Hereford Tiles, Hereford, Englandi: Keramík veggflísar. Frá Twyfords Limited, Stoke-on-Trent, Englandi: Hreinlætistæki í fimm litum. Frá Carron, Falkirk, Skotlandi: Baðker. Frá Meynell Valves Ltd., Wolverhampton, Englandi: Sjálfvirk hitastillandi blöndun- artæki fyrir sturtur, böð o. fl. TEPPI H.F. Austurstræti 22 Sýnir íslenzk gólfteppi og ind- versk gólfteppi. TÍZKUVERZLUNIN FACO Laugavegi 37 Aðaláherzla er lögð á að sýna eigin framleiðslu fyrirtækisins, en eins og kunnugt er, þá rekur Faco saumastofu undir nafninu Fatagerð Ara og Co.. og á henni byggir fyrirtækið rekstur sinn. Það sem sýnt er er því föt, jakkar, stakar buxur, skyrtur o. fl. í fötunum er aðallega um tvö snið að ræða, hið fyrra er sígilt fallegt snið. sem klæðir alla, en hið síðara er meira sportsnið með stórum utaná- liggjandi vösum og spæl í bak, ætlað fyrir þá sem vilja ekki vera eins og allir aðrir. Það sama má raunar segja um stöku jakkana, nema ekki má gleyma hinum sívinsæla SAF- ARI jakka, sem enginn virðist fá leið á. Um liti er það að segja, að dökk- ir litir eru mjög áberandi í fötum og stökum buxum en jakkar aftur á móti munstraðir eða köflóttir. Af öðru sem Faco sýnir má nefna gallabuxurnar frá Levi’s og Live-Ins sem náð hafa mjög miklum vinsældum jafnt hjá hinum yngri sem eldri. Síðast en ekki sízt má nefna að Faco býður nú, í fyrsta sinn á Islandi, hin heimsfrægu jap- önsku hljómtæki ,,SANSUI“ sem verzlunin hefur nýverið fengið umboð fyrir. TOYOTA UMBOÐIÐ Höfðatúni 2 Sýnir myndir af nýjustu gerð- um Toyota bíla. sem eru: Cor- olla, Carina, Celica, Corona og flaggskipið Crown. Einnig eru sýndar jeppabifreiðir, sendi- og vörubifreiðir, sem eru af Dyna gerð og byrjað er að flytja til landsins. Celica verður til sýnis í Pop deildinni, sem er í hringtjald- inu. TREFJAPLAST Blöndósi Kynna útisundlaug úr trefja- plasti. TRÉSMIÐJAN LERKI Skeifunni 13 Eldhúsinnréttingar. VEGGFÓÐRARINN Umboðsmaður fyrir S.ANDERSON vinyl veggfóður. og KINGFISHER veggfóður frá Englandi. VÉLAVERKSTÆÐI BERN- HARÐS HANNESSONAR Suðurlandsbraut 12 Sýnir ýmis leiktæki svo sem rennibrautir, klifurboga, rólu- sett. vegasalt, snúningsstóla og ruggubáta. VÉLSMIÐJA HEIÐARS H.F. Auðbrekku 41, Kópavogi Sýnir burstavél, pækilker, fisk- kassa ásamt burstavél sem fyr- irtækið hefur smíðað sérstak- lega fyrir þvott á lestarborðum. Fyrirtækið smíðar alls konar tæki fyrir fiskverkun úr alum- mium og járni og sér einnig um viðgerðir og aluminiumsuðu (argonsuðu). Fyrirtækið sér- hæfir sig í tækjum fyrir salt- fiskverkun fyrir frystihús. VERKFÆRI & JÁRN- VÖRUR h.f. Smiðjuvegi 7, Kópavogi. Pósthólf 203, sími 43100 Sýnir á vörusýningunni: Einangrunargler frá íspan h.f. Sambyggða trésmíðavéi. Járn rennibekki. Rafmagnshandverkfæri. Draghnoð og tangir. Sandpappír og slípibelti. Skotnagla og byssur. VERZLANASAMBANDIÐ h.f. Skipholti 37 Kynnir þakefni og frágang flatra þaka. 1. ONDULINE eru báraðar as- falt þakplötur, 200x89 cm. Þær fást í rauðum og grænum lit, tvær gerðir, og fylgir þeim sér- stakur þaksaumur með plast- haus. — Helztu kostir eru þeir, að þær tærast ekki af seltu eða sóti, þær einangra gegn hita og kulda (leiðni aðeins 0,06). Þar sem málning er óþörf, verður viðhaldskostnaður hverfandi. Verð svipað og á þakjárni BG 24. 2. SWEPCO HEAVY DUTY, primer og sprungufyllir . er fljótandi asfaltblanda, gerð sér- staklega fyrir steinþök, pappa- þök og járnþök og þakrennur. Swepco hentar sérstaklega vel til að þétta lek þök. — Helztu kostir eru: Hægt er að bera efnið á raka fleti, því að Swepco hleypir raka í gegnum sig. Swepco er blandað efnum, sem halda því mjúku og sveigj- anlegu í kulda sem hita, enn- fremur asbest þráðum, sem margfalda togþol efnisins. 3. SWEPCO þakpappalímið „Adhesive 9“ er byltingar- kennd nýjung, er leysir heita asfaltið af hólmi við pappalögn á steyptum þökum og öðrum. Hentar einnig vel til að líma upp rakavörn og einangrun í frystiklefum. — Helztu kostir eru þeir, að límið storknar aldrei til fulls, og er það teygj- anlegt, að það fylgir þenslu og samdrætti pappans, án þess að tengsl rofni. Límið er notað kalt, eins og það kemur fyrir úr umbúðunum. Sparast við það mikil vinna og sérstakur útbúnaður til upphitunar á as- falti, sem notað hefur verið. 4. ALWITRA þakprofilar. Þak- pappi er mikið notaður sem efsta lag á þökin nú til dags. Það hefur alltaf verið nokkurt vandamál, hvernig ganga skuli frá jöðrum þaksins, hvort held- ur pappinn er látinn enda inn- an á útveggjum eða á ytri brún útveggja. Því veldur mismun- andi þensla pappa og stein- steypu. Steinsteypan hefur „hrist pappann“ af sér með tímanum. Með notkun Alwitra þakprofila leysast þessi þenslu- vandamál. Ennfremur er hægt með notkun Alwitra að leiða raka út, sem að öðrum kosti mundi safnast fyrir undir papp- anum og með tímanum sprengja hann upp af þakinu. FV 8 1971 — FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.