Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 21
Ef þér eií»ið í erfiðleikum með að koma frá yður eða dreifa uppljrsingum á sem tryggastan, skjót- astan og ódýrastan hátt, þá skoðið sýningardeild vora á Alþjóðlegu vörusýningunni og sannfærist um gildi „Addressograph“ áritunar- og viðskiptakortakerfa, „Multilith“ offset fjölritunar og „A-M“ alhliða afritunar. Vér veituin hjálp við miðlun upplýsinga. OTTO B. ARNAR HAMARSHÚSINU V/TRYGGVAGÖTU, REYKJAVÍK Lampar frá FOG & M0RUP LÝSANDI GÆÐAVARA Gjörið svo vel og lítið við og sjáið þessa úrvals vöru. RAFBÚÐ, Domus Medica Egilsgötu 3 — Sími 18022 flokkunarvél fyrir báta beri hæst. Rækjuflokkunarvélin ræður fram úr vanda við rækjuveiðar, sem skapast af því, að ekki er leyfilegt að veiða og nýta rækju undir vissri stærð. Smárækja kemur nú samt í trollið og ber þá sjó- mönnum að koma henni aftur fyrir borð og veltur þá á, að þetta sé framkvæmt eins fljótt og mögulegt er, svo að hún lifi. Þessi vél flýtir mikið fyrir að- greiningunni, svo að meirihluti smárækjunnar ætti að vera lif- andi, þegar hún kemur aftur í sjóinn. Stuðlar því vélin bæði að vinnuhagræðingu um borð og verndun rækjustofnsins. — Þessi vél er gerð á Vélaverk- stæði Sigurðar Kristinssonar á Hólmavík og er hún fyrir- ferðarlítil og hæfir því jafnvel minnstu rækjubátum. Við hefðum gjarnan viljað sýna fleiri vélar, en sýningar- plássið leyfir það ekki, og má þar nefna síldarflokkunarvél- ar, sem þó eru ekki nein nýj- ung, því Norðurstjarnan í Hafnarfirði hefur t. d. notað vél frá okkur á þriðja ár með mjög góðum árangri að þeirra mati. Síldarflokkunarvélarnar er einnig hægt að nota um borð í bátum. Þessi vél er einnig smíðuð af Vélaverkstæði Har- aldar Einarssonar. FV: Ég sé mikið af erlend- um tímaritum um fiskiðnað á skrifstofu yðar. Hvað getið þér sagt mér um framþróun mála almennt á þessum sviðum? ÁÓ: Hér er af mörgu að taka, ekki sízt í sambandi við vöruvöndun. Um hana er mikið ritað og rætt, og á því sviði hafa orðið miklar framfarir. Hins vegar er minna ritað og rætt um vöruverndun og hafa því framfarir ekki orðið eins miklar á því sviði. Til að skýra þetta má minna á, að varan fer frá einum aðila til annars, einu vöruhúsinu til annars, á leiðinni frá framleiðanda til neytanda. Mjög oft koma upp stór vandamál, þegar varan hefur skemmzt, og oft ókleift að komast að því, hvar í dreif- ingarkeðjunni skemmdin hefur orðið. Við höfum í okkar sýn- ingardeild sjónvarp, þar sem sýnd er nýjung, sem vænta má, að verði vöruverndun í dreif- ingu til framdráttar. í sjón- varpinu sýnum við aðferð, sem gefur til kynna á einfaldan hátt, ef frvst matvara hefur skemmzt. Þetta er þannig, að á frystan (fisk)pakka er fest spjald með örlitlum plastkúl- um. Spjaldið er gult á litinn, og plastkúlurnar eru staðsett- ar þannig, að þær koma í snert- ingu við vöruna. Þegar varan er fryst, springa kúlurnar, og guli ^öturinn dregur í sig efni úr þeim. Ef varan sjálf kemst síðan upp fyrir ákveðið hita- stig einhvers staðar í dreifing- arkeðjunni, þannig að hún kunni að hafa skemmzt, þá verður liturinn rauður. Þá get- ur hver sem er séð, hvað kom- ið hefur fyrir, þegar varan fer frá einum aðila til annars. — Þetta er verndun fyrir alla að- ila, allt frá framleiðanda til neytanda, og niðurstaðan verð- ur að sjálfsögðu örvun til vöru- verndunar í dreifingu. Allir að- ilar hljóta að gæta þess betur en áður, að varan skemmist ekki í höndum beirra. Þessi nýjung hefur vakið mikla at- hygli í bandarískum matvæla- iðnaði og hafa nokkrir stórir framleiðendur frystra matvæla þegar fært sér hana í nyt. Framleiðandinn er bandaríska fyrirtækið Artech Corporation, og er Iþessi nýjung kölluð „ir- reverseible temperature indi- cator“ eða I.W.I., og vill svo til, að I.W.I., er einn af mörg- FV 8 1971 — FYLGIRIT 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.