Frjáls verslun - 01.12.1977, Page 9
í stattn máli
# Aukning á ullarframleiðslu
Eitt þeirra mála, sem Útflutnings-
miðstöðin beitti sér fyrir var að koma
á verðbótum á ull. Talið var að þær
gætu stuðlað að tvennu:
1. Auknum skilum á ull frá bændum
og þar með til iðnaðarins.
2. Auknum gæðum ullarinnar.
Frá 1. desember 1975 hafa verið
greiddar verðbætur á ull sem kemur
frá bændum. Þetta hefur leitt til þess
aö ull til skila hefur aukist um 200
tonn, úr ca. 1400 tonnum 1973 og 1974
í ca. 1600 tonn 1976. Auk þess hefur
orðiö mikil aukning í vetrarrúinni ull,
eða 100% frá 1974 til 1977. Frá 1.
september 1977 til 31. ágúst 1978 verða
greiddar kr. 330 í verðbætur á kg ullar.
# Frystigámar hjá Sambandinu
Skipadeild Sambandsins er um þess-
ar mundir að taka í notkun fiysti.
gáma. Fyrirhugað er að nota þá til aö
flytja út fryst kjöt og frystar sjávar-
afurðir, og til innflutnings á frystu
grænmeti og kældum ávöxtum.
Að sögn Axels Gíslasonar frkvstj.
eru þessir gámar hver um sig með
sjálfstæðum frystibúnaði, og er hægt
að halda hitastiginu í þeim hverjum
fyrir sig neðan við frostmark eða rétt
ofan við það, eftir því hvort verið er að
flytja frystar vörur eða kælivörur, eins
og t.d. ávexti. Sömuleiðis er hægt að
nota þessa gáma til að flytja í vörur,
sem ekki mega frjósa, og einangra þær
þar frá kulda utan þeirra, þótt ekki
sé gert ráð fyrir að þeir verði notaðir í
þeim tilgangi í skipum Skipadeildar.
Eitt af Sambandsskipunum, ms.
Hvassafell, er sérstaklega útbúið til að
flytja slíka gáma, og er hugmyndin
að nota þá fyrst og fremst á siglingum
til Rotterdam, Antwerpen og Hull.
Verða þeir þá notaðir til að flytja kjöt
og sjávarafurðir til þessara hafna, en
á heimleiðinni verða þeir notaðir til að
flytja fiyst grænmeti og kælda ávexti.
Fyrsti kjötfarmurinn, sem fluttur verð-
ur í gámunum, fór með Hvassafelli nú
um áramótin. Verða gámarnir fylltir
1 Afurðasölu Sambandsins á Kirkju-
sandi, og þeim síðan ekið að skipshlið.
# FVIik.il gróska í ullariftnaði
í árslok 1977 voru starfandi 15
prjónastofur hér á landi, sem fram-
leiða til útflutnings, og fjölgaöi prjóna-
stofunum um tvær á árinu. Stærð þess-
ara þrjónastofa eru þó ákaflega mis-
munandi og eru þær með allt frá
einni prjónavél upp í rúmlega 20
prjónavélar. Pólarprjón á Blönduósi og
Hekla á Akureyri hafa nú flestar
prjónavélar. Öll áðurnefnd fyrirtæki
reka jafnframt saumadeild. Auk þess
eru 12 fyrirtæki, sem eingöngu reka
saumastofur sem byggja mikið á út-
flutningi og hefur þeim fjölgað um
þrjár á árinu. Vitað er nú um fyrir-
hugaða stofnun nýrrar prjónastofu
og tveggja nýrra saumastofa.
# Væntanlegar vörusýningar
Á árinu 1978 er ráðgert að íslensk
fyrirtæki taki þátt í um 20—25 er-
lendum vörusýningum. Þær fjórar
fyrstu eru:
Heimtextilen í Frankfurt, 11.—15.
janúar, sem er stærsta textilsýning í
heiminum. Þátttakendur verða Ála-
foss hf. og Ullarverksmiðjan Gefjun.
Útflutningsmiðstöðin verður með Uþp-
lýsingabás á þessari sýningu. Glit hf.
tekur þátt í Gavemessan, 15.— 18. jan-
úar, í Oslo. Prjónastofan Iðunn hf.,
Les-prjón og Röskva hf. taka þátt í
þrjónavörusýningunni International
Knitwear Fair í London, 19.—23. febr-
úar.
6—8 íslensk fyrirtæki munu taka
þátt í Scandinavian Fashion Week í
Kauþmannahöfn, 16.—19. mars. Út-
flutningsmiðstöðin mun verða með
uþplýsingabás á þessari sýningu.
FV 12 1977
9