Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Page 16

Frjáls verslun - 01.12.1975, Page 16
Atvinnumál í IMoregi Nálægðin við sjóinn endurspeglast í mörgum þýðingarmestu atvinnugreinunum Siglingar og skipasmíðar ávallt í hávegum hafðar Noregur teygir sig langt noröur fyrir hinar þéttu byggðir Evrópu. Landið er harðbýlt en samt hafa fjórar milljónir manna búið þar vel um sig og njóta lífskjara sem eru með því bezta er gerist í heiminum. Noregur er furðulangur og mjór. Hann er aðeins rúmir sex kílómetrar, þar sem mjóst er, en frá Nord Kap til Líðandisncss í suðri eru nærri 1800 kílómetrar og ef við snerum landinu til suðurs á kortinu í stað norðurs myndum við hafna suður í Rómaborg. Landið er 324.000 ferkíló- metrar og því með stærstu löndunum í Evrópu. Mestur hluti þessa iandsvæðis er þó hrjóstrugir fjallgarðar og ber- angur, sem ekkert gefa af sér og byggðin er dreifðari en í flestum öðrum löndum álfunn- ar. Þriðjungur landsins liggur fyrir norðan heimsskautsbaug og á sömu breiddargráðum eru önnur landsvæði þakin ís og snjó mikinn hluta ársins, í Grænlandi, Alaska og Síberíu. • FRÆKNIR SÆFARENDUR Það er sjórinn, sem gerir Noreg byggilegan eins og reyndar ísland líka. Hlýr Golfstraumurinn berst alla leið upp með strönd Noregs og með honum fiskur, sem hrygnir úti fyrir landi. Þessi mildi haf- straumur tryggir líka, að eng- in norsk höfn lokast vegna íss á vetrum. Noregur hefur krafizt mik- ils af íbúum sínum, harðræðis öldum saman, enda haf a lang- ir og strangir vetur og erfitt land mótað mennina. Flestir í- búar Noregs búa innan 20 kílómetra frá ströndinni. Strandlengjan með öllum sín- um víkum og fjörðum er hvorki meira né minna en 20 þús. kílómetrar og það er auð- velt að sjá af hverju sjórinn hefur haft svo geysileg áhrif á lifnaðarhætti fólks í Noregi. Öldum saman hefur það af nauðsyn verið sæfarendur, sem ferðazt hafa sjóleiðina á milli héraða. Það er sjónum að þakka, að Noregur varð eitt ríki með einni þjóð. Há fjöll, þéttur skógur, þröngir dalir og bratt- ar hlíðar gerðu landið illt yfir- ferðar. Öllu fyrirhafnarminna var að fara langleiðir á sjó. Djúpir firðir skera sig inn í hálendið meðfram allri strand- lengjunni og úti fyrir henni eru meira en 100 þús. smáeyj- ar. Sjórinn hefur einnig tengt Noreg við aðrar þjóðir Evrópu og aðra heimshluta. Nafnið Noregur eða Norvegur minnir reyndar á hina fornu sam- gönguleið á norðurslóðir. • VERKMENNTUN TENGD SJÓNUM. Þessar aðstæður hafa nátt- úrulega orðið undirstaða að verkmenntun og starfsháttum í öllu, sem að sjónum lýtur. Hann hefur verið forða- þúr þjóðarinnar allt frá upp- hafi byggðar í landinu. Tækni- kunnátta Norðmanna á sviði fiskveiða er þekkt um víða veröld og eru þeir meðal helztu fiskveiðiþjóða heims nú á tímum. Fiskur var lílca ein fyrsta útflutningsvara Norð- manna þegar á vikingaöld. Norskir fiskimenn, sem ráða yfir nýtízkulegum flota og fullkomnum tækjabúnaði veiða árlega um þrjár milljónir tonna af fiski og mikill hluti þess fengs fer til vinnslu í vel búnum vinnslustöðvum meðfram allri ströndinni. • UM ÖLL HEIMSINS HÖF Siglingar og skipasmíðar hafa þróazt í samræmi við sér- þekkingu og reynslu Norð- Norskir sjómenn sigla um allan heiin og hafa búið vel um sig um borð í nýtízkulegum haf- skipum af stærstu gerð. 16 FV 12 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.