Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 23
Sýnendur Alþjóðlegar vörusýningar eiga framtíð fyrir sér á íslandi segir Hervald Eiríksson, stórkaupmaður „Umboðsmenn mínir erlend- is hefðu gjarna óskað. að ég hefði haft enn stærra sýningar- svæði til umráða á vörusýning- unni,“ segir Hervald Eiríksson stórkaupmaður. Hervald Eiríks- son er með á annað hundrað fermetra sýningarsvæði og sýn- ir þar meðal annars ýmiss kon- ar verzlunarinnréttingar frá Storebest. og verða innréttað- ar ýmsar tegundir verzlana á sýningarsvæðinu. Kæli- og frystitæki fyrir verzlanir verða sýnd frá IWO A/S, sem nú þeg- ar er orðið vel þekkt merki hérlendis. Jafnframt verða sýndar pökkunarvélar, PVC plastpökkunarfilma, sem „and- ar“, eins og kallað er, sem ger- ir það að verkum. að geymslu- þol vörunnar eykst, Auk þess verða sýndir umbúðapakkar, ýmsar vélar fyrir kjöt- og ný- lenduvöruverzlanir. verðmerki- vélar, Turn-O-Rite auglýsinga- teikniáhöld, peningaskápar og fleira. FV: Þú vaktir fyrir nokkrum árum athygli fyrir nýstárlega vörusýningu. HE: Reynsla mín af vöru- sýningum er einstaklega góð. Það má segja, að ég hafi komið fótunum undir mitt fyrirtæki, begar ég fékk mína erlendu um- boðsmenn til að innrétta sér- stakt skip til að hafa sýningu í hérna í höfninni. Þessi sérstæða sýning vakti athygli, og komu fréttir um sýninguna í flestum fjölmiðlum. Árangurinn varð frábær, þótt sýningin stæði að- eins í þrjá daga. FV: Hvað telur þú, að muni vekja mesta athygli á þínu sýn- ingarsvæði fyrir utan verzlun- arinnréttingarnar? HE: Ég tel, að það muni verða nýjasta gerðin af Biz- erba-vogum, en þær eru þeim kostum búnar. að engin töf verður eða bið, þegar vigtun á sér stað. Um leið og varan er lögð á vogina, stanzar nálin og' sýnir þyngd og verð á því, sem verið er að vigta. Jafnframt sér viðskiptavinurinn framan við afgreiðsluborðið kg-verð á þeirri vöru, sem verið er að vigta, og getur því fylgzt ná- kvæmlega með því, að rétt sé vigtað. Með þessari vog sparast sá tími, sem fer í að bíða þess, að nálin stanzi, útreikningur er enginn. því að nálin bendir á verð vörunnar. Gólfþvottavélarnar frá Am- erican Lincoln munu líka vekja athygli, því að með þeim er hægt að spara geysilegan tíma og kostnað við ræstingu, sem víða er talsvert stór kostnaðar- liður í rekstri fyrirtækja. Þess- ar vélar eru algerlega sjálfvirk- ar og mjög fljótvirkar. FV: Það hefur stundum verið gagnrýnt, að sýnendur séu ekki nógu „li:fandi“ á vörusýningum. Færð þú til dæmis erlenda um- boðsmenn til að koma hingað? HE: Já, vissulega. Erlendu umboðsmennirnir hafa sýnt mjög mikinn áhuga og þeir vilja leggja sig fram um að láta þetta fara sem bezt úr hencji. Á mínum vegum koma hingað, meðan sýningin stendur, átta erlendir sérfræðingar, og með- al annars þrír framkvæmda- stjórar stærstu erlendu fyrir- tækjanna sem ég skipti við. Verzlanir hafa látið í ljós áhuga á þeim nýjungum, sem ég kynni á vörusýningunni. Ég hef með- al annars sent dreifibréf til verzlana og hvatt forráðamenn færið, og viðtökurnar hafa ver- ið ágætar. „Alþjóðlegar vöru- sýningar eiga tvímælalaust framtíð fyrir sér á íslandi“, seg- ir Hervald Eiríksson að lokum. þeirra til að notfæra sér tæki- FRJÁLS VERZLUN VETTVANGUR ATHAFNA- OG VIÐSKIPTALÍFS ÁSKRIFTARSÍIVII 82300 FV 8 1971 — FYLGIRIT 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.