Frjáls verslun - 01.12.1977, Side 23
Dýrustu stjórn-
™ irnar og ráðin
1976
Verðlagsráð sjávarútvegsins
var dýrast í hópi stjórna,
nefnda og ráða ríkisins 1976, en
í þóknun fyrir störf í því voru
greiddar samtals tæpar 4 millj-
ónir króna, sem skiptust á 30
einstaklinga.
Ríkisskattanefnd kom næst
hvað kostnað snerti, en sex
menn í henni fengu samtals
3.309.600 krónur í þóknun fyrir
sín störf. Kostnaðurinn af
prófanefnd var einnig yfir
þremur milljónum króna; eða
3.212.916 krónur; þar af var
þóknun til 13 nefndarmanna
1.277.094 krónur, en um tvær
milljónir greiddi nefndin starfs-
mönnum í laun. Fjórða stjórnin,
sem fór yfir þrjár milljónir í
kostnaði, var húsnæðismála-
stjórn, en tíu menn, sem störf-
uðu í henni, fengu í þóknun
samtals 3.013.777 krónur.
Næst þremur milljónum kom
svo kjaranefnd v/BSRB, en
nefndarmenn hennar fengu
2.780.355 krónur i þóknun.
Stjórnarmenn í stjórn fram-
kvæmdastofnunar ríkisins
fengu í þóknun greiddar
2.737.360 krónur. Kjaradómur
kostaði 2.577.612 krónur, mats-
nefnd eignarnámsbóta 2.288.174
krónur, samninganefnd ríkisins
í kjaramálum 2.204.498 krónur
og útvarpsráð kostaði 2.027.276
krónur. Kostnaður við eina
nefnd enn fór yfir tvær millj-
ónir króna; landbúnaðaráætlun-
arnefnd, en í þóknun fengu
nefndarmenn samtals 223.475
krónur, en í laun, sérfræðiþjón-
ustu og ferðakostnað greiddi
nefndin tæpar tvær milljónir
króna.
Handritaskiptanefnd kostaði
1.976.717 krónur og vóg þar
þyngst á metunum ferðakostn-
aður vegna funda í Danmörku
1.424.764 krónur. Kostnaður við
sáttasemjara nam samtals
1.969.221 krónu, og stjórn fisk-
veiðasjóðs kostaði 1.961.500
krónur. Framkvæmdastjórn iðn-
þróunarsjóðs kostaði 1.937.075
krónur og daggjaldanefnd
sjúkrahúsa kostaði 1.909.273
krónur, þar af 688.399 krónur
í þóknun til fimm nefndar-
manna. Stjórn viðlagasjóðs
kostaði 1.894.365 krónur og
stjórn Landsvirkjunar 1.693.133
krónur. Tryggingaráð kostaði
1.652.544 krónur og síldarút-
vegsnefnd 1.567.554 krónur.
Tuttugust og fyrst að kostn-
aði kom svo vinnumálanefnd
ríkisins með 1.456.120 krónur
og yfir 1,4 milljón króna var
líka stjórn síldarverksmiðja
ríkisins, sem kostaði 1.415.346
krónur árið 1976.
Búnaðarbankinn
banka „dyrastur*’
Bankaráð Búnaðarbanka ís-
lands er til muna betur launað
en bankaráð hinna ríkisbank-
anna. Þar fá bankaráðsmenn í
þóknun samtals 2.819.607 krón-
ur, en bankaráðsmenn Seðla-
bankans fá samtals 1.409.415
krónur, bankaráðsmenn Út-
vegsbankans 1.314.945 krónur
og bankaráðsmenn Landsbank-
ans 1.314.930 krónur.
Stefán Valgeirsson, formaður
bankaráðs Búnaðarbankans,
fær 805.619 krónur í þóknun,
Ólafur Björnsson formaður
bankaráðs Utvegsbankans fær
438.325 krónur og þeir Ragnar
Ólafsson, hrl. formaður banka-
ráðs Seðlabankans og Einar Ol-
geirsson, fyrrv. alþingismaður
og formaður bankaráðs Lands-
bankans fá 438.310 krónur.
hvor.
Aðrir bankaráðsmenn Búnað-
arbankans fá 402.810 krónur í
þóknun hver, en bankaráðs-
menn hinna bankanna fá
219.155 krónur í þóknun hver
fyrir sin störf.
Til samanburðar má geta
þess að Ingólfur Jónsson, for-
maður stjórnar framkvæmda-
stofnunar ríkisins, fær 657.480
krónur í þóknun, og stjórnar-
menn aðrir fá 328.740 krónur
hver. Formaður húsnæðismála-
stjórnar fær 467.939 krónur í
þóknun og aðrir stjórnarmenn
356.839 krónur hver. Formaður
stjórnar Landsvirkjunar fær
586.871 krónu í þóknun og aðr-
ir stjórnarmenn fá 364.177
krónur í sinn hlut hver.
FV 12 1977
23