Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 27
Hátt í hundrað húsa úr mátheilu - og mörg hundruð úr mátsteini „Við skiptum sýningarsvæði okkar í þrjá hluta,“ segir Loft- ur Jónsson, forstjóri Jóns Lofts- sonar h.f. „Samtals verðum við með um hundrað fermetra pláss. Á um 50 fermetra svæði sýnum við vörur frá Johns- Manville, alls konar sýnishorn af byggingarefni. Johns-Man- ville er einn stærsti framleið- andi byggingarefna í heimi, og stendur meðal annars að kísil- iðjunni hér á landi, eins og kunnugt er. Þarna verða margs konar vörur, allt frá teppum upp í einangrunarefni fyrir geimför, glerull, sem notuð er í geimför- um. Við sýnum þverskurð af geimfari og hvernig það er ein- angrað. f næsta bás verðum við með vegghleðslur og mátsteina. Þar verður reistur bílskúr úr mát- steini með bílum frá Chrysler í, til að sýna, hvernig þetta lít- ur út. Við seljum hvers konar efni fyrir þök, og sýnum þetta með þaki yfir bílskúrnum.“ FV: Nú byggja menn í vax- andi mæli úr mátsteini og mát- hellu. Hvað er þarna um mörg hús að ræða? L.J.: „Mörg hundruð hús hafa verið byggð úr mátsteini, og nú hafa hátt í hundrað hús verið byggð eða eru í byggingu úr máthellu. Þetta hefur allt orðið seinustu fjögur árin, og er að ryðja sér mjög til rúms. Að vísu hafa menn erlendis þekkt þetta í tugi ára, en það tekur tíma að aðferðirnar nái til íslands og nái útbreiðslu. Með máthellum þarf ekki að Loftur Jónsson. mála eða pússa, og ytri vegg- urinn verður ekki annað en regnkápa. Ef illa er pússað, getur pússningin sprungið. Við mælum algerlega með tvöföld- um útveggjum úr mátsteini og máthellum úr gjalli úr Seyðis- hólum. Með notkun máthellna þarf ekki að hafa áhyggjur af sprunginni pússningu. Að öðru leyti verðum við með sýnishorn af okkar framleiðslu, milliveggjaplötur, hleðslusteina, garðhellur og gangstéttarhellur o. fl. Á veggj- um höfum við alls konar sýnis- horn af húsgagnaspæni, harð- viði, spónaplötum, en við erum einn stærsti innflytjandinn hér á landi í þeim efnum. Mig langar til að benda hús- byggjendum á hin hagstæðu lánakjör, sem við bjóðum. Þeir, sem byggja úr máthellum eða mátsteini, eiga kost á sérstök- um úttektarsamningi, sem svar- ar til lánsloforðs, þannig að samningurinn getur aðstoðað þá mörgu, sem byggja einbýlishús með þessum hætti á tímanum, frá því að bygging hefst og þar til húsið telst lántökuhæft og húsnæðismálalán verða greidd. Væntanlegur byggj- andi máthellu- eða mátsteins- húss gæti þannig ákveðið há- marksupphæð, sem lántöku- samningurinn hljóðaði upp á. Við undirskrift greiðist þá að- eins 20% af heildarupphæð samningsins og eftirstöðvarnar ekki fyrr en lán fæst útborgað. Húsbyggjandinn getur síðan tekið út byggingarvörur eftir þörfum og pöntunum hans, þar til hámarksupphæð samnings- ins er náð. Húsbyggjandi þarf með þessu auðvitað ekki að skuldbinda sig til að taka allt byggingar- efnið eingöngu hjá okkur, og honum er auðvitað jafnframt heimilt að hætta úttöku, þótt hann hafi ekki náð samnings- upphæðinni, og hann getur lok- ið viðskiptum, hvenær sem hann vill. Hjá okkur eru venju- lega fvrirliggjandi allar helztu tegundir byggingarefnis, sem til þarf.“ minni stuðning við þátttöku í sýningum erlendis en áður var. Stjórnvöldum hefði ekki fund- izt það fé ávaxtast nægilega, sem lagt var í slíkt. Meðal þess, sem Bretar sýna, er nýi Ranger Rover bíllinn, sem British Leyland Motor Corporation framleiðir, og nú verður sýndur á íslandi í fyrsta sinn. Af öðrum vörum má nefna teppi, Dorothy Gray snyrtivör- ur, leikföng, skurðhanzka og getnaðarverjur, skyrtur og peysur, rakáhöld, hnífa, hafra- mél, kex, barnamat og önnur matvæli, hljóðnema, þvottavél- ar og önnur heimilistæki, hand- verkfæri, ljósabúnað, bakpoka, rafmagnsleiðslur, strauborð, reiðhjól, rúm og rúmborð, inn- réttingu baðherbergis o. fl. FV 8 1971 — FYLGIRIT 25

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.