Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Síða 43

Frjáls verslun - 01.11.1974, Síða 43
ir blaðamanni FV. og sögðu að þessi nýja tækni, þar sem hægt er að nota venjulegan pappír, gerði vélina mun hag- kvæmari en aðrar ljósritunar- vélar á markaðnum. Sögðu þeir rekstrarkostnað hennar um helmingi minni en venju- legar ljósritunarvélar, auk þess sem þeir sögðu þessa nýju tækni ná fram mun meiri gæð- um en eldri aðferðir. FYRIRFERÐARLÍTIL. Meðal kosta Nashua Delta vélarinnar má nefna, að hún er fyrirferðarlítil. Gerir hún mjög nákvæmar eftirlíkingar af frumbréfum, þar sem hægt er að ráð,a blæ prentunarinn- ar. Hún getur gert þrjár mis- munandi stærðir af afritum án þess að skipta þurfi um papp- ír. Pappírinn fer nánast beina línu í gegn um vélina og krumpast því ekki. Sérstak- lega er auðvelt að taka ljósrit upp úr bókum, án þess að skemma þær. Loks má svo nefna að hægt er að fá aðr eins eitt afrit, eða láta hana telja sjálfa niður í 0 á bilinu 20 til 0, og svo er líka hægt að stilla hana á áframhald og heldur vélin 'þá áfram á með- an pappír endist. Nashua-fyrirtækið selur ár- lega fyrir um 200 milljónir dollara á þessu sviði og í sam- bandi við tölvur. Fyrirtækið rekur skrifstofur í um það bil 90 löndum og starfrækir 17 verksmiðjur. Starfsfólkið er nú um fjögur þúsund manns. Skrifstofutækni h.f.: IMý þjónusta í nýju húsnæði Skrifstofutækni hf. er aðeins tveggja og hálfs árs fyrirtæki og er í örum vexti. Fyrirtækið var fyrst til húsa að La’uga- vegi 178, en vegna síaukinna umsvifa varð það húsnæði brátt of lítið. Fyrir skömmu flutti það því starfsemi sína niður í Hafnar- stræti, Tryggvagötumegin, þar sem áður var veiðarfæradeild O. Ellingsen, en það er mun rýmra húsnæði en var á Laugavegi 178. Skrifstofutækni hf. hefur nú til umráða 200 fermetra hús- næði fyrir verzlun og viðhalds- þjónustu. í sambandi við verzl- unina, starfa fimm manns við sölustörf, en jafnmargir starfa í viðhaldsdeild, við viðgerðir, viðhald og eftirlit. ÞJÁLFAÐIR ERLENDIS. Þrír starfsmenn viðhalds- deildar eru skrifvélameistarar, en allir hafa fengið starfsþjálf- un erlendis, hjá Olivetti. Við- haldsdeild sér um hvers konar viðgerðir. Öllum vélum frá Skrifstofutækni hf. fylgir eins til tveggja ára ábyrgð. í sam- bandi við nýja húsnæðið býð- ur fyrirtækið upp á fjölbreytt- ara vöruval en áður. Auk Oli- vetti-véla og Rapidam-raf- reikna, býður fyrirtækið upp á skrifstofúhúsgögn af nýjustu gerð, teikniborð og teiknivél- ar, bréftætara, skjala- og pen- ingaskápa o. fl. Stofnendur Skrifstofutækni hf. eru Penninn hf. og tækni- menn sem starfað höfðu við Olivetti-viðhald og hlotið þjálf- un erlendis. Framkvæmdastjóri er Bjarni Bjarnason, viðskipta- fræðingur, en sölustjóri Skrif- stofutækni hf. er Pétur Rafns- son. Fyrirtækið hefur einkum starfað sem söluumboð fyrir Olivetti og kynnt margs konar nýjungar á sviði rafreikna, ljósprentunarvéla, ritvéla og bókhaldsvéla. VERKSMIÐJUR VÍÐA UM HEIM. Fyrirtækið Olivetti var stofnað fyrir 67 árum á ítalíu. Nú hefur Olivetti verksmiðjur í mörgum löndum og söluum- boð í flestum löndum heims. Um 75 þúsund manns starfa hjá Olivetti verksmiðum við framleiðslu á rúmlega 200 vörutegundum, allt frá ferða- og skólaritvélum til flóknustu rafreikna og tölvugerða. Úr hinni nýju verzlun Skrifstofutækni hf. í Hafnarstræti 17. Rafreiknar skoðaðir. FV 11 1974 43 L

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.