Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 31
ella til gjaldeyriskaupenda. Þessar niðurgreiðslur lama hins vegar alla viðieitni til að spara olíuna. Á sama tíma og millilandaskip eða flugvél fev ekki svo yfir Atlantshafið að ekki sé nákvæmlega mælt út hvaða leið sé hagkvæmust og á hvaða hraða, geta fiskiskip spanað um allan sjó eins og olían kosti ekki neytt. SMÁTT EÐA STÓRT Þá hlýtur að vera á því reg- inmunur, hvort verið er að greiða með atvinnugrein, sem er tiltölulega óverulegur þátt- ur þjóðarbúsins eða uppistaða þess. Hvort verið er að auð- velda fiutning starfsfólks milli atvinnugreina eða leika biðleik í efnahagsmálum. Þess vegna er vafasamt að vísa til þess að Norðmenn eða Bretar greiði með útgerð sinni sem rökstuðn- ings fyrir því að hið sama skuli gert hér á landi. En það er víðar en hér á fs- landi sem menn tíðka niður- greiðslur. Talsverðar ýfingar eru nú í Bandaríkjunum vegna sölu á hveiti til Rússa á niður- greiddu verði. Landbúnaðar- framleiðsla í flestum vestræn- um ríkjum er styrkt eða vernd- uð með einhverjum hætti. Sví- um datt t. d. nýlega það snjall- ræði í hug (fyrir utan fyrn vernd) að greiða niður mat- væli til að halda verðbólgunni í skefjum. ÖFGAR Lengi má deila um að hvaða marki æskilegt sé að þjóð rækti ofan í sjálfa sig. Þess munu fá dæmi að einangrun sé jafn- mikil og hér. Þannig er ekki leyfilegt að flytja inn vöruteg- undir, sem ekki eru framleidd- ar í landinu eins og barnamat (úr kjöti) eða ýmiss konar dósamat. Slíkar öfgar eru að- eins til að skemma málstaðinn. FEIMNI VIÐ AÐ SÝNA RAUNVERULEGAN KOSTNAÐ Hér hafa aðallega verið hafð- ar í huga niðurgreiðslur í land- búnaði og sjávarútvegi. í reynd er þetta angi af miklu stærra máli. Veruleg tilhneiging er til þess að taka markaðsöflin úr sambandi og vera með alls kyns tilfærslur, skammtanir og sérstakar fyrirgreiðslur. Mis- munandi aðiljar fá mismikið fjármagn á misháum vöxtum til mislangs tíma o. s. frv. Ffá yfirlitssjónarmiði væri miklu heppilegra að láta alla njóta sömu kjara, en sýna allar fyrir- greiðslur sem beina styrki. VIÐMIÐUNIN Mig langar í þessu sambandi að vitna í ágæta grein eftir Pétur heitinn Benediktsson, þar sem hann segir m. a.: ,,Eg ætla nú að fara fram á nokkra andlega áreynslu af les- endum mínum. Ég ætla að biðja ykkur að hugsa ykkur mjög annarlegt þjóðfélag, þar sem skattamálunum væri einkenni- lega komið fyrir. Ég er ekki guðfræðingui' og ætla því ekki að tala um Paradís, þar sem mér er sagt af kunnugum, að engir skattar séu á menn lagðir, en þetta hugarfóstur mitt er þjóðfélag, þar sem skattarnir hvíla jafnt á öllum atvinnu- greinum, engir framleiðslu- eða neytendastyrkir eru veittir, engin innflutnings- eða útflutn- ingshöft, enginn bátagjaldeyr- ir, en á hinn bóginn er þar gjaldeyrir, sem fyrirvaralaust má fá skipt í hvaða erlendan gjaldeyri sem er. í þessu einkennilega þjóðfé- lagi, sem ég var að lýsa, myndu peningarnir sem samnefnari verðmætanna segja nákvæm- lega til um það, hvemig hafa mætti mestan veraldarauð upp úr vinnu þjóðarinnar á hverj- um tíma. Ég sagði „nákvæm- lega“, en það er náttúrlega ekki alveg rétt, því að óvissan um afla og afrakstur á annan bóg- inn og um markaði á hinn væri ekki horfin. Ég hefði átt að segja „eins nákvæmlega og orðið getur“. Við fengjum þarna greinilega leiðbeiningu um það, hvernig verkaskipting okkar við aðrar þjóðir ætti að vera, þannig að báðir hefðu hag af henni, og innanlands mynd- um við framleiða það til eigin þarfa, sem ódýrara væri að framleiða hér en að kaupa frá öðrum löndum.“ STOFMAMIR, FÉLÖG VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaup- sýslumanna og fyrirtækja. Til- gangur þess er að vinna að sam- eiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efnahagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sími 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 0 KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAC ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umboðssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARGÖTU 14 -- REYKJAVÍK — SÍMl 10650. FV 7 1975 3)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.