Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 17

Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 17
Milliríkjasamskipti: Efnahagstengls Sovétríkjanna og IMorðurlanda — eftir Dmitri Béskúrnikof, forstöðumann IMorðurlandadeildar utanríkisviðskiptaráðu- neytis Sovétríkjanna olíuleitar og olíuvinnslu á hafi úti og mæta þannig aukinni eft- irspurn ört vaxandi olíuiðnaðar á norsku og brezku yfirráða- svæði á Norðursjó. Þessi breyt- ing ásamt með styttingu vinnu- tíma hefur minnkað fram- leiðslugetu norskra skipasmíða- stöðva til nýsmíða um meira en 20%. Nú vinna um 73% starfs- manna í skipasmíðastöðvum að verkefnum, sem tengjast olíu- iðnaðinum. Árið 1975, þegar iðnaðurinn var rekinn enn með fuliri afkastagetu voru smíðuð 139 skip, samtals 1.072.869 tonn. Þar af voru 44,7% smíðuð fyrir erlenda útgerðar- menn. Útflutningurinn á árabil- inu 1970—76 er breytilegur, eða milli 30 og 35%. KVÆRNER OG AKER STÆRSTU SAMSTEYP- URNAR Af skipasmíðastöðvunum norsku eru tvær fyrirtækjasam- steypur stærstar, þ.e. Kværner og Aker. Kværner-samsteypan á tvær stórar skipasmiðjur, Moss og Rosenberg, sem fram- leiða skip að 160 þús. tonnum. Nú er verkefni þeirra aðallega að vinna að þróun nýrrar gerð- ar af flutningaskipi fyrir jarð- gas, en leyfi til að framleiða eft- ir norsku teikningunum hafa verið seld til flestra helztu skipasmíðaþjóða eins og Banda- ríkjamanna, Japana og Vestur- Þjóðverja. AKER HEFUR SMÍÐAÐ 1820 SKIP SÍÐAN 1855 Skýrslur um nýbyggingar, sem hinar einstöku stöðvar Aker-samsteypunnar hafa hald- ið. sýna að frá 1855 il 1974 hafa þær samtals byggt 1820 skip. Aker-stöðvarnar skiluðu 182 ný byggðum skipum á tímabilinu frá stofnun samsteypunnar 1960 til ársloka 1974. Þar með eru bæði talin skip og olíubor- pallar. Á sama tíma jókst ár- lega afkastageta stöðvanna úr 49 þús. í 900 þúsund. Á síðari árum hefur hlutdeild samsteyp- unnar af öllum nýsmíðum í Noregi verið um 45%. Sovétríkin eru hefðbundinn viðskiptavinur Norðurlanda. Af ummælum Svía, Dana, Norð- manna og íslendinga má ráða, að olíu- og kolainnflutningur þeirra frá Sovétríkjunum skapi mörgum fyrirtækjum atvinnu og einnig gegni sovéskur áburð- ur, málmar og önnur hráefni stóru hlutverki í efnahagslífi þcssara landa. Dmitri Béskúrnikof forstöðu- maður Norðurlandadeildar- innar. Á undanförnum árum hefur sovéskur vélaútflutningur stór- aukist. Á Norðurlöndum þekkja menn vel sovéskar vélar, tæki fyrir járniðnað og orkuver, og einnig sovéskar dráttarvélar. Á árinu 1976 eignuðust h.u.b. 6000 Norðurlandabúar sovéskan bíl af gerðinni ,,Lada“. Þessi trausti og sparneytni bíll hefur gefist vel á vegum Norðurlanda. Á hinn bóginn skapar sov- éskur innflutningur mörgum fyrirtækjum atvinnu í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og á íslandi. Sovétmenn þekkja vel fram- leiðsluvörur þessara landa. Þeir hafa lengi verið fastir kaup- endur að trjákvoðu- og pappírs- vörum frá Svíþjóð. Danir selja Sovétmönnum vefnaðarvörur og landbúnaðarafurðir. Af fs- lendingum kaupa þeir fiskaf- urðir og ullarvörur . SVÍÞJÓÐ VERSLAR MEST VIÐ SOVÉTRÍKIN Stærsti viðskiptaaðilinn á Norðurlöndum er Svíþjóð, og nam viðskiptajöfnuðurinn við hana hálfum milljarði rúblna á undanförnum árum. Sovét-sænskt samstarf þró- ast með sérlega góðum árangri á sviði trjákvoðu- og pappírs- iðnaðar, bygginariðnaðar og umhverfisverndar. f Sovétríkj- unum er unnið úraníum-hráefni sem Svíar þurfa fyrir kjarn- crkuver sín. f Leningrad er nú verið að byggja stórt hótel með sænskri tækni og með aðstoð sænskra verkamanna. f nokkur ár hafa Svíar og Sovétmenn hafa með sér sam- starf um að búa sovéska málm- skera sænskum rafeindakerf- um. Þessar vélar njóta mikilla vinsælda í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og fleiri löndum. Hægt er að nefna mörg dæmi um samstarf, ekki aðeins á sviði viðskipta, heldur einnig iðnað- FV 12 1977 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.