Frjáls verslun - 01.12.1975, Síða 25
mestur hluti þessa fólks hefur
fundið störf að nýju í iðnaði.
Helmingur fiskimannanna nú
stundar sjómennsku einvörð-
ungu en 1948 voru þessir „at-
vinnumenn" aðeins einn
fimmti hluti allra fiskimanna
í Noregi.
MÖRG LÍTIL SKIP.
Skráð eru næstum 27.000
fiskiskip í Noregi en þar af
eru rúmlega 19.000 opnir bát-
ar, trillur, sem eigandinn rær
oftast á einn. Af þilfarsbátun-
um 7.500 talsins eru flestir
litlir og stunda veiðar uppi við
land. Þetta eru yfirleitt lítil
skip, 4800 eru nefnilega undir
40 fetum á lengd og aðeins
600 skip eru yfir 100 brúttó-
tonnum.
Árlegur afli Norðmanna er
um 3,2 milljónir tonna eða sem
svarar 5% af heildarfiskafla í
heiminum. Norðmenn, sem
flytja út 90% af aflanum, eru
fimmtu í röðinni af fiskveiði-
þjóðum, koma á eftir Japan,
Sovétríkjunum, Kína og Perú.
Aðeins örlítill hluti af fengn-
um fer til neyzlu óunninn.
Það er ekki aðeins skipa-
kosturinn í fiskveiðiflotanum
sem er ólíkur og dreifður, því
að fiskvinnslustöðvarnar eru
af ýmsum stærðum og stað-
settar meðfram allri Noregs-
strönd. Þær munu vera sam-
tals um 1700 talsins og hjá
þeim starfa um 20.000 manns.
Þetta er ein af ástæðunum fyr-
ir því, hve víða áhrifa sjó-
manna gætir í norsku þjóðlífi.
ÖFLUG SAMTÖK.
Fiskimenn hafa með sér öfl-
ug samtök, Norsk Fiskerlag,
sem standa utan Alþýðusam-
bandsins. Öll sala á fiski og
skelfiski frá sjómönnum fer
fram á vegum lögverndaðra
samvinnufyrirtækja. Þessir að-
ilar hafa sterk og bein áhrif á
mótun stjórnarstefnunnar
gegnum sjávarútvegsráðuneyt-
ið. Því var komið á stofn árið
1946 og var Noregur fyrsta
ríkið, sem setti upp sérstakt
ráðuneyti fyrir sjávarútvegs-
mál. Undanfarin nokkur ár
hefur ráðuneytið miðlað nið-
urgreiðslum til sjávarútvegs-
ins, að meðaltali um 180 millj.
norskra króna árlega, og er
þetta fyrst og fremst gert til
að viðhalda litlum byggðum
úti á landi, sem ella myndu
líða undir lok. Síðan haustið
1974 hafa niðurgreiðslurnar
farið ört hækkandi vegna sölu-
tregðu á erlendum mörkuðum.
Beinar niðurgreiðslur munu á
þessu ári nema 350 milljónum
n. króna en að auki hafa 600-
700 milljónir verið lagðar í
sérstaka lánasjóði fyrir útgerð-
ina og vinnslustöðvar.
Norskir fiskimenn hafa lagt
fast að ríkisstjórninni að
tryggja útfærslu norsku fisk-
veiðilögsögunnar. Sem svar
við þessu skipaði forsætisráð-
herrann Jens Even'sen, fyrr-
um viðskiptaráðherra, í ný-
stofnað embætti hafréttarráð-
herra í september 1974. Um
leið var tilkynnt um aðgerðir
í þremur áföngum:
• Bann við togveiðum á viss-
svæðum við Norður-Noreg
í árslok 1974.
• Fimmtíu mílna fiskveiði-
lögsögu í árslok 1975.
• 200 mílna efnahagslögsaga
verði lokamarkmiðið en um
hana verði samið á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
Fyrsta áfanganum var náð
einum mánuði á eftir áætlun
að loknum viðræðum við lönd
Efnahagsbandalagsins, þar á
meðal Bretland, og ennfrem-
ur Sovétríkin, Pólland og Aust-
ur-Þýzkaland.
BANN VIÐ TOGVEIÐUM.
í ársbyrjun 1975 náðist sam-
komulag um bráðabirgðaráð-
stafanir sem felast í því, að
á þremur aðalsvæðum eru
togveiðar bannaðar að vetrar-
lagi. Norðmenn hafa lýst á-
nægju sinni yfir því hve vel
þetta samkomulag var haldið
það sem eftir var af vetrarver-
tíðinni síðustu. Sérstakra að-
gerða í Barentshafi var þörf
vegna aukinnar sóknar togara
á þau mið um leið og afli fór
minnkandi á öðrum veiðisvæð-
um. Hættan á ofveiði var því
augljós.
Eftir að þetta samkomulag
náðist um Barentshafið, hafa
norsk yfirvöld staldrað við og
safna kröftum fyrir næstu
lotu. Þau vilja fara samninga-
leiðina, sem er bugðótt og
ströng.
í grein í brezka blaðinu
Economist er því lýst, að Norð-
menn hafi mikla samúð með
íslendingum í landhelgismál-
inu, en kunni aftur á móti illa
einhliða aðgerðum þeirra.
Hagsmunir Norðmanna í haf-
réttarmálum eru líka flóknari
ísland sækist aðeins eftir að
vernda rétt sinn til fiskveiða
en Noregur, sem forystuþjóð í
siglingum, leggur mikla á-
herzlu á að frjálsar siglingar
séu tryggðar skipum allra
þjóða. Þeir hafa miklar á-
hyggjur vegna kröfu sumra
Suður-Ameríkuríkja um 200
mílna landhelgi og greina
skýrlega á milli mismunandi
réttinda þjóða í þessu sam-
bandi. Flokkunin er sú, að 12
mílur gildi sem lögsaga, 50
milur fyrir fiskveiðimörk og
200 mílur vegna nýtingar auð-
linda á hafsbotninum.
ÞÁTTUR EVENSEN.
Jens Evensen hefur auga-
stað á hafréttarráðstefnunni 1
New York næsta vor til þess
að semja þar um 200 mílna
auðlindalögsögu og hefur um
sinn dregið úr kröfunni um
50 mílurnar. Hann sætir gagn-
rýni af hálfu hagsmunaaðila í
sjávarútveginum norska, sem
segja hann of áhugasaman um
að gegna hlutverki hins virta
stjórnmálamanns á alþjóðleg-
an mælikvarða, þannig að
hagsmunir norska sjávarút-
vegsins hafi gleymzt.
Upphaflega voru norskir
fiskimenn á móti olíuborunum
í Norðursjónum. Þeir óttuðust
að bygging olíupallanna gæti
haft truflandi áhrif á fisk-
stofnana og þá óaði við tiihugs-
uninni um olíuleka. Þeir börð-
ust mjög ötullega fyrir ráð-
stöfunum til að koma í veg
fyrir slík slys og ennfremur til
verndar starfsmönnum borpall-
anna. Norska stjórnin varð við
kröfum þeirra og setti mjög
strangar öryggisreglur fyrir
öll norsk olíumannvirki.
FV 12 1975
25