Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 5

Frjáls verslun - 01.03.1972, Síða 5
Illár Elísson, fiskimálastjóri: „Við erum að friða fiskinn okkar vegna64 Hugsanleg aflaaukning okkar 300 þús. lestir á ári eftir útfærslu landhelginnar Afli Breta á íslandsmiðum jókst um 20% ■ fyra miðað við 1970. Frjáls verzlun náði tali af Má Elíssyni, fiskimálastjóra, nú á dögunum, skömmu áður en hann hélt vestur um haf til að sitja fund undirbúnings- nefndar vegna hafréttarráð- stefnunnar í Genf. I viðtalinu, sem hér fer á eftir, er fjallað um sókn er- lendra skipa á fiskimiðin við ísland og þær aðstæður, sem skapast við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar næsta haust. F.V.: Hver hefur þróunin verið nú síðustu tvö árin varð- andi sókn erlendra fiskiskipa á íslandsmið og aflahlutdeild okkar íslendinga í veiðum hér við land? Hvað eru mörg skip að staðaldri við veiðar hér, nú í byrjun þessa árs? M.E.: Árið 1969 var sókn út- lendinga og afli þeirra hér við land í lágmarki. Þá var afla- hlutdeild íslendinga komin í 60% af þorski og skyldum tegundum, en hafði mestallan áratuginn verið í kringum 50%. Mest stafaði þetta af minni sókn Breta, því að afli Þjóðverja hefur verið tiltölu- lega jafn allan áratuginn 1960- 70, eða 100-120 þús. tonn á ári. Afli Breta náði hins vegar há- marki árið 1965, þegar hann var milli 220 og 230 þús. tonn. Hann fór síðan minnkandi og var í algjöru lágmarki 1969, eða 134 þús. tonn. Eftir 1969 varð vart við vax- andi aflaleysi á öðrum miðum N-Atlantshafsins, bæði viðAm- eríku, Grænland og í Barents- hafi. Seinni hluta árs 1970 fór því að bera á vaxandi sókn erlendra fiskiskipa við ísland. Már Elísson, íiskimálastjóri. Það voru ekki einungis Bret- ar, þó að þeirra gætti ef til vill mest, heldur skip frá öðr- um þjóðum eins og Portúgöl- um, Spánverjum, Pólverjum og A.-Þjóðverjum. Afli Bret- anna á því ári varð 20% meiri en 1969. Fyrir síðasta ár, 1971, höf- um við ekki tölur, nema frá Bretum, en samkvæmt þeim hafði sókn þeirra og afli aft- ur vaxið, aflinn um rúmlega 20% og sóknin meira miðað við árið 1970. Árið 1971 munu Bretar því hafa veitt um 207 þús. lestir hér við land. Á sama ári veiddum við 420 þús. lestir. Ef við gerum ráð fyrir, að aðrar þjóðir hafi fiskað svipað, sem er ekki ólíklegt, er aflahlutdeild okkar komin á ný niður í 53-55% af þorsk- fiskum. Um skipafjöldann er mjög erfitt að segja, og hann myndi ekki gefa raunrétta mynd af ástandinu. Talning Landhelg- isgæzlunnar, þó að hún sé góðra gjalda verð, fer ekki fram nema einu sinni í mán- uði, og þá kemur ekki fram, hvort skipin eru nýkomin á miðin, eða hvort þau eru í þann mund að fara af miðun- um o. s. frv. En með því að telja, eins og Landhelgisgæzl- an gerir, kemur í ljós, að skip- in hér við land eru venjulega frá 80-120. F.V.: Er yð'ur kunnugt um áform erlendra aðila mn aukna sókn á íslandsmið, og er hugsanlegt, að nýir flotar bætist í hópinn? Viljið þér spá einhverju um fjölda erlendra FV 3 1972 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.