Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 67
áemi sem bærinn hefur þurft að annast siðan gosinu lauk. Nýtt elliheimili er.. komið í gagnið og sömuleiðis tvö full- komin barnaheimili. Þá eru yf- irstandandi framkvæmdir við sundlaug og íþróttahús og er jafnvel ráðgert að sundlaugin verði komin í notkun í naai eða júní á næsta ári. Það eru dansk- ir aðalverktakar sem sjá um þá framkvæmd en mestur hluti iðnaðarmanna eru íslenskir. BREIÐHOLT HF. BYGGIR Aðspurður um framkvæmda- áætlun bæjarins sagði Páll, að nú væru í byggingu 84 íbúðir samkvæmt henni. Það er Breiðholt hf. sem er aðalverk- takinn þar og er nú verið að flytja inn í fyrstu íbúðirnar. Þá er búið að fá leyfi fyrir 18 verkamannabústöðum, sem verða trúlega byggðir af Breið- holti líka, og verða íbúðirnar í blokkum af sömu gerð og þær sem Breiðholt hefur þegar byggt í Eyjum. Loks má geta þess að nýbúið er að fullgera 10 einbýlishús og stóð bærinn að byggingu þeirra. SKORTUR Á VINNUAFLI — Okkar helsta vandamál hér í Eyjum er skortur á vinnu- afli, sagði Páll. — Þessi skort- ur hefur skapað þó nokkra spennu í atvinnumálum okkar, sérstaklega meðal iðnaðar- manna. Tilfinnanlegastur er skorturinn á múrurum. Hér er aðeins eitt fyrirtæki sem tekur að sér múrverk og það hlýtur hverjum manni að vera ljóst að slíkt dugir ekki hér. En við eig- um erfitt með að fá fólk úr landi til þessara starfa, m_. a. vegna þess húsnæðisskorts,' sem hér ríkir. Helsta úrræði okkar hefur verið að fela verktökum úr landi heildarverkefni og það fellur þá í þeirra hlut að leysa slík vandamál svo sem útvegun húsnæðis og fl. Að lokum sagði tæknifræð- ingur Vestmannaeyja að það þyrfti að byggja um 400 íbúðir til þess að koma íbúðarmálum Eyjanna í það lag sem það var fyrir gos og slíkt tekst ekki fyrr en um áramótin 77—78 ef áætlanir standast. íbúaf jöldinn: Vantar ennþá 1200 manns — Enn vantar um 1200 manns til þess að íbúafjöldi Vest- mannaeyja verði hinn sami og hann var fyrir gos. 1. desember 1972 var íbúatalan hér 5.320, en nú eru íbúarnir 4.153 talsins. Það var mikill skaði að missa þetta fólk burtu og vonumst við til að það eigi eftir að koma aftur áður en langt mn líður og þá til þess að setjast að á ný. Margt af þessu fólki var dugnaðarfólk, sem færði bæjarsjóði drjúgar tekjur. Þetta sagði Einar Haukur Eiríksson í viðtali við Frjálsa verslun nýlega. Einar Haukur er skattstjóri í Vestmannaeyj- um, en hann hefur einnig gegnt starfi bæjarstjóra að hluta í sumar eftir að Magnús Magnús- son lét af því starfi. F.V.: Hver er annars fjár- hagsstaða bæjarins í dag? Einar Haukur: Fjárhagsstað- an hjá okkur er ekki nógu viss eins og er. Það eru mörg verk- efni, sem þarf að leysa og enn er ekki búið að ganga endan- lega frá samningum við Við- lagasjóð vegna þess tjóns, sem bæjarsjóður varð fyrir vegna gossins. Okkur reiknast til að tap bæjarsjóðs á árunum 1973- 1974 hafi verið um 995 milljón- ir króna. í þessari tölu felst tjónið, sem varð á ýmsum starfsþáttum bæjarins, útgjöld vegna nýrra og óvæntra verk- efna vegna gossins og loks fækkun á gjaldendum í bæn- um. Viðlagasjóður hefur þegar greitt töluvert upp í bótaupp- hæðina, eða fjárupphæð, sem nemur á milli 500 og 600 millj- ónum króna og vonumst við til að ekki líði á löngu þar til farsælt samkomulag næst á milli Viðlagasjóðs og bæjarsjóðs um endanlegt uppgjör. göngu, sem sköpuðust vegna gossins, þá eru það fyrst og fremst endurbætur á vatns- veitukerfinu og gatnakerfinu, sem fór undir hraun. Þá eyði- lögðust ýmsar fasteignir, sem bærinn átti, og þarf að hraða viðgerðum eða uppbyggingu þeirra. Rafveitan þarf einnig lagfæringar við og er verið að vinna að því verkefni nú, og reyna að koma henni í sama horf og hún var í fyrir gos. Og Einar Haukur Eiríksson F.V.: Þú nefndir áðan óleyst verkefni, sem bíða þess að bæj- arsjóður leysi þau. Hver eru stærstu verkefnin? Einar Haukur: Ef við höldum okkur við þau verkefni ein- síðast en ekki síst þá hefur það fallið í hlut bæjarins að vinna að margs konar fyrirgreiðslu. sem ekki var þörf á fyrir gos, þar má t. d. nefna lausn á ýms- um vandamálum í sambandi við íbúðarhúsnæði og fleira. FV 7 1975 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.