Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 20

Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 20
Creinar og wlðlBI Opinber stjórnsýsla: Nefndakóngar í krónum taldir Skrá yfir þá sem fengu greiddar 300 þúsund krónur eða meira fyrir nefndastörf á vegum ríkisins ■ fyrra Mjög eru nefndastörfin misjöfn að vöxtum og verðmætum. Fjöldi manna starfar í nefndum án þess að fá nokkra þóknun fyrir, aðrir starfa í nefndum, þar sem litlar þóknanir er,u greiddar fyrir störf og enn aðrir í nefndum, þar sem þóknunin er veruleg upphæð. Loks er fjöldi manna, sem starfar í mörgum nefndum, sumum launalausum, öðrum launalitlum og sumir sitja einnig í nefndum, þar sem launin eru talsverð upphæð. Frjáls verzlun hefur látið taka saman lista yfir þá, sem fengu greiddar 300 þúsund krónur eða meira fyrir nefndarstörf á vegum ríkisins 1976. Guðmundur Skaftason, hrl., er ótvíræður nefndakóngur árs- ins 1976, en fyrir nefndarstörf sin fékk hann greiddar 2.331.117 krónur; formaður kjaranefndar v/BSRB, formaður kjaradóms, formaður skattanefndar og formaður kauplagsnefndar. Loks var Guðmundur formað- ur ríkisskattanefndar og fékk sem slíkur 1.059.667 krónur í laun. Jón Sigurðsson, hagrann- sóknastjóri, fékk greiddar 1.435.577 krónur fyrir nefnda- störf þetta árið (samstarfs- nefnd um háskólamálefni, for- maður sjóðanefndar, sáttasemj- ari, kjaranefnd v/BSRB og Kjaradómur). Guðlaugur Þorvaldsson, há- skólarektor, fylgir fast á hæla Jóns með 1.310.177 krónur fyr- ir sín nefndarstörf, en þess skal getið að Guðlaugur, sem aðrir, er hér skipa efstu sæti, sat og í ólaunuðum nefndum, en þókn- un fékk háskólarektor fyrir stjórn happdrættis Háskóla ís- lands, samstarfsnefnd um há- skólamálefni, byggingamefnd Þjóðarbókhlöðu, formennsku í nefnd um kjör mjólkurfræð- inga, sáttasemjarastörf, ríkis- skattanefnd og formennsku í stjórn lífeyrissjóðs bænda. NORDAL í FJÓRÐA SÆTI Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri fékk þóknun fyrir störf sem formaður Landsvirkjunar, formaður stjórnar iðnþróunar- sjóðs og sem formaður viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað; samtals 1.263.921 krónu. Egill Sigurgeirsson, hrl., fékk 1.059.640 krónur í þóknun fyr- ir formennsku matsnefndar eignarnámsbóta. Torfi Ásgeirsson, deildar- stjóri, fékíc 1.004.330 krónur í þóknun fyrir eftirtalin nefndar- störf; yfirstjóm mannvirkja- gerðar á Landspítalalóðinni, samstarfsnefnd um háskólamál- efni ,nefnd um stofnkostnað skóla, formennsku nefndar til að semja drög að frumvarpi til nýrra laga um námslán og námsstyrki, verðlagsnefnd land- búnaðarafurða og yfirfasteigna- matsnefnd. Næstur milljóninni neðan frá kom Olafur Björnsson, prófess- or, með 967.442 krónur í þókn- ur fyrir formennsku í stjórn námsbrautar í almennum þjóð- félagsfræðum við Háskóla ís- lands, formennsku í stjórn stofnunarinnar aðstoð íslands við þróunarlöndin, kjaranefnd v/BHM, formennsku í stjórn lífeyrissjóðs sjómanna, og for- mennsku í bankaráði Útvegs- banka íslands. Gunnar Guðbjartsson, for- maður Stéttarsambands bænda, i’ékk 929.245 krónur í þóknun fyrir; bankaráð Búnaðarbanka íslands, stjórn Áburðarverk- smiðjunnar, verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, stjóm fram- leiðslusjóðs landbúnaðarins, landbúnaðaráætlunarnefnd, bjargráðasjóðsstjórn og stjórn lífeyrissjóðs bænda. Baldur Möller, ráðuneytis- stjóri, fékk í þóknun greiddar 917.279 krónur fyrir kjara- nefnd v/BHM, formennsku í happdrættisráði vöruhapp- drætti SÍBS og samninganefnd ríkisins í kjaramálum. 20 FV 12 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.