Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.07.1975, Blaðsíða 40
Hermannagrafreitur Bandaríkjamanna í Luxemborg, þar sem 5100 hermenn eru grafnir. í minn- ingargarðin'um eru myndir til að skýra Iokaátökin í Evrópu og bardagana í Luxemborg. kort og vegvísar, sem eru víða á helztu leiðum, ættu að gera mönnum auðvelt að rata um. £ Byrjað í kirkjugarði Á stuttri ferð okkar um Luxemborg' í vor nutum við leiðsagnar fararstjóra, sem er vanur að gefa útlendingum góð ráð um ferðatilhög'un í land- inu. Verður eftirfarandi ferða- frásögn byggð á reynslu af dagsferð um nokkur fegurstu svæði Luxemborgar, sem þó má fullyrða, að bjóði upp á sitthvað fleira en hægt var að kanna á svo snöggri ferð. Það vakti athygli okkar, að ferðin hófst í kirkjugarði. Ekki þó svo að skilja, að við hefðum frekar viljað enda þar. Umræddur garður nýtur slíkr- ar sérstöðu. að hann er oftast hafður með í ferðaáætlun út- lendinga i Luxemborg. Banda- ríkjamenn heiðra þar minn- ingu 5100 ágætra sona sinnar þjóðar, sem féllu í bardögum síðustu ár seinni heimsstyrj- aldarinnar, og Þjóðverjar hafa þar skammt frá grafreit með leiðum 11000 hermanna sinna úr báðum heimsstyrjöldunum. Þar getur m. a. að lita leg- steina með fæðingar- og dánar- dögum, sem sýna hvernig ó- hörnuðum unglingum hefur verið att út á orrustuvöllinn um það ieyti sem dagar Þriðja ríkisins voru taldir. í bandaríska hermannagraf- reitnum eru höggmyndir, sem lýsa m. a. sókn herja banda- manna og þeirri úrslitaþýð- ingu, sem bardagarnir í norð- urhluta Luxemborgar höfðu á sínum tíma. Hvítu krossarn- ir bera hver sitt númer en engin nöfn. Einn þeirra, nr. 02605, er til minningar um Patton, hershöfðingja, fyrir- liða í skriðdrekabardögunum í Ardennafjöllunum. Patton lézt í bílsslysi í Luxemborg eftir stríðið og jarðneskar leifar hans voru fluttar til Banda- ríkjanna fyrir nokkrum árum. § Stríðsminjar Höfuðborgin í Luxemborg varð fyrir litlu hnjaski í stríðs- átökunum en í þorpunum nyrðra má víða enn sjá kúlna- för í húsveggjum og önnur merki eyðileggingar stríðsins. Heimili 60 þúsund manna voru eyðilögð auk ýmissa annarra mannvirkja. Sama dag og Bretar hernámu ísland, 10. maí 1940, innlimaði Hitler Luxemborg í ríki sitt, gegn vilja þjóðarinnar að sjálf- sögðu. Síðar voru Luxemborg- arar á herskyldualdri fluttir nauðugir til bardagasvæðanna á austurvígstöðvunum. Óneit- anlega gætir enn nokkurs kala meðal Luxemborgara í garð Þjóðverja vegna þessa, þrátt fyrir samstarf þjóðanna á mörgum sviðum nú. Til skamms tíma hafði Dæmigerð mynd úr sveit í Luxemborg. Gróðursæld mikil og frið- ur og ró yfir mönnum og búsmala. 40 FV 7 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.