Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 25

Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 25
því að þetta hefur tekið lengri tíma, en ég bjóst við og kostn- aðurinn því orðið meiri. Takist þetta vel er næsta skrefið að undirbúa framleiðslu 100 sleða fyrir íslenzkan markað. FV — Hvernig er að vera ungur kaupsýslumaður á ís- landi? SÞ — Fyrsti slagurinn hlýtur alltaf að verða sá erfiðasti og á það við um kaupsýslu eins og annað. Maður þarf að byrja á því að afla sér trausts í lána- stofnunum og það er erfitt, er við tökum tillit til þess hversu erfitt er að fá rekstrarfjármagn hér á landi yfirleitt, en það er víst óþarfi að rifja þá rauna- sögu upp enn einu sinni fyrir lesendum FV. FV — Hvað getur þú sagt okkur um upphaf og þróun fyr- irtækis þíns? SÞ — Þegar ég var í kapp- akstrinum úti hafði ég augun opin fyrir fyrirtækjum er verzl- uðu með vörur í sambandi við bifreiðar. Fyrsta umboðið sem ég fékk var STP og síðan bætt- ist stöðugt eitthvað við og nú er ég með umboð fyrir um 15 fyrirtæki og má nefna t.d. FRAM. Kawasaki, sem er jap- anskt stórfyrirtæki, einnig er ég með japanska fyrirtækið Yasaki svo eitthvað sé nefnt. Hvað þróunina snertir má geta þess að fyrsta árið velti fyrir- tækið 3V2 milljón, en í ár verð- ur veltan um 15 milljónir. FV — Að lokum, hvert er helzta markmið þitt? SÞ — Að koma upp einhverj- um vélaiðnaði, sem getur fram- leitt vandaða útflutningsvöru, eins og t.d. sleðann. Ég vil ekki standa í stað og lokast inni í einhverja fastmótaða viðskipta- hætti. Eg vil skapa eitthvað, gera eitthvað nýtt, þannig að reksturinn verði eins fjölbreytt- ur og ólíkur og svart og hvítt og helzt allt þar á milli. VYMURA VEGGFODUR Klæðið veggina með VYMURA VINYL VEGGFOORI Það er fallegt, endingargott, þvott- ekta, auðvelt i uppsetningu. Tilvalið í skóla, sjúkrahús. samkomu- hús, skrifstofur, opinberar byggingar — og auðvitað á heimli yðar. VYMURA VEGGFÓÐUR má þvo og skrúbba, en þó heldur það alltaf sín- um upprunalega lit. Gerið íbúðina að fallegu heimili með VYMURA VEGGFÓÐRI. Umboðsmenn: G. S. Júlíusson. SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI GJAFAVÖRUR Blómastofa Friðfinns SUÐURLANDSBRAUT 10 — SÍMI 31099 FV 12 1971 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.